Ég er skilin við Okurlánasjóð Íslands Signý Jóhannesdóttir skrifar 14. október 2021 16:01 Sumarið 2008 keyptum við hjónin nýbyggt parhús í Borgarnesi og sá sem byggði hafði tekið tvö lán hjá Íbúðalánasjóði. Ég yfirtók lánin og sá aldrei útreikninga á greiðslubyrði eða hinum raunverulegu skilmálum lánanna. Nokkrum árum áður hafði ég tekið íbúðalán hjá Glitni banka með uppgreiðslugjaldi sem var 2% og ég taldi mig vita hvernig uppgreiðslugjald virkaði. Ég skal fúslega játa að þekking mín á lánamarkaði sem þó var töluverð, gat ekki gefið mér hugmynd um hverskonar þumalskrúfu, Okurlánasjóður Íslands hafi sett á mína putta og þúsunda annarra. Þegar vextir tóku að lækka í umhverfinu þá sá ég að meira segja bílalán hjá Lykli voru hagstæðari en íbúðalánin mín. Verðtryggð lán til 40 ára með 5.2% og 5,5% vöxtum + uppgreiðslugjaldið. Íslenska ríkið mátti stunda okurlánastarfsemi Haustið 2017 ætlaði ég að endurfjármagna íbúðalánin en komst þá að því að það kostaði mig á fjórðu milljón króna aukalega að greiða lánin upp, uppgreiðslugjaldið var þá 15,25%. Ég ræddi við nokkra lögmenn og komst að því að einhverjir undanfarar höfðu reynt að fá þessum okurkjörum hnekkt. Þeir höfðu ekki haft erindi sem erfiði. Ég skrifað íbúðalánsjóði og fékk í raun sendan fingurinn. Aftur vorið 2020 óskaði ég eftir því að fá að greiða upp eða endurfjármagna lánin í gegnum Íbúðalánasjóð, sem þá hét reyndar orðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, án uppgreiðslugjalds. Því var hafnað en mér bent á að málaferli væru í gangi við sjóðinn, til að fá uppgreiðslugjaldinu hnekkt. Eftir samtöl mín við þá lögmenn sem ég ráðfærði mig við haustið 2017 hafði ég reyndar takmarkaða trú á því að þau málaferli yrðu lántakendum í hag. Enda kom það á daginn að þrátt fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um ósanngirni uppgreiðslugjaldsins, töpuðust málin í hæstarétti. Niðurstaðan er sú að það mátti okra á lántakendum. Ég þurfti að greiða ca 14% uppgreiðslugjald núna á dögunum, þegar ég sleit samvistum við Íbúðalánasjóð. Hvaða stjórnmálamaður þorir að leggja til endurgreiðslu á okurgjaldi Hér með auglýsi ég eftir þeim stjórnmálamanni sem þorir að leggja fram á alþingi frumvarp til laga sem kveður á um að þau svívirðilegu okurgjöld sem felast í uppgreiðslugjaldi upp á eins og í mínu tilfelli 14% eða rúmar þrjár milljónir, verði endurgreidd. Um er að ræða lán tekin á 10 ára tímabil frá 2004 til 2014. Á sama hátt og ég tók lán á sínum tíma hjá Glitni banka og greiddi 2% uppgreiðslugjald, þá eru lán frá HMS nú með 1% uppgreiðslugjaldi. Það er e.t.v. ekki ósanngjarnt að lánastofnun taki aukagreiðslu ef lántakandi ákveður að greiða lán upp og færa sig yfir til annars lánveitanda, lánastofnunin þarf þá að koma fjármununum aftur í vinnu eins og sagt er, en fyrr má nú rota en dauðrota. Ef til vill ætti líka að greiða okkur, sem þessi okurlán tókum eða tókum við, einhverskonar sanngirnisbætur vegna þess að við höfum í raun verið föst í þessum fjötrum. Ég fer reyndar ekki fram á að stjórnvöld séu sanngjörn, bara að þau sjái að sér hvað þessi siðlausu okurlán sem voru veitt í 10 ár. Koma svo - þingmenn sem þora. