„Við vorum bara á afturfótunum allan tímann“ Atli Arason skrifar 15. október 2021 23:00 Hlynur Bæringsson sagði að Stjörnumenn hefðu verið of soft gegn Keflvíkingum í kvöld Vísir/Getty Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega ekki sáttur eftir 15 stiga tap í Keflavík í kvöld, 80-65. Heimamenn voru töluvert betri í frákasta leiknum undir körfunni en Keflvíkingar tóku 49 fráköst gegn 29 hjá Stjörnunni og Hlynur telur það sem eina af helstu ástæðunum fyrir tapi Stjörnunnar í kvöld. „Við vorum aðeins of soft, þeir tóku mikið aðeins of mikið af sóknarfráköstum. Þeir stjórnuðu tempóinu og ákafanum. Mér fannst þetta ekki vera eitthvað taktískt, frekar að við vorum bara á afturfótunum allan tímann. Þeir voru bara betri heilt yfir,“ sagði Hlynur frekar svekktur í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við, „þeir voru einhvern veginn bara klárari í þetta, þeir voru meira ‘physical‘ og við náðum ekki stoppi í svolítið langan tíma í öðrum leikhluta.“ Aðspurður af því hvort Hlynur hefði verið ánægður með eitthvað sérstakt í leik liðsins í kvöld þá varð hann að hugsa sig um í smá tíma áður en hann nefndi tvo leikmenn sem Stjörnunnar sem honum þótti standa upp úr. „Mér fannst Gunni [Ólafsson] góður. Mér fannst Rob [Turner] búa til mikið, Rob hefði mátt klára betur en hann bjó til mikið fyrir okkur og við nýttum það ekki. Hann bjó til mikið af opnum skotum allan fyrri hálfleikinn. Ég er ánægður með þá tvo til dæmis,“ svaraði Hlynur. Stjarnan fékk alls þrjá nýja erlenda leikmenn fyrir tímabilið, tveir þeirra voru í byrjunarliðinu í kvöld, Robert Turner og Shawn Hopkins og svo var David Gabrovsek að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld. Hlynur er spenntur fyrir þessum leikmönnum og telur þá alla eiga meira inni miðað við hvað þeir sýndu í kvöld. „Þeir eru allir góðir. David er búinn að vera meiddur en hann er flinkur leikmaður. Þetta er alvöru evrópskur fjarki, góður skotmaður og klár leikmaður. Við skorum samt bara 65 stig í dag þannig það var enginn sérstaklega heitur í þessum leik. Rob verður aðeins meira að taka til sín, eins og hann gerði í seinni hálfleik í síðasta leik [gegn ÍR] út af því að hann er mjög góður í að finna okkur hina. Ég held að þetta séu allt ágætis leikmenn,“ sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
„Við vorum aðeins of soft, þeir tóku mikið aðeins of mikið af sóknarfráköstum. Þeir stjórnuðu tempóinu og ákafanum. Mér fannst þetta ekki vera eitthvað taktískt, frekar að við vorum bara á afturfótunum allan tímann. Þeir voru bara betri heilt yfir,“ sagði Hlynur frekar svekktur í viðtali við Vísi eftir leik, áður en hann bætti við, „þeir voru einhvern veginn bara klárari í þetta, þeir voru meira ‘physical‘ og við náðum ekki stoppi í svolítið langan tíma í öðrum leikhluta.“ Aðspurður af því hvort Hlynur hefði verið ánægður með eitthvað sérstakt í leik liðsins í kvöld þá varð hann að hugsa sig um í smá tíma áður en hann nefndi tvo leikmenn sem Stjörnunnar sem honum þótti standa upp úr. „Mér fannst Gunni [Ólafsson] góður. Mér fannst Rob [Turner] búa til mikið, Rob hefði mátt klára betur en hann bjó til mikið fyrir okkur og við nýttum það ekki. Hann bjó til mikið af opnum skotum allan fyrri hálfleikinn. Ég er ánægður með þá tvo til dæmis,“ svaraði Hlynur. Stjarnan fékk alls þrjá nýja erlenda leikmenn fyrir tímabilið, tveir þeirra voru í byrjunarliðinu í kvöld, Robert Turner og Shawn Hopkins og svo var David Gabrovsek að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið í kvöld. Hlynur er spenntur fyrir þessum leikmönnum og telur þá alla eiga meira inni miðað við hvað þeir sýndu í kvöld. „Þeir eru allir góðir. David er búinn að vera meiddur en hann er flinkur leikmaður. Þetta er alvöru evrópskur fjarki, góður skotmaður og klár leikmaður. Við skorum samt bara 65 stig í dag þannig það var enginn sérstaklega heitur í þessum leik. Rob verður aðeins meira að taka til sín, eins og hann gerði í seinni hálfleik í síðasta leik [gegn ÍR] út af því að hann er mjög góður í að finna okkur hina. Ég held að þetta séu allt ágætis leikmenn,“ sagði Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, að lokum.
Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira