Vilja hraða orkuskiptum með grænum orkugarði á Reyðarfirði Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 13:13 Aftari röð: Karsten Uhd Plauborg, Felix Pahl og Anna-Lena Jeppsson frá CIP og Ríkarður Ríkarðsson frá Landsvirkjun. Í fremri röð: Hörður Arnarson frá Landsvirkjun, Jón B. Hákonarson frá Fjarðabyggð, Kristín Linda Árnadóttir frá Landsvirkjun, Jón Már Jónsson frá Síldarvinnslunni og Guðbjörg Rist frá Atmonia. Landsvirkjun Viljayfirlýsing um þátttöku fyrirtækja í uppbyggingu á grænum orkugarði á Reyðarfirði var undirrituð í gær. Vonast er til að verkefnin geti hraðað orkuskiptum á Íslandi. Landsvirkjun, fjárfestingafyrirtækið Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa unnið að því að kanna kosti þess að þróa slíkan orkugarð og nú hefur nýsköpunarfyrirtækið Atmonia, Síldarvinnslan og fiskeldisfyrirtækið Laxar bæst við. Þetta kemur fram í tilkynningu en að sögn samstarfsaðilanna er markmiðið með verkefninu að meta hvernig framleiðsla á rafeldsneyti gæti greitt fyrir orkuskiptum í sjávarútvegi, sjóflutningum og landflutningum. Hugtakið rafeldsneyti er notað sem samheiti yfir eldsneytitegundir sem búnar eru til úr vetni sem fengið er með rafgreiningu vatns og íblöndun koltvísýrings Einnig stendur til að kanna möguleika á framleiðslu á kolefnislausum áburði auk hagnýtingar súrefnis, sem er hliðarafurð rafeldsneytisframleiðslu, í landeldi á fiski. Þá verða kostir þess að nýta glatvarma frá mögulegri rafeldsneytisframleiðslu til húshitunar á Reyðarfirði, sem er einn fárra þéttbýlisstaða á landinu sem ekki er með hitaveitu, kannaðir með Hitaveitu Fjarðabyggðar. Mikilvægur áfangi í þróun orkugarðs Að sögn Landsvirkjunar er aðkoma Atmonia, Síldarvinnslunnar og Laxa mikilvægur áfangi í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við þróun og greiningu á tækifærum sem felast í uppbyggingu græns orkugarðs á Reyðarfirði. Fleiri fyrirtæki hafi lýst yfir áhuga á aðkomu að verkefninu og viðræður standi nú yfir við þau. Að sögn Guðbjargar Rist, framkvæmdastjóra Atmonia, er meginmarkmið fyrirtækisins að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda með nýrri tækni á sviði ammoníaks- og nítrat framleiðslu. Þátttaka í Græna orkugarðinum passi fullkomnlega inn í þá vegferð. „Markmið okkar með verkefninu á Reyðarfirði er að greiða fyrir grænum orkuskiptum á Íslandi og í Norður-Evrópu og bæta orkunýtingu með því að nýta kosti hringrásarhagkerfisins,“ segir Felix Pahl, einn meðeiganda CIP, í tilkynningu. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, segir að það verði spennandi áskorun fyrir fyrirtækið að nýta verðmætar hliðarafurðir eins og súrefni og nota þær til að skapa enn frekari verðmæti. „Við erum sífellt að leita leiða til að minnka kolefnisfótspor okkar, meðal annars með því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbærari orkugjafa. Þetta verkefni mun gera orkuskipti fýsilegri og verður vonandi til þess að framtíðin verði grænni en ella,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar. Fjarðabyggð Umhverfismál Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Landsvirkjun, fjárfestingafyrirtækið Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa unnið að því að kanna kosti þess að þróa slíkan orkugarð og nú hefur nýsköpunarfyrirtækið Atmonia, Síldarvinnslan og fiskeldisfyrirtækið Laxar bæst við. Þetta kemur fram í tilkynningu en að sögn samstarfsaðilanna er markmiðið með verkefninu að meta hvernig framleiðsla á rafeldsneyti gæti greitt fyrir orkuskiptum í sjávarútvegi, sjóflutningum og landflutningum. Hugtakið rafeldsneyti er notað sem samheiti yfir eldsneytitegundir sem búnar eru til úr vetni sem fengið er með rafgreiningu vatns og íblöndun koltvísýrings Einnig stendur til að kanna möguleika á framleiðslu á kolefnislausum áburði auk hagnýtingar súrefnis, sem er hliðarafurð rafeldsneytisframleiðslu, í landeldi á fiski. Þá verða kostir þess að nýta glatvarma frá mögulegri rafeldsneytisframleiðslu til húshitunar á Reyðarfirði, sem er einn fárra þéttbýlisstaða á landinu sem ekki er með hitaveitu, kannaðir með Hitaveitu Fjarðabyggðar. Mikilvægur áfangi í þróun orkugarðs Að sögn Landsvirkjunar er aðkoma Atmonia, Síldarvinnslunnar og Laxa mikilvægur áfangi í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við þróun og greiningu á tækifærum sem felast í uppbyggingu græns orkugarðs á Reyðarfirði. Fleiri fyrirtæki hafi lýst yfir áhuga á aðkomu að verkefninu og viðræður standi nú yfir við þau. Að sögn Guðbjargar Rist, framkvæmdastjóra Atmonia, er meginmarkmið fyrirtækisins að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda með nýrri tækni á sviði ammoníaks- og nítrat framleiðslu. Þátttaka í Græna orkugarðinum passi fullkomnlega inn í þá vegferð. „Markmið okkar með verkefninu á Reyðarfirði er að greiða fyrir grænum orkuskiptum á Íslandi og í Norður-Evrópu og bæta orkunýtingu með því að nýta kosti hringrásarhagkerfisins,“ segir Felix Pahl, einn meðeiganda CIP, í tilkynningu. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, segir að það verði spennandi áskorun fyrir fyrirtækið að nýta verðmætar hliðarafurðir eins og súrefni og nota þær til að skapa enn frekari verðmæti. „Við erum sífellt að leita leiða til að minnka kolefnisfótspor okkar, meðal annars með því að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir sjálfbærari orkugjafa. Þetta verkefni mun gera orkuskipti fýsilegri og verður vonandi til þess að framtíðin verði grænni en ella,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Fjarðabyggð Umhverfismál Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Samræmd upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira