Börnin í sömu klípu og Jón Arnór fyrir 30 árum: „Aðstaðan er ekki boðleg“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2021 08:00 Eins og sjá má er ekki mikið pláss fyrir krakkana í íþróttasal Laugarnesskóla. Jón Arnór Stefánsson mætti á æfingu hjá þeim í vikunni en hann er úr Laugarneshverfi og horfir nú upp á börnin sín glíma við sama aðstöðuleysi og þegar hann neyddist til að sækja æfingar í Vesturbænum á síðustu öld. Stöð 2 Það ríkir neyðarástand hjá einni stærstu körfuknattleiksdeild landsins, Ármanni, vegna aðstöðuleysis í Laugardal. Jón Arnór Stefánsson hitti Gaupa í pínulitlum íþróttasal sem félagið notar og sagði aðstöðuna jafnvel enn verri en þegar hann neyddist til að sækja æfingar úr Laugardal í Vesturbæinn á sínum tíma. „Þetta er brýnt efni og úr þessu þarf að bæta ekki seinna en á morgun. Ég vil skora á Dag B. [Eggertsson, borgarstjóra] og félaga að koma hingað niður í Laugardal og kíkja í heimsókn til okkar, og taka röltið í Laugarnesskóla og Langholtsskóla og fara yfir stöðu mála. Sýna þeim svart á hvítu hversu léleg aðstaðan er og hversu brýnt þetta mál er fyrir okkur íbúana í hverfinu,“ sagði Jón Arnór sem kíkti á æfingu með Gaupa í Laugarnesskóla, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Gaupi hitti Jón Arnór og Odd í íþróttasal Laugarnesskóla Ármenningar og Þróttarar hafa lengi glímt við aðstöðuleysi en steininn tók úr þegar Laugardalshöllinni var lokað vegna vatnsskemmda. Iðkendur Ármanns æfa í smáum íþróttasölum Laugarnesskóla og Langholtsskóla, og þau sem eldri eru hafa þurft að sækja æfingar út fyrir Laugardal í íþróttahús Kennaraháskólans. Þegar Jón Arnór og vinir hans ákváðu að æfa körfubolta á sínum tíma urðu þeir að sækja æfingar hjá KR til að komast í viðunandi aðstöðu. Börnin hans Jóns eru nú í sömu stöðu og hann var á sínum tíma og Jón er líkt og margir orðinn langeygður eftir nýju, almennilegu íþróttahúsi í Laugardal. Börnin vilji stunda íþróttir en aðstaða ekki fyrir hendi „Síðan 1992, þegar ég byrja, þá er nánast sama staða ef ekki verri. Ármann er hér í hverfinu orðinn það stórt félag að aðstaðan er ekki boðleg. Það er stór ástæða fyrir því að ég fór í KR á sínum tíma og sama er að gerast fyrir mín börn. Ég er bara hérna sem íbúi þessa hverfis og faðir barna sem að stunda íþróttir með Þrótti og Ármanni, og vil vekja athygli á þessari hrikalega lélegu íþróttaaðstöðu sem við höfum í hverfinu. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur foreldra. Börnin vilja stunda íþróttir, þau þurfa einhvers staðar að vera, og það er ekki aðstaða fyrir þau. Þetta er ákall til borgarinnar um að gera eitthvað í þessum málum,“ segir Jón. Hann segir það synd að horfa þurfi á eftir krökkum úr hverfinu í önnur félög og að byggja þurfi upp alvöru íþróttaaðstöðu sem sameini hverfin í kringum Laugardalinn. „Það er búið að skipa einhverja starfshópa, nokkra held ég, síðan árið 2017 til að fara yfir þessi mál en það er bara því miður ekkert að frétta. Við horfum á Laugardalinn sem einhverja íþróttaparadís en staðreyndin er sú að krakkarnir geta hvergi æft. Þróttur og Ármann glíma við neyðartilfelli og við þurfum að bæta úr þessu ekki seinna en á morgun,“ segir Jón. Þjálfarinn Oddur Jóhannsson á sinn þátt í að körfuknattleiksdeild Ármanns er ein sú stærsta á landinu, þrátt fyrir aðstöðuleysið.Stöð 2 „Ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta“ Oddur Jóhannsson, þjálfari Ármanns, tekur í sama streng: „Þetta er eiginlega ekki boðlegt. Allt of lítil hús og allt of margir iðkendur miðað við þessa stærð. Þetta er mjög erfitt. Við höfum mikla reynslu af þessu því þetta hefur verið svona um árabil en vandinn er alltaf að aukast. Þetta krefst gífurlegs skipulags en við erum gífurlega takmörkuð út af þessum þrengslum. Það er ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta nema að mjög takmörkuðu leyti,“ segir Oddur og bætir við: „Við erum orðnir langþreyttir. Vandamálið er að vaxa. Það er lúxusvandamál því deildin okkar er alltaf að stækka og okkur gengur mjög vel í yngri flokkunum, og krökkunum fjölgar hratt þrátt fyrir aðstöðuleysið, en eftir því sem þau eldast og þeim fjölgar þá þrengir að okkur og vandamálið stækkar og stækkar.“ Körfubolti Reykjavík Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
„Þetta er brýnt efni og úr þessu þarf að bæta ekki seinna en á morgun. Ég vil skora á Dag B. [Eggertsson, borgarstjóra] og félaga að koma hingað niður í Laugardal og kíkja í heimsókn til okkar, og taka röltið í Laugarnesskóla og Langholtsskóla og fara yfir stöðu mála. Sýna þeim svart á hvítu hversu léleg aðstaðan er og hversu brýnt þetta mál er fyrir okkur íbúana í hverfinu,“ sagði Jón Arnór sem kíkti á æfingu með Gaupa í Laugarnesskóla, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Gaupi hitti Jón Arnór og Odd í íþróttasal Laugarnesskóla Ármenningar og Þróttarar hafa lengi glímt við aðstöðuleysi en steininn tók úr þegar Laugardalshöllinni var lokað vegna vatnsskemmda. Iðkendur Ármanns æfa í smáum íþróttasölum Laugarnesskóla og Langholtsskóla, og þau sem eldri eru hafa þurft að sækja æfingar út fyrir Laugardal í íþróttahús Kennaraháskólans. Þegar Jón Arnór og vinir hans ákváðu að æfa körfubolta á sínum tíma urðu þeir að sækja æfingar hjá KR til að komast í viðunandi aðstöðu. Börnin hans Jóns eru nú í sömu stöðu og hann var á sínum tíma og Jón er líkt og margir orðinn langeygður eftir nýju, almennilegu íþróttahúsi í Laugardal. Börnin vilji stunda íþróttir en aðstaða ekki fyrir hendi „Síðan 1992, þegar ég byrja, þá er nánast sama staða ef ekki verri. Ármann er hér í hverfinu orðinn það stórt félag að aðstaðan er ekki boðleg. Það er stór ástæða fyrir því að ég fór í KR á sínum tíma og sama er að gerast fyrir mín börn. Ég er bara hérna sem íbúi þessa hverfis og faðir barna sem að stunda íþróttir með Þrótti og Ármanni, og vil vekja athygli á þessari hrikalega lélegu íþróttaaðstöðu sem við höfum í hverfinu. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur foreldra. Börnin vilja stunda íþróttir, þau þurfa einhvers staðar að vera, og það er ekki aðstaða fyrir þau. Þetta er ákall til borgarinnar um að gera eitthvað í þessum málum,“ segir Jón. Hann segir það synd að horfa þurfi á eftir krökkum úr hverfinu í önnur félög og að byggja þurfi upp alvöru íþróttaaðstöðu sem sameini hverfin í kringum Laugardalinn. „Það er búið að skipa einhverja starfshópa, nokkra held ég, síðan árið 2017 til að fara yfir þessi mál en það er bara því miður ekkert að frétta. Við horfum á Laugardalinn sem einhverja íþróttaparadís en staðreyndin er sú að krakkarnir geta hvergi æft. Þróttur og Ármann glíma við neyðartilfelli og við þurfum að bæta úr þessu ekki seinna en á morgun,“ segir Jón. Þjálfarinn Oddur Jóhannsson á sinn þátt í að körfuknattleiksdeild Ármanns er ein sú stærsta á landinu, þrátt fyrir aðstöðuleysið.Stöð 2 „Ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta“ Oddur Jóhannsson, þjálfari Ármanns, tekur í sama streng: „Þetta er eiginlega ekki boðlegt. Allt of lítil hús og allt of margir iðkendur miðað við þessa stærð. Þetta er mjög erfitt. Við höfum mikla reynslu af þessu því þetta hefur verið svona um árabil en vandinn er alltaf að aukast. Þetta krefst gífurlegs skipulags en við erum gífurlega takmörkuð út af þessum þrengslum. Það er ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta nema að mjög takmörkuðu leyti,“ segir Oddur og bætir við: „Við erum orðnir langþreyttir. Vandamálið er að vaxa. Það er lúxusvandamál því deildin okkar er alltaf að stækka og okkur gengur mjög vel í yngri flokkunum, og krökkunum fjölgar hratt þrátt fyrir aðstöðuleysið, en eftir því sem þau eldast og þeim fjölgar þá þrengir að okkur og vandamálið stækkar og stækkar.“
Körfubolti Reykjavík Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira