Eitruð könguló barst á heimili í Reykjavík með vínberjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2021 14:39 Köngulóin sem Náttúrufræðistofnun barst hafði hreiðrað um sig í vefhjúp inni í rauðum vínberjaklasa og var þar með eggjasekk sem sjá má á myndinni. Náttúrufræðistofnun Íslands Eitruð könguló sem á rætur að rekja til Norður-Ameríku barst til Reykjavíkur í september í rauðum vínberjaklasa. Sérfræðingur er heillaður af dýrinu enda séu fá kvikindi jafn aðdáundarverð og köngulær. Erling Ólafsson skordýrafræðingur heldur úti Facebook-síðunni Heimur smádýranna. Þar segir hann frá köngulónni og leggur áherslu að hann vilji ekki hrella mannskapinn með áframhaldandi umfjöllun um köngulær. Ein hafi þó borist Náttúrufræðistofnun nýlega. „Margir kannast við enskt heiti hennar brown recluse. Ég hef valið henni íslenskt heiti, fiðlukönguló, vegna fiðlulaga merkis á baki höfuðbols. Þá tegund höfðum við á NÍ ekki áður fengið í hendur en könnuðumst þó við hana því af henni fer illt orðspor.“ Í heimkynnum tegundarinnar í Norður-Ameríku óttist fólk bit hennar. „Segja má að hún sé á pari við ekkjuköngulær því fágæt bit hennar geta reynst ámóta varasöm, jafnvel banvæn í undantekningartilvikum þó. Eituráhrifa gætir einna helst í húð en eitrið getur valdið frumudrepi sem myndar stór opin sár.“ Einnig geti fólk orðið illa veikt vegna áhrifa á innri líkamsstarfsemi. „Að vanda er ungum börnum, gamlingjum og fólki með laskað ónæmiskerfi hættast við. Sjaldnast eru áhrifin þó alvarleg og því fer fjarri að köngulóin sé árásargjörn.“ Nánar um köngulóna á vef Náttúrufræðistofnunar. Skordýr Dýr Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Erling Ólafsson skordýrafræðingur heldur úti Facebook-síðunni Heimur smádýranna. Þar segir hann frá köngulónni og leggur áherslu að hann vilji ekki hrella mannskapinn með áframhaldandi umfjöllun um köngulær. Ein hafi þó borist Náttúrufræðistofnun nýlega. „Margir kannast við enskt heiti hennar brown recluse. Ég hef valið henni íslenskt heiti, fiðlukönguló, vegna fiðlulaga merkis á baki höfuðbols. Þá tegund höfðum við á NÍ ekki áður fengið í hendur en könnuðumst þó við hana því af henni fer illt orðspor.“ Í heimkynnum tegundarinnar í Norður-Ameríku óttist fólk bit hennar. „Segja má að hún sé á pari við ekkjuköngulær því fágæt bit hennar geta reynst ámóta varasöm, jafnvel banvæn í undantekningartilvikum þó. Eituráhrifa gætir einna helst í húð en eitrið getur valdið frumudrepi sem myndar stór opin sár.“ Einnig geti fólk orðið illa veikt vegna áhrifa á innri líkamsstarfsemi. „Að vanda er ungum börnum, gamlingjum og fólki með laskað ónæmiskerfi hættast við. Sjaldnast eru áhrifin þó alvarleg og því fer fjarri að köngulóin sé árásargjörn.“ Nánar um köngulóna á vef Náttúrufræðistofnunar.
Skordýr Dýr Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira