Sara Sigmunds: Ég vil aldrei aftur horfa á heimsleikana í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir má nú æfa af fullum krafti og það styttist í fyrsta mótið eftir krossbandsslit sem fer fram í desember. Instagram/@sarasigmunds CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir mætti sem áhorfandi á síðustu heimsleika í CrossFit en það ætlar hún aldrei að gera aftur. Nýjasti þátturinn af endurkomusögu Söru er kominn í loftið en þættirnir heita „Road to Recovery“ og segja söguna af því hvernig Sara vann sig til baka eftir að hafa slitið krossband nokkrum dögum áður en 2021 keppnistímabilið byrjaði. Eftir að Sara sleit krossbandið þá var það strax ljóst að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í ár. Sara mætti hins vegar óvænt á staðinn en hún var þar á vegum WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara mætti á sérstaka móttöku og það voru margir sem vildu heilsa upp á íslensku CrossFit stjörnuna. Sara var þá stödd í Dúbaí en stökk upp í flugvél og flaug í fimmtán tíma til Chicago. Þaðan bættist síðan við þriggja tíma akstur. Nýi þátturinn kom inn á YouTube síðu WIT en í honum fer Sara líka yfir þessa heimsókn sína til Madison þar sem hún var ekki keppandi eins og hún er vön. „Það hefði verið svo erfitt að vera heima á Íslandi og horfa á heimsleikana þar. Ég er svo ánægð með að hafa fengið að taka þátt í leikunum með því að vera hér í Madison,“ sagði Sara. „Það var líka gott fyrir mig að finna væntumþykjuna frá öllum sem ég hitti þar. Þegar þú ert meiddur þá finnst þér að þú sért gleymdur. Þú ert ekki að taka þátt í öllu sem er í gangi,“ sagði Sara. „Ég vil aldrei aftur horfa á heimsleikana í CrossFit því ég vil bara vera þar sem keppandi og koma til að berjast fyrir mínu. Þannig leið mér líka þegar ég var þar. Ég sendi þjálfaranum mínum strax skilaboð um að ég vildi gera allar greinarnar sem voru á heimsleikunum þegar ég væri tilbúin í það,“ sagði Sara. Þar má einnig sjá Dave Castro tala við okkar konu sem og að hún kom Björgvini Karli Guðmundssyni mikið á óvart með því að stökkva í fangið á honum en þau hafa æft mikið saman. Sara segir frá æfingum sínum í Madison en hún tók tvær æfingar á dag á milli þess sem hún tók á móti gestum á kynningu WIT. Hún reyndi líka að mæta á allar greinarnar hans Björgvins Karls. Það þarf heldur ekki að koma neinum á óvart að Sara er hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kemur og heillar alla upp úr skónum með útgeislun sinni, lífsgleði og innileika. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9EurE3C8VHw">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Nýjasti þátturinn af endurkomusögu Söru er kominn í loftið en þættirnir heita „Road to Recovery“ og segja söguna af því hvernig Sara vann sig til baka eftir að hafa slitið krossband nokkrum dögum áður en 2021 keppnistímabilið byrjaði. Eftir að Sara sleit krossbandið þá var það strax ljóst að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í ár. Sara mætti hins vegar óvænt á staðinn en hún var þar á vegum WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara mætti á sérstaka móttöku og það voru margir sem vildu heilsa upp á íslensku CrossFit stjörnuna. Sara var þá stödd í Dúbaí en stökk upp í flugvél og flaug í fimmtán tíma til Chicago. Þaðan bættist síðan við þriggja tíma akstur. Nýi þátturinn kom inn á YouTube síðu WIT en í honum fer Sara líka yfir þessa heimsókn sína til Madison þar sem hún var ekki keppandi eins og hún er vön. „Það hefði verið svo erfitt að vera heima á Íslandi og horfa á heimsleikana þar. Ég er svo ánægð með að hafa fengið að taka þátt í leikunum með því að vera hér í Madison,“ sagði Sara. „Það var líka gott fyrir mig að finna væntumþykjuna frá öllum sem ég hitti þar. Þegar þú ert meiddur þá finnst þér að þú sért gleymdur. Þú ert ekki að taka þátt í öllu sem er í gangi,“ sagði Sara. „Ég vil aldrei aftur horfa á heimsleikana í CrossFit því ég vil bara vera þar sem keppandi og koma til að berjast fyrir mínu. Þannig leið mér líka þegar ég var þar. Ég sendi þjálfaranum mínum strax skilaboð um að ég vildi gera allar greinarnar sem voru á heimsleikunum þegar ég væri tilbúin í það,“ sagði Sara. Þar má einnig sjá Dave Castro tala við okkar konu sem og að hún kom Björgvini Karli Guðmundssyni mikið á óvart með því að stökkva í fangið á honum en þau hafa æft mikið saman. Sara segir frá æfingum sínum í Madison en hún tók tvær æfingar á dag á milli þess sem hún tók á móti gestum á kynningu WIT. Hún reyndi líka að mæta á allar greinarnar hans Björgvins Karls. Það þarf heldur ekki að koma neinum á óvart að Sara er hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kemur og heillar alla upp úr skónum með útgeislun sinni, lífsgleði og innileika. Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9EurE3C8VHw">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira