Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2021 19:00 Vísir/Arnar Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. Alls hafa áttatíu innbrot verið framin í Háaleitis-og Bústaðahverfi það sem af er árinu. Þetta er talsverð aukning frá síðustu árum en svipað og 2017 og 2018. Innbrot á heimili hafa hins vegar tvöfaldast á þessu ári miðað við árin á undan og eru nú þegar orðin tæplega fjörutíu talsins. Vísir/Ragnar Visage Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður á Höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu oft gruna fólk sem býr í hverfinu, hefur brotaferil og er í mikilli óreglu. „Við grunum oft fólk með sakaferil og neyslu um slík brot og í þessu hverfi eins og öðrum eru slíkir aðilar. Svo er bara einstaklingsbundið hversu virkir slíkir aðilar eru. Við vitum um fleiri en einn og fleiri en tvo staði í hverfinu sem slík lýsing á við um,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þjófar brjótist oft inn meðan fólk sefur. Stutt sé síðan innbrotsþjófur réðst á húsráðanda í hverfinu. „Þá var um að ræða innbrotsþjóf sem réðst á íbúa og stal bílnum hans,“ segir Guðrún. Aðspurð um hvort árásarmaðurinn hafi náðst segist Guðrún ekki vera með þetta tiltekna mál. Íbúar gruna sömu aðila um endurtekin innbrot Greinilegt er að íbúar í Bústaðahverfi eru varir um sig. Á íbúasíðu á samfélagsmiðlum lýsir fólk því til dæmis hvernig það vaknar upp við að þjófar séu að brjótast inn. Aðrir segja frá innbrotum og sumir lýsa innbrotsþjófum á nákvæman máta. Samkvæmt heimildum fréttastofu gruna marga íbúa líkt og lögreglu sömu aðila í hverfinu um innbrotin. Þessir aðilar hafi langan brotaferil á bakinu og séu í neyslu en hafi þrátt fyrir það ekki verið stöðvaðir. Guðrún segir að lögregla þurfi sannanir í slíkum málum. „Við getum ekki farið í húsleit hjá fólki nema hafa sannanir. Þá þarf t.d. fingrafar, vitni, myndir þ.e. ef húsráðendur hafa myndavélar og ef það finnst þýfi hjá hinum grunaða sem hægt er að rekja til innbrota,“ segir hún. Aðspurð um hvort að lögregla nái þá sjaldan þjófunum svarar Guðrún. „Sem betur fer náum við oft þjófunum.“ Komast oft yfir gríðarleg verðmæti Hún segir þjófar komist oft yfir mikil verðmæti og næli sér í allt sem mögulega sé hægt að koma í verð. Aðspurð um hvar þeir selji þýfið segir hún að stundum komi fyrir að þjófarnir selji það á vefsíðum eins og Bland.is og Brask og brall.is. Þá hafi komið fyrir að eigendur gripanna finni þá á slíkum síðum og geri lögreglu viðvart. Guðrún segir að innbrot séu yfirleitt vel skipulögð. Þá fylgist þjófar með húsum og kanni aðstæður. „Það er því mikilvægt að vera vakandi. Nágrannavarsla er líka mikilvæg og láta vita ef það er skugglegt fólk á ferli. Landslagið hefur breyst og við verðum að læsa bæði húsum og bílum. Þá ætti fólk að varast að hafa verðmæti á glámbekk,“ segir Guðrún að lokum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Alls hafa áttatíu innbrot verið framin í Háaleitis-og Bústaðahverfi það sem af er árinu. Þetta er talsverð aukning frá síðustu árum en svipað og 2017 og 2018. Innbrot á heimili hafa hins vegar tvöfaldast á þessu ári miðað við árin á undan og eru nú þegar orðin tæplega fjörutíu talsins. Vísir/Ragnar Visage Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður á Höfuðborgarsvæðinu segir lögreglu oft gruna fólk sem býr í hverfinu, hefur brotaferil og er í mikilli óreglu. „Við grunum oft fólk með sakaferil og neyslu um slík brot og í þessu hverfi eins og öðrum eru slíkir aðilar. Svo er bara einstaklingsbundið hversu virkir slíkir aðilar eru. Við vitum um fleiri en einn og fleiri en tvo staði í hverfinu sem slík lýsing á við um,“ segir Guðrún. Guðrún segir að þjófar brjótist oft inn meðan fólk sefur. Stutt sé síðan innbrotsþjófur réðst á húsráðanda í hverfinu. „Þá var um að ræða innbrotsþjóf sem réðst á íbúa og stal bílnum hans,“ segir Guðrún. Aðspurð um hvort árásarmaðurinn hafi náðst segist Guðrún ekki vera með þetta tiltekna mál. Íbúar gruna sömu aðila um endurtekin innbrot Greinilegt er að íbúar í Bústaðahverfi eru varir um sig. Á íbúasíðu á samfélagsmiðlum lýsir fólk því til dæmis hvernig það vaknar upp við að þjófar séu að brjótast inn. Aðrir segja frá innbrotum og sumir lýsa innbrotsþjófum á nákvæman máta. Samkvæmt heimildum fréttastofu gruna marga íbúa líkt og lögreglu sömu aðila í hverfinu um innbrotin. Þessir aðilar hafi langan brotaferil á bakinu og séu í neyslu en hafi þrátt fyrir það ekki verið stöðvaðir. Guðrún segir að lögregla þurfi sannanir í slíkum málum. „Við getum ekki farið í húsleit hjá fólki nema hafa sannanir. Þá þarf t.d. fingrafar, vitni, myndir þ.e. ef húsráðendur hafa myndavélar og ef það finnst þýfi hjá hinum grunaða sem hægt er að rekja til innbrota,“ segir hún. Aðspurð um hvort að lögregla nái þá sjaldan þjófunum svarar Guðrún. „Sem betur fer náum við oft þjófunum.“ Komast oft yfir gríðarleg verðmæti Hún segir þjófar komist oft yfir mikil verðmæti og næli sér í allt sem mögulega sé hægt að koma í verð. Aðspurð um hvar þeir selji þýfið segir hún að stundum komi fyrir að þjófarnir selji það á vefsíðum eins og Bland.is og Brask og brall.is. Þá hafi komið fyrir að eigendur gripanna finni þá á slíkum síðum og geri lögreglu viðvart. Guðrún segir að innbrot séu yfirleitt vel skipulögð. Þá fylgist þjófar með húsum og kanni aðstæður. „Það er því mikilvægt að vera vakandi. Nágrannavarsla er líka mikilvæg og láta vita ef það er skugglegt fólk á ferli. Landslagið hefur breyst og við verðum að læsa bæði húsum og bílum. Þá ætti fólk að varast að hafa verðmæti á glámbekk,“ segir Guðrún að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira