Bandidos sækja í sig veðrið hér á landi Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 13. október 2021 21:01 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Á annan tug manna eru í Íslandsdeild Bandidos vélhjólasamtakanna í Reykjanesbæ. Klúbburinn er skilgreindur sem skipulögð glæpasamtök af alþjóðlegum lögreglustofnunum. Bandidos MC Iceland sóttu um aðild að Bandidos-samtökunum í fyrra en fengu fullgildingu á þessu ári. Íslenski armur klúbbsins er í Reykjanesbæ og meðlimir hans telja á annan tug. Meðlimir Bandidos eru um 2.500 í 22 löndum. Klúbburinn hefur meðal annars verið bannaður í Þýskalandi og Hollandi. Fjallað hefur verið um málið á Mbl.is þar sem fram hefur komið að meðlimum Banditos frá Svíþjóð og Finnlandi hafi verið vísað úr landi af lögreglu. Árið 2002 hófust aðgerðir lögreglu hér á landi gegn uppgangi vélhjólaklúbba. „Þetta snýst ekki um vélhjólafólk, þetta snýst um það að þetta eru glæpasamtök og þau hafa verið mjög ofbeldisfull, verið með skipulagða brotastarfsemi. Þess vegna hafa flest lönd verið að finna leiðir til að hemja þessa hópa,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fengu Bandidos MC Iceland fengu svokallaða fullgildingu á þessu ári. Það þýðir að þeir mega merkja sig sem Bandidos MC Iceland. Það að merkja sig samtökum sem eru tengd við afbrot og ofbeldi og eru skilgreind sem glæpahópar hefur verið grundvöllur þess að sum lönd hafa ákveðið að banna þessa klúbba, að því er fram kemur í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Undanfarna daga hefur nokkrum liðsmönnum Bandidos frá Svíþjóð og Finnlandi verið vísað úr landi. Afskipti lögreglu af slíkum klúbbum skiptu hundruðum árið 2010 til 2014. Talsverð aukning hefur orðið á skráðum afskiptum á þessu ári. „Ég veit að lögreglustjórarnir eru á vaktinni og fylgjast með og þeir setja þá þessi mál á oddinn í sínu umdæmi,“ segir Sigríður Björk. Þeir geta ekki falið sig á bak við það þeir segist bara vera mótorhjólamenn, það er ákveðinn vilji fólginn í þessu? „Það er mismunandi tegundir af mótorhjólahópum og eins og þeir sögðu sjálfir eru 99 prósent af þeim gott og venjulegt fólk. Það er þetta eina prósent sem að segir sig úr lögum við samfélagið og lítur svo á að þeirra lög séu æðri okkar lögum og reglum sem í samfélaginu gilda og þau samtök hafa verið að sunda ýmsa glæpastarfsemi sem er ástæðan fyrir því að við erum að fókusera á þeirra samtök en ekki önnur“ Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Bandidos MC Iceland sóttu um aðild að Bandidos-samtökunum í fyrra en fengu fullgildingu á þessu ári. Íslenski armur klúbbsins er í Reykjanesbæ og meðlimir hans telja á annan tug. Meðlimir Bandidos eru um 2.500 í 22 löndum. Klúbburinn hefur meðal annars verið bannaður í Þýskalandi og Hollandi. Fjallað hefur verið um málið á Mbl.is þar sem fram hefur komið að meðlimum Banditos frá Svíþjóð og Finnlandi hafi verið vísað úr landi af lögreglu. Árið 2002 hófust aðgerðir lögreglu hér á landi gegn uppgangi vélhjólaklúbba. „Þetta snýst ekki um vélhjólafólk, þetta snýst um það að þetta eru glæpasamtök og þau hafa verið mjög ofbeldisfull, verið með skipulagða brotastarfsemi. Þess vegna hafa flest lönd verið að finna leiðir til að hemja þessa hópa,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fengu Bandidos MC Iceland fengu svokallaða fullgildingu á þessu ári. Það þýðir að þeir mega merkja sig sem Bandidos MC Iceland. Það að merkja sig samtökum sem eru tengd við afbrot og ofbeldi og eru skilgreind sem glæpahópar hefur verið grundvöllur þess að sum lönd hafa ákveðið að banna þessa klúbba, að því er fram kemur í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu. Undanfarna daga hefur nokkrum liðsmönnum Bandidos frá Svíþjóð og Finnlandi verið vísað úr landi. Afskipti lögreglu af slíkum klúbbum skiptu hundruðum árið 2010 til 2014. Talsverð aukning hefur orðið á skráðum afskiptum á þessu ári. „Ég veit að lögreglustjórarnir eru á vaktinni og fylgjast með og þeir setja þá þessi mál á oddinn í sínu umdæmi,“ segir Sigríður Björk. Þeir geta ekki falið sig á bak við það þeir segist bara vera mótorhjólamenn, það er ákveðinn vilji fólginn í þessu? „Það er mismunandi tegundir af mótorhjólahópum og eins og þeir sögðu sjálfir eru 99 prósent af þeim gott og venjulegt fólk. Það er þetta eina prósent sem að segir sig úr lögum við samfélagið og lítur svo á að þeirra lög séu æðri okkar lögum og reglum sem í samfélaginu gilda og þau samtök hafa verið að sunda ýmsa glæpastarfsemi sem er ástæðan fyrir því að við erum að fókusera á þeirra samtök en ekki önnur“
Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira