Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 10:11 Margir Rússar hafa orðið þreyttir á biðinni og sækja því í önnur efni. Aðrir segjast treysta Sputnik V betur og bíða eftir alþjóðlegri vottun. Getty/Alexander Demianchuk Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. Rússar sem hafa hug á að ferðast út fyrir landsteinana þurfa því að næla sér í vestrænt bóluefni í mörgum tilvikum. Það geta þeir gert í Serbíu. Bóluefni Rússa, Sputnik V, kom út í ágúst á síðasta ári og hefur verið samþykkt í um 70 löndum í heiminum. Það er því töluverður fjöldi ríkja sem tekur bóluefnavottorðið ekki gilt. Rússar hafa því brugðið á það ráð að láta bólusetja sig í Serbíu. Áfangastaðurinn þykir tilvalinn en boðið er upp á fjölda vestrænna bóluefna. Vegabréfaáritunar er ekki krafist, sem auðveldar inngöngu inn í landið. Þetta kemur fram á vef AP. Margir sakni ferðalaga til Evrópu Í samtali við AP segir talskona ferðaskrifstofu í Rússlandi að mismunandi ástæður búi að baki ferðalögunum. Margir vilja heimsækja fjölskyldumeðlimi, einhverjir eru í viðskiptaerindum og enn aðrir einfaldlega sakna þess að ferðast til Evrópu. Ferðirnar eru nánast það eina sem ferðaskrifstofan tekur að um sér þessar mundir. Ferðirnar en þær kosta allt frá fjörutíu upp í níutíu þúsund krónur allt eftir því hvað innifalið er í ferðalögunum. Mikil seinkun hefur verið á vottun Sputnik V bóluefnisins en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti um áframhaldandi tafir nú í september. Lyfjastofnun Evrópu hefur heldur ekki samþykkt efnið og er því ljóst að bið Rússa gæti orðið lengri. Ísland er meðal þeirra landa sem hafa Sputnik V ekki á lista yfir viðurkennd bóluefni. Hlutfall fullbólusettra í Rússlandi eru aðeins 29% þjóðarinnar en 33 % hafa fengið fyrstu sprautu. Metfjöldi lést vegna veirunnar í Rússlandi í liðinni viku en tæplega þúsund manns létust úr Covid-19 í fyrradag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Kalla rússneska sendiherrann á teppið Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Rigning með köflum víðast hvar Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira
Rússar sem hafa hug á að ferðast út fyrir landsteinana þurfa því að næla sér í vestrænt bóluefni í mörgum tilvikum. Það geta þeir gert í Serbíu. Bóluefni Rússa, Sputnik V, kom út í ágúst á síðasta ári og hefur verið samþykkt í um 70 löndum í heiminum. Það er því töluverður fjöldi ríkja sem tekur bóluefnavottorðið ekki gilt. Rússar hafa því brugðið á það ráð að láta bólusetja sig í Serbíu. Áfangastaðurinn þykir tilvalinn en boðið er upp á fjölda vestrænna bóluefna. Vegabréfaáritunar er ekki krafist, sem auðveldar inngöngu inn í landið. Þetta kemur fram á vef AP. Margir sakni ferðalaga til Evrópu Í samtali við AP segir talskona ferðaskrifstofu í Rússlandi að mismunandi ástæður búi að baki ferðalögunum. Margir vilja heimsækja fjölskyldumeðlimi, einhverjir eru í viðskiptaerindum og enn aðrir einfaldlega sakna þess að ferðast til Evrópu. Ferðirnar eru nánast það eina sem ferðaskrifstofan tekur að um sér þessar mundir. Ferðirnar en þær kosta allt frá fjörutíu upp í níutíu þúsund krónur allt eftir því hvað innifalið er í ferðalögunum. Mikil seinkun hefur verið á vottun Sputnik V bóluefnisins en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti um áframhaldandi tafir nú í september. Lyfjastofnun Evrópu hefur heldur ekki samþykkt efnið og er því ljóst að bið Rússa gæti orðið lengri. Ísland er meðal þeirra landa sem hafa Sputnik V ekki á lista yfir viðurkennd bóluefni. Hlutfall fullbólusettra í Rússlandi eru aðeins 29% þjóðarinnar en 33 % hafa fengið fyrstu sprautu. Metfjöldi lést vegna veirunnar í Rússlandi í liðinni viku en tæplega þúsund manns létust úr Covid-19 í fyrradag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Kalla rússneska sendiherrann á teppið Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Rigning með köflum víðast hvar Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Sjá meira