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið 2008 keyptum við hjónin nýbyggt parhús í Borgarnesi og sá sem byggði hafði tekið tvö lán hjá Íbúðalánasjóði. Ég yfirtók lánin og sá aldrei útreikninga á greiðslubyrði eða hinum raunverulegu skilmálum lánanna. Nokkrum árum áður hafði ég tekið íbúðalán hjá Glitni banka með uppgreiðslugjaldi sem var 2% og ég taldi mig vita hvernig uppgreiðslugjald virkaði. Ég skal fúslega játa að þekking mín á lánamarkaði sem þó var töluverð, gat ekki gefið mér hugmynd um hverskonar þumalskrúfu, Okurlánasjóður Íslands hafi sett á mína putta og þúsunda annarra. Þegar vextir tóku að lækka í umhverfinu þá sá ég að meira segja bílalán hjá Lykli voru hagstæðari en íbúðalánin mín. Verðtryggð lán til 40 ára með 5.2% og 5,5% vöxtum + uppgreiðslugjaldið. Íslenska ríkið mátti stunda okurlánastarfsemi Haustið 2017 ætlaði ég að endurfjármagna íbúðalánin en komst þá að því að það kostaði mig á fjórðu milljón króna aukalega að greiða lánin upp, uppgreiðslugjaldið var þá 15,25%. Ég ræddi við nokkra lögmenn og komst að því að einhverjir undanfarar höfðu reynt að fá þessum okurkjörum hnekkt. Þeir höfðu ekki haft erindi sem erfiði. Ég skrifað íbúðalánsjóði og fékk í raun sendan fingurinn. Aftur vorið 2020 óskaði ég eftir því að fá að greiða upp eða endurfjármagna lánin í gegnum Íbúðalánasjóð, sem þá hét reyndar orðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, án uppgreiðslugjalds. Því var hafnað en mér bent á að málaferli væru í gangi við sjóðinn, til að fá uppgreiðslugjaldinu hnekkt. Eftir samtöl mín við þá lögmenn sem ég ráðfærði mig við haustið 2017 hafði ég reyndar takmarkaða trú á því að þau málaferli yrðu lántakendum í hag. Enda kom það á daginn að þrátt fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um ósanngirni uppgreiðslugjaldsins, töpuðust málin í hæstarétti. Niðurstaðan er sú að það mátti okra á lántakendum. Ég þurfti að greiða ca 14% uppgreiðslugjald núna á dögunum, þegar ég sleit samvistum við Íbúðalánasjóð. Hvaða stjórnmálamaður þorir að leggja til endurgreiðslu á okurgjaldi Hér með auglýsi ég eftir þeim stjórnmálamanni sem þorir að leggja fram á alþingi frumvarp til laga sem kveður á um að þau svívirðilegu okurgjöld sem felast í uppgreiðslugjaldi upp á eins og í mínu tilfelli 14% eða rúmar þrjár milljónir, verði endurgreidd. Um er að ræða lán tekin á 10 ára tímabil frá 2004 til 2014. Á sama hátt og ég tók lán á sínum tíma hjá Glitni banka og greiddi 2% uppgreiðslugjald, þá eru lán frá HMS nú með 1% uppgreiðslugjaldi. Það er e.t.v. ekki ósanngjarnt að lánastofnun taki aukagreiðslu ef lántakandi ákveður að greiða lán upp og færa sig yfir til annars lánveitanda, lánastofnunin þarf þá að koma fjármununum aftur í vinnu eins og sagt er, en fyrr má nú rota en dauðrota. Ef til vill ætti líka að greiða okkur, sem þessi okurlán tókum eða tókum við, einhverskonar sanngirnisbætur vegna þess að við höfum í raun verið föst í þessum fjötrum. Ég fer reyndar ekki fram á að stjórnvöld séu sanngjörn, bara að þau sjái að sér hvað þessi siðlausu okurlán sem voru veitt í 10 ár. Koma svo - þingmenn sem þora.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun