AGS útvatnaði varnaðarorð um áhættu vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2021 13:41 Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. AP/Ludovic Marin Stjórnendur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lúffuðu fyrir fulltrúum Brasilíu og milduðu orðalag þar sem varað var við áhættu brasilísks efnahagslífs vegna loftslagsbreytinga í árlegri skýrslu. Framkvæmdastjóri sjóðsins á fyrir í vök að verjast vegna ásakana um að hún hafi gengið erinda Kínverja hjá Alþjóðabankanum. Fulltrúar ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, eru sagðir hafa mótmælt orðalagi um loftslagsbreytingar sem átti að vera í árlegri stöðuskýrslu gjaldeyrissjóðsins í sumar. Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri AGS, hafi verið á meðal stjórnenda sem brugðust við með því að útvatna orðalagið. Bloomberg-fréttastofan segir að yfirmenn hjá AGS hafi í fyrstu staðfest skýrslu undirmanna sinna um Brasilíu 30. júlí en dregið samþykki sitt til baka og fjarlægt setningar sem voru Brasilíumönnunum ekki þóknanlegar aðeins nokkrum klukkustundum síðar. Afar fátítt er sagt að stjórnendur sjóðsins samþykki skýrslu en fjarlægi síðan orðalag sem ríki mótmælir samkvæmt fyrrverandi og núverandi starfsmönnum sjóðsins sem hafa unnið að slíkum skýrslum. Breytingarnar eru sagðar hafa komið starfsmönnum sjóðsins í opna skjöldu, sérstaklega í ljósi þess að Georgieva framkvæmdastjóri hafi lagt áherslu á mikilvægi loftslagsmála frá því að hún tók við stöðunni árið 2019. Skýrslunni var breytt rétt eftir fund Georgievu með Afonso Bevilaqua, fulltrúa Brasilíu hjá stjórn sjóðsins, en hann hafði ítrekað kvartað undan því að lagt væri mat á loftslagsstefnu í úttekt sjóðsins. Talsmenn sjóðsins fullyrða að breytingarnar á orðalaginu hafi ekki haft áhrif á skilaboð skýrslunnar um loftslagsmál. Fullyrtu þeir að verklag við frágang skýrslunnar hefði verið hefðbundið. Tóku út viðvaranir um aukna losun og áhrif á efnahaginn Með breytingunum sem Georgieva og aðrir létu gera var ekki lengur varað við því að loftslagsbreytingar ógnuðu þjóðarhag Brasilíu. Felldar voru út setningar þar sem loftlagsaðgerðir brasilískra stjórnvalda voru greindar og varað var við aukinn losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði og landnotkun í landinu. Stjórn Bolsonaro forseta, sem sjálfur skilur ekki loftslagsvísindi, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að verja ekki Amasonfrumskóginn fyrir ágangi verktaka, bænda og skógarhöggsmanna. Aðildarríki AGS geta mótmælt niðurstöðum í skýrslum af þessu tagi og eru slíkar yfirlýsingar birtar með þeim. Vinnureglur sjóðsins banna starfsmönnum að „semja“ við fulltrúa ríkja um innihalds úttektarskýrslna og að sýna þeim drög nema í undantekningartilfellum. Þá geta ríki komið í veg fyrir að skýrslurnar séu birtar opinberlega. Brasilísk stjórnvöld nýttu sér ekki þann rétt. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, tróð meðal annars illsakir við stjórnendur Geimstofnunar Brasilíu þegar hún birti gervihnattagögn um eyðingu Amasonfrumskógarins. Forsetinn hefur verið skeytingarlaus um skógareyðingu og losun gróðurhúsalofttegunda.Getty/Andressa Anholete Sökuð um þjónkun við Kínverja Fréttir af afskiptum Georgievu og stjórnenda AGS af skýrslunni um Brasilíu hafa fallið í skuggann af ásökunum um að hún hafi gerst sek um þjónkun við stjórnvöld í Kína þegar hún var forstjóri Alþjóðabankans árið 2017. Í nýlegri skýrslu sem var unnin fyrir siðanefnd bankans kom fram að Georgieva og þáverandi forseti bankans hefðu þrýst á starfsmenn að eiga við gögn til þess að fegra stöðu Kína á lista bankans yfir ríki þar sem best er að stunda viðskipti í heiminum. Það hafi þau gert á sama tíma og þau reyndu að sannfæra kínversk stjórnvöld um að leggja bankanum til aukið fé. Georgieva hefur harðneitað sök. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins situr nú á rökstólum um framtíð Georgievu í stöðunni en heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar taldi nær fullvíst í morgun að stjórnin myndi lýsa yfir trausti á henni. