Rýmingum ekki aflétt fyrr en búið er að verja svæðið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2021 19:15 Mikið tjón varð í skriðuföllunum í desember í fyrra. Vísir/Arnar Halldórsson Ekki er útilokað að rýmingar á Seyðisfirði muni standa þar til búið er að tryggja byggðina með fullnægjandi hætti. Þá verði íbúum á svæðum sem ekki er hægt að tryggja ekki heimilað að snúa aftur heim. Enn mælist hreyfing á hrygg á hlíðinni á Seyðisfirði milli skriðusársins sem myndaðist í desember í fyrra og Búðarár. Hryggurinn er talsvert sprunginn og talið er hugsanlegt að hann fari niður í smærri brotum en allur í einu. Unnið er að gerð nýs hættumats en það mun stýra ákvörðun sem verða teknar um framtíðarvarnir en fyrir liggur að hægt er að verja að minnsta kosti hluta svæðisins. „Það eru skilaboð sem mig léttir við að sjá,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Múlaþings. „En það eru svæði sem við höfum ekki heimilað að flytja inn á ný vegna þess að menn treysta sér ekki til þess að gefa það út að það sé hægt að verja þau. Og þá erum við að horfa til þess að þá er ekki hægt að heimila að fólk búi þar áfram,“ bætir hann við.Hann segir að frekari rýmingar á B og C svæðum séu vel hugsanlegar. „Það er mjög líklegt að það muni koma til rýminga á þessum svæðum, þar til hægt hefur verið að ráðast í framkvæmdir við varanlegar lausnir. Þá muni koma upp sú staða að það muni þurfa að rýma tímabundið, það er bara svo.“ Björn segir að fólk hafi tekið rýmingunum misvel, sem sé mjög skiljanlegt. „Ég skil það vel að fólk sé ekki sátt. En öryggi íbúanna er stóra málið og þess vegna er gripið til rýmingar. Ef það er einhver vafi þá rýmum við frekar en að segja „kannski er þetta í lagi“.“ Hann segir að hlutir muni skýrast eftir helgi og að haldinn verði íbúafundur um miðja viku. „Í ljósi þess sem gerðist á sínum tíma þá verðum við að sýna fyllstu aðgát og það er það sem við erum að gera.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Enn mælist hreyfing á hrygg á hlíðinni á Seyðisfirði milli skriðusársins sem myndaðist í desember í fyrra og Búðarár. Hryggurinn er talsvert sprunginn og talið er hugsanlegt að hann fari niður í smærri brotum en allur í einu. Unnið er að gerð nýs hættumats en það mun stýra ákvörðun sem verða teknar um framtíðarvarnir en fyrir liggur að hægt er að verja að minnsta kosti hluta svæðisins. „Það eru skilaboð sem mig léttir við að sjá,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Múlaþings. „En það eru svæði sem við höfum ekki heimilað að flytja inn á ný vegna þess að menn treysta sér ekki til þess að gefa það út að það sé hægt að verja þau. Og þá erum við að horfa til þess að þá er ekki hægt að heimila að fólk búi þar áfram,“ bætir hann við.Hann segir að frekari rýmingar á B og C svæðum séu vel hugsanlegar. „Það er mjög líklegt að það muni koma til rýminga á þessum svæðum, þar til hægt hefur verið að ráðast í framkvæmdir við varanlegar lausnir. Þá muni koma upp sú staða að það muni þurfa að rýma tímabundið, það er bara svo.“ Björn segir að fólk hafi tekið rýmingunum misvel, sem sé mjög skiljanlegt. „Ég skil það vel að fólk sé ekki sátt. En öryggi íbúanna er stóra málið og þess vegna er gripið til rýmingar. Ef það er einhver vafi þá rýmum við frekar en að segja „kannski er þetta í lagi“.“ Hann segir að hlutir muni skýrast eftir helgi og að haldinn verði íbúafundur um miðja viku. „Í ljósi þess sem gerðist á sínum tíma þá verðum við að sýna fyllstu aðgát og það er það sem við erum að gera.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira