Afhentu FBI ríkisleyndarmál í samloku og tyggjópakka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2021 19:50 Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna vegna málsins er að finna lýsingar á meintum brotum hjónanna, sem eru oft á tíðum lyginni líkastar. Kevin Dietsch/Getty Bandarísk hjón hafa verið handtekin og ákærð vegna gruns um njósnir og sölu á leyndarmálum í tengslum við kjarnakljúfa í kafbátum sem bandarísk yfirvöld hafa yfir að ráða. Hjónin töldu sig hafa átt í samskiptum við fulltrúa ríkisstjórnar erlends ríkis, sem var í raun útsendari bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Í tilkynningu sem birtist á vef bandaríska dómsmálaráðuneytisins er að finna reifun á máli hjónanna, hins 42 ára gamla Jonathan Toebbe og hinnar 45 ára gömlu Diönu Toebbe. Lýsingar á því hvernig þau báru sig að við að koma leyndarmálunum til viðsemjanda síns eru ansi skrautlegar, með tilliti til afhendingarmáta þeirra. Jonathan er kjarnorkuverkfræðingur og starfar hjá sjóher Bandaríkjanna. Vegna starfs síns hafði hann aðgang að leynilegum gögnum sem tengdust meðal annars kjarnorkudrifnum skipum sjóhersins. Í dómsgögnum málsins segir að Jonathan hafi, þann 1. apríl á síðasta ári, sent pakka sem stíluð var á ríkisstjórn annars ríkis en Bandaríkjanna, sem innihélt sýnishorn af upplýsingum sem hann byggi yfir, auk leiðbeininga um hvernig hægt væri að komast í samband við hann á leynilegan hátt. Í kjölfarið hafi Jonathan nýst við dulkóðaðan tölvupóst til þess að setja sig í samband við einstakling sem hann taldi vera útsendara umrædds ríkis. Hið rétta var þó að á hinum endanum var leynilegur útsendari FBI. Afhenti gögnin í samloku og tyggjópakka Samskiptin eru sögð hafa staðið í nokkra mánuði, uns Jonathan samþykkti að selja upplýsingarnar í skiptum fyrir tugþúsunda dala virði af rafmyntum. Fyrstu greiðsluna fékk Jonathan í júní á þessu ári, 10.000 dala virði af rafmyntum. Í kjölfarið ferðuðust hann og eiginkona hans til vestur-Virginíu, þar sem Jonathan skildi eftir SD-minniskort innan í hnetusmjörssamloku, sem viðsemjandi hans gæti síðan nálgast, á meðan eiginkona hans stóð vörð. Eftir að hafa náð í kortið sendi FBI-útsendarinn 20.000 dala virði af rafmynt til viðbótar til Jonathans, í skiptum fyrir leiðbeiningar um hvernig hann gæti nálgast upplýsingarnar á kortinu. Þá kom í ljós að á kortinu var að finna háleynilegar upplýsingar í tengslum við kjarnakljúfa í kafbátum bandaríska sjóhersins. Í lok ágúst afhenti Jonathan síðan annað minniskort í austurhluta Virginíu, og ákvað í það skiptið að fela það í tyggjópakka. Í skiptum fyrir 70.000 dala virði af rafmyntum fékk FBI-útsendarinn aðgang að kortinu, sem einnig innihélt upplýsingar um kjarnakljúfa í kafbátum. Hjónin voru handtekin í gær, þegar þau höfðu ferðast á nýjan stað í Vestur-Virginíu, til þess að afhenda útsendaranum þriðja minniskortið. Þau verða leidd fyrir dómara í fyrsta sinn á þriðjudaginn kemur. Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Í tilkynningu sem birtist á vef bandaríska dómsmálaráðuneytisins er að finna reifun á máli hjónanna, hins 42 ára gamla Jonathan Toebbe og hinnar 45 ára gömlu Diönu Toebbe. Lýsingar á því hvernig þau báru sig að við að koma leyndarmálunum til viðsemjanda síns eru ansi skrautlegar, með tilliti til afhendingarmáta þeirra. Jonathan er kjarnorkuverkfræðingur og starfar hjá sjóher Bandaríkjanna. Vegna starfs síns hafði hann aðgang að leynilegum gögnum sem tengdust meðal annars kjarnorkudrifnum skipum sjóhersins. Í dómsgögnum málsins segir að Jonathan hafi, þann 1. apríl á síðasta ári, sent pakka sem stíluð var á ríkisstjórn annars ríkis en Bandaríkjanna, sem innihélt sýnishorn af upplýsingum sem hann byggi yfir, auk leiðbeininga um hvernig hægt væri að komast í samband við hann á leynilegan hátt. Í kjölfarið hafi Jonathan nýst við dulkóðaðan tölvupóst til þess að setja sig í samband við einstakling sem hann taldi vera útsendara umrædds ríkis. Hið rétta var þó að á hinum endanum var leynilegur útsendari FBI. Afhenti gögnin í samloku og tyggjópakka Samskiptin eru sögð hafa staðið í nokkra mánuði, uns Jonathan samþykkti að selja upplýsingarnar í skiptum fyrir tugþúsunda dala virði af rafmyntum. Fyrstu greiðsluna fékk Jonathan í júní á þessu ári, 10.000 dala virði af rafmyntum. Í kjölfarið ferðuðust hann og eiginkona hans til vestur-Virginíu, þar sem Jonathan skildi eftir SD-minniskort innan í hnetusmjörssamloku, sem viðsemjandi hans gæti síðan nálgast, á meðan eiginkona hans stóð vörð. Eftir að hafa náð í kortið sendi FBI-útsendarinn 20.000 dala virði af rafmynt til viðbótar til Jonathans, í skiptum fyrir leiðbeiningar um hvernig hann gæti nálgast upplýsingarnar á kortinu. Þá kom í ljós að á kortinu var að finna háleynilegar upplýsingar í tengslum við kjarnakljúfa í kafbátum bandaríska sjóhersins. Í lok ágúst afhenti Jonathan síðan annað minniskort í austurhluta Virginíu, og ákvað í það skiptið að fela það í tyggjópakka. Í skiptum fyrir 70.000 dala virði af rafmyntum fékk FBI-útsendarinn aðgang að kortinu, sem einnig innihélt upplýsingar um kjarnakljúfa í kafbátum. Hjónin voru handtekin í gær, þegar þau höfðu ferðast á nýjan stað í Vestur-Virginíu, til þess að afhenda útsendaranum þriðja minniskortið. Þau verða leidd fyrir dómara í fyrsta sinn á þriðjudaginn kemur.
Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira