Það er komið að úrslitastund í Þjóðadeildinni þar sem Spánn mun mæta Frakklandi í úrslitaleik um gullið og mun sigurvegarinn koma sér í hóp með Portúgal yfir sigurvegara keppninnar sem hóf göngu sína árið 2018.
Leikur Spánverja og Frakka verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 þar sem útsending hefst 18:35 en fyrr um daginn, klukkan 13, tekur Ítalía á móti Belgíu í bronsleiknum.
Það er ýmislegt annað í boði á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag.
Golf, sænskur fótbolti, íslenskur og spænskur körfubolti, amerískur fótbolti og tölvuleikir svo eitthvað sé nefnt en allar sjónvarpsútsendingar dagsins má sá með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.