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Brasilía Loftslagsmál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fulltrúar ríkisstjórnar Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, eru sagðir hafa mótmælt orðalagi um loftslagsbreytingar sem átti að vera í árlegri stöðuskýrslu gjaldeyrissjóðsins í sumar. Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri AGS, hafi verið á meðal stjórnenda sem brugðust við með því að útvatna orðalagið. Bloomberg-fréttastofan segir að yfirmenn hjá AGS hafi í fyrstu staðfest skýrslu undirmanna sinna um Brasilíu 30. júlí en dregið samþykki sitt til baka og fjarlægt setningar sem voru Brasilíumönnunum ekki þóknanlegar aðeins nokkrum klukkustundum síðar. Afar fátítt er sagt að stjórnendur sjóðsins samþykki skýrslu en fjarlægi síðan orðalag sem ríki mótmælir samkvæmt fyrrverandi og núverandi starfsmönnum sjóðsins sem hafa unnið að slíkum skýrslum. Breytingarnar eru sagðar hafa komið starfsmönnum sjóðsins í opna skjöldu, sérstaklega í ljósi þess að Georgieva framkvæmdastjóri hafi lagt áherslu á mikilvægi loftslagsmála frá því að hún tók við stöðunni árið 2019. Skýrslunni var breytt rétt eftir fund Georgievu með Afonso Bevilaqua, fulltrúa Brasilíu hjá stjórn sjóðsins, en hann hafði ítrekað kvartað undan því að lagt væri mat á loftslagsstefnu í úttekt sjóðsins. Talsmenn sjóðsins fullyrða að breytingarnar á orðalaginu hafi ekki haft áhrif á skilaboð skýrslunnar um loftslagsmál. Fullyrtu þeir að verklag við frágang skýrslunnar hefði verið hefðbundið. Tóku út viðvaranir um aukna losun og áhrif á efnahaginn Með breytingunum sem Georgieva og aðrir létu gera var ekki lengur varað við því að loftslagsbreytingar ógnuðu þjóðarhag Brasilíu. Felldar voru út setningar þar sem loftlagsaðgerðir brasilískra stjórnvalda voru greindar og varað var við aukinn losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði og landnotkun í landinu. Stjórn Bolsonaro forseta, sem sjálfur skilur ekki loftslagsvísindi, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að verja ekki Amasonfrumskóginn fyrir ágangi verktaka, bænda og skógarhöggsmanna. Aðildarríki AGS geta mótmælt niðurstöðum í skýrslum af þessu tagi og eru slíkar yfirlýsingar birtar með þeim. Vinnureglur sjóðsins banna starfsmönnum að „semja“ við fulltrúa ríkja um innihalds úttektarskýrslna og að sýna þeim drög nema í undantekningartilfellum. Þá geta ríki komið í veg fyrir að skýrslurnar séu birtar opinberlega. Brasilísk stjórnvöld nýttu sér ekki þann rétt. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, tróð meðal annars illsakir við stjórnendur Geimstofnunar Brasilíu þegar hún birti gervihnattagögn um eyðingu Amasonfrumskógarins. Forsetinn hefur verið skeytingarlaus um skógareyðingu og losun gróðurhúsalofttegunda.Getty/Andressa Anholete Sökuð um þjónkun við Kínverja Fréttir af afskiptum Georgievu og stjórnenda AGS af skýrslunni um Brasilíu hafa fallið í skuggann af ásökunum um að hún hafi gerst sek um þjónkun við stjórnvöld í Kína þegar hún var forstjóri Alþjóðabankans árið 2017. Í nýlegri skýrslu sem var unnin fyrir siðanefnd bankans kom fram að Georgieva og þáverandi forseti bankans hefðu þrýst á starfsmenn að eiga við gögn til þess að fegra stöðu Kína á lista bankans yfir ríki þar sem best er að stunda viðskipti í heiminum. Það hafi þau gert á sama tíma og þau reyndu að sannfæra kínversk stjórnvöld um að leggja bankanum til aukið fé. Georgieva hefur harðneitað sök. Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins situr nú á rökstólum um framtíð Georgievu í stöðunni en heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar taldi nær fullvíst í morgun að stjórnin myndi lýsa yfir trausti á henni.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Brasilía Loftslagsmál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira