Vill leggja meiri áherslu á að bæta líf þegna sinna Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2021 14:09 Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði eftir því í gær að embættismenn sínir legðu meiri áherslu á að bæta líf íbúa landsins. Það væri nauðsynlegt vegna verulega slæms ástands efnahags landsins. Þetta sagði Kim á hátíð þar sem haldið var upp á 76 ára afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Kim varaði við því að framtíðin væri ekki björt. Hagkerfi Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki sem rekja má til viðskiptaþvingana og refsiaðgerða vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins, auk þess sem ofsaveður hefur ítrekað komið niður á uppskeru í landinu. Ríkisstjórn Kim lokaði þar að auki landamærum ríkisins nánast alfarið vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sjá einnig: Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Samkvæmt frétt Yonhap-fréttaveitunnar, sem vitnar í ríkismiðil Norður-Kóreu, hvatt Kim embættismenn til að þjóna fólkinu eins og guð. Einnig væri nauðsynlegt að framfylgja fimm ára efnahagsáætlun Norður-Kóreu og bæta vandamál sem snúa að húsnæði og matvælum. Hann sagði embættismenn ekki eiga að búast við eða óska eftir sérstakri meðferð og fríðindum. Allir þyrftu að vera sameinaðir í þeirri vinnu sem þjóðin stæði frammi fyrir. Sjá einnig: Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Reuters fréttaveitan segir Kim ekkert hafa sagt um kjarnorkuvopnastefnu sína eða samskipti Norður-Kóreu við Suður-Kóreu og Bandaríkin. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slæmt ástand í Norður-Kóreu sé engum nema Kim og ríkisstjórn hans að kenna. Einræðisherrann noti sér þegna sína og brjóti á mannréttindum þeirra með því að nota allar auðlindir ríkisins til að byggja upp gereyðingarvopn sín og eldflaugar til að bera þau. Norður-Kórea Umhverfismál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þetta sagði Kim á hátíð þar sem haldið var upp á 76 ára afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Kim varaði við því að framtíðin væri ekki björt. Hagkerfi Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki sem rekja má til viðskiptaþvingana og refsiaðgerða vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins, auk þess sem ofsaveður hefur ítrekað komið niður á uppskeru í landinu. Ríkisstjórn Kim lokaði þar að auki landamærum ríkisins nánast alfarið vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sjá einnig: Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Samkvæmt frétt Yonhap-fréttaveitunnar, sem vitnar í ríkismiðil Norður-Kóreu, hvatt Kim embættismenn til að þjóna fólkinu eins og guð. Einnig væri nauðsynlegt að framfylgja fimm ára efnahagsáætlun Norður-Kóreu og bæta vandamál sem snúa að húsnæði og matvælum. Hann sagði embættismenn ekki eiga að búast við eða óska eftir sérstakri meðferð og fríðindum. Allir þyrftu að vera sameinaðir í þeirri vinnu sem þjóðin stæði frammi fyrir. Sjá einnig: Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Reuters fréttaveitan segir Kim ekkert hafa sagt um kjarnorkuvopnastefnu sína eða samskipti Norður-Kóreu við Suður-Kóreu og Bandaríkin. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slæmt ástand í Norður-Kóreu sé engum nema Kim og ríkisstjórn hans að kenna. Einræðisherrann noti sér þegna sína og brjóti á mannréttindum þeirra með því að nota allar auðlindir ríkisins til að byggja upp gereyðingarvopn sín og eldflaugar til að bera þau.
Norður-Kórea Umhverfismál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira