Hrundi út í fyrstu umferð eftir sigur á Opna bandaríska fyrir tæpum fjórum vikum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 12:30 Emma Raducanu datt út í fyrstu umferð á Indan Wells. Clive Brunskill/Getty Images Emma Raducanu, sigurvegari Opna bandaríska meistaramótsins í tennis datt út gegn Aliaksandra Sasnovich í fyrstu umferð á Indan Wells-mótinu í tennis á föstudag. Emma Raducanu, sigurvegari Opna bandaríska meistaramótsins í tennis datt út gegn Aliaksandra Sasnovich í fyrstu umferð á Indan Wells-mótinu í tennis á föstudag. Eftir sigurinn á Opna bandaríska var leikur Raducanu settur á besta tíma á föstudagskvöldi en henni tókst ekki að leika sama leik og í New York. Ready to headline Friday night in the desert @andy_murray | @EmmaRaducanu | #BNPPO21 | #TennisUnited pic.twitter.com/unOPqJpoph— ATP Tour (@atptour) October 8, 2021 Aðeins eru 27 dagar síðan hin 18 ára gamla Raducanu kom öllum á óvart og vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis í New York. Í gær mætti hún Aliaksöndru Sasnovich frá Hvíta-Rússlandi í eyðimörkinni í Kaliforníu. Sasnovich, sem er númer 100. á heimslistanum, gerði sér lítið fyrir og vann viðureignina í tveimur settum, 6-2 og 6-4. Þó Sasnovich sé í 100. sæti heimslistans sem stendur þá hefur hún lengi verið meðal bestu 30 kvenna tennisheimsins og er mjög reynslumikil. Ef ekki hefði verið fyrir sigur Raducanu í New York hefði Sasnovich eflaust verið sigurstranglegri fyrir viðureign þeirra á föstudagskvöld. „Ég held það muni taka mig tíma að aðlagast því sem er í gangi. Ég meina, ég er enn svo ný þegar kemur að þessu öllu. Þó mér líði ekki vel núna þá veit ég að þessar tilfinningar munu hjálpa þegar fram líða stundir.“ „Þegar horft er á heildarmyndina mun ég þakka fyrir þetta augnablik. Það er lærdómurinn sem ég tek úr þessu. Ég er bara 18 ára gömul, ég má ekki vera of hörð við sjálfa mig,“ sagði táningurinn Emma Raducanu eftir tapið. Tennis Tengdar fréttir Segir stranga foreldra hafa hjálpað sér á stærsta sviðinu Hin 18 ára gamla Emma Raducanu hefur heldur betur slegið í gegn með því að vinna Opna bandaríska mótið í tennis, öllum að óvörum. Hún segir kröfuharða foreldra sína eiga sinn þátt í titlinum. 14. september 2021 14:01 Emma Raducanu skrifar sig á spjöld sögunnar | Sigraði Opna bandaríska meistaramótið Emma Raducanu, 18 ára breskum tennisleikara hefur tekist hið ómögulega. Hún fór frá því að þurfa að vinna sér inn þátttökurétt á á úrtökumóti í það að vinna Opna bandaríska meistaramótið í tennis. Ótrúleg saga. 11. september 2021 22:46 Sannkallað öskubuskuævintýri: Frá 336. sæti heimslistans í úrslit risamóts Öskubuskuævintýri hinnar átján ára Emmu Raducanu á opna bandaríska meistaramótinu í tennis heldur áfram en í nótt tryggði hún sér sæti í úrslitum mótsins með sigri á Mariu Sakkari. 10. september 2021 11:31 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sjá meira
Emma Raducanu, sigurvegari Opna bandaríska meistaramótsins í tennis datt út gegn Aliaksandra Sasnovich í fyrstu umferð á Indan Wells-mótinu í tennis á föstudag. Eftir sigurinn á Opna bandaríska var leikur Raducanu settur á besta tíma á föstudagskvöldi en henni tókst ekki að leika sama leik og í New York. Ready to headline Friday night in the desert @andy_murray | @EmmaRaducanu | #BNPPO21 | #TennisUnited pic.twitter.com/unOPqJpoph— ATP Tour (@atptour) October 8, 2021 Aðeins eru 27 dagar síðan hin 18 ára gamla Raducanu kom öllum á óvart og vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis í New York. Í gær mætti hún Aliaksöndru Sasnovich frá Hvíta-Rússlandi í eyðimörkinni í Kaliforníu. Sasnovich, sem er númer 100. á heimslistanum, gerði sér lítið fyrir og vann viðureignina í tveimur settum, 6-2 og 6-4. Þó Sasnovich sé í 100. sæti heimslistans sem stendur þá hefur hún lengi verið meðal bestu 30 kvenna tennisheimsins og er mjög reynslumikil. Ef ekki hefði verið fyrir sigur Raducanu í New York hefði Sasnovich eflaust verið sigurstranglegri fyrir viðureign þeirra á föstudagskvöld. „Ég held það muni taka mig tíma að aðlagast því sem er í gangi. Ég meina, ég er enn svo ný þegar kemur að þessu öllu. Þó mér líði ekki vel núna þá veit ég að þessar tilfinningar munu hjálpa þegar fram líða stundir.“ „Þegar horft er á heildarmyndina mun ég þakka fyrir þetta augnablik. Það er lærdómurinn sem ég tek úr þessu. Ég er bara 18 ára gömul, ég má ekki vera of hörð við sjálfa mig,“ sagði táningurinn Emma Raducanu eftir tapið.
Tennis Tengdar fréttir Segir stranga foreldra hafa hjálpað sér á stærsta sviðinu Hin 18 ára gamla Emma Raducanu hefur heldur betur slegið í gegn með því að vinna Opna bandaríska mótið í tennis, öllum að óvörum. Hún segir kröfuharða foreldra sína eiga sinn þátt í titlinum. 14. september 2021 14:01 Emma Raducanu skrifar sig á spjöld sögunnar | Sigraði Opna bandaríska meistaramótið Emma Raducanu, 18 ára breskum tennisleikara hefur tekist hið ómögulega. Hún fór frá því að þurfa að vinna sér inn þátttökurétt á á úrtökumóti í það að vinna Opna bandaríska meistaramótið í tennis. Ótrúleg saga. 11. september 2021 22:46 Sannkallað öskubuskuævintýri: Frá 336. sæti heimslistans í úrslit risamóts Öskubuskuævintýri hinnar átján ára Emmu Raducanu á opna bandaríska meistaramótinu í tennis heldur áfram en í nótt tryggði hún sér sæti í úrslitum mótsins með sigri á Mariu Sakkari. 10. september 2021 11:31 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sjá meira
Segir stranga foreldra hafa hjálpað sér á stærsta sviðinu Hin 18 ára gamla Emma Raducanu hefur heldur betur slegið í gegn með því að vinna Opna bandaríska mótið í tennis, öllum að óvörum. Hún segir kröfuharða foreldra sína eiga sinn þátt í titlinum. 14. september 2021 14:01
Emma Raducanu skrifar sig á spjöld sögunnar | Sigraði Opna bandaríska meistaramótið Emma Raducanu, 18 ára breskum tennisleikara hefur tekist hið ómögulega. Hún fór frá því að þurfa að vinna sér inn þátttökurétt á á úrtökumóti í það að vinna Opna bandaríska meistaramótið í tennis. Ótrúleg saga. 11. september 2021 22:46
Sannkallað öskubuskuævintýri: Frá 336. sæti heimslistans í úrslit risamóts Öskubuskuævintýri hinnar átján ára Emmu Raducanu á opna bandaríska meistaramótinu í tennis heldur áfram en í nótt tryggði hún sér sæti í úrslitum mótsins með sigri á Mariu Sakkari. 10. september 2021 11:31