Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Árni Sæberg skrifar 15. október 2021 23:27 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að brotið hafi verið framið á Fosshóteli Lind við Rauðarárstíg þegar konurnar voru í vinnuferð utan að landi. Konunni var gefið að sök að hafa, þegar konurnar lágu hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi, áreitt samstarfskonu sína kynferðislega. Það hafi hún gert með því að taka um hönd hennar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan hafi gefið til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í framhaldinu, þegar samstarfskonan hafði fært sig út á brún rúmsins og vafið utan um sig sæng, hafi konan lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt: „Við skulum bara hafa það kósý.“, „Er þetta ekki gott?“ og „Er þetta ekki bara bara kósý?“ Til vara var konan ákærð fyrir brot gegn blygðunarsemi samstarfskonunnar. Niðurstaða héraðsdóms var sú að frásögn samstarfskonunnar af atvikum umræddrar nætur væri trúverðug, gegn neitun konunnar. Dómurinn styður niðurstöðuna meðal annars við frásögn annarra kvenna sem voru með í vinnuferðinni og álit sálfræðings um andlegt ástand samstarfskonunnar. Hún þjáist meðal annars af áfallastreituröskun og þunglyndi eftir atvikið. Sem áður segir var konan dæmd til tveggja mánaða fangelsisvistar, sem skal frestað til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir kynferðislega áreitni. Þá var konan dæmt til að greiða samstarfskonu sinni 450 þúsund krónur í miskabætur og ríkissjóði um 1,3 milljón í sakarkostnað. Reykjavík Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að brotið hafi verið framið á Fosshóteli Lind við Rauðarárstíg þegar konurnar voru í vinnuferð utan að landi. Konunni var gefið að sök að hafa, þegar konurnar lágu hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi, áreitt samstarfskonu sína kynferðislega. Það hafi hún gert með því að taka um hönd hennar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan hafi gefið til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í framhaldinu, þegar samstarfskonan hafði fært sig út á brún rúmsins og vafið utan um sig sæng, hafi konan lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt: „Við skulum bara hafa það kósý.“, „Er þetta ekki gott?“ og „Er þetta ekki bara bara kósý?“ Til vara var konan ákærð fyrir brot gegn blygðunarsemi samstarfskonunnar. Niðurstaða héraðsdóms var sú að frásögn samstarfskonunnar af atvikum umræddrar nætur væri trúverðug, gegn neitun konunnar. Dómurinn styður niðurstöðuna meðal annars við frásögn annarra kvenna sem voru með í vinnuferðinni og álit sálfræðings um andlegt ástand samstarfskonunnar. Hún þjáist meðal annars af áfallastreituröskun og þunglyndi eftir atvikið. Sem áður segir var konan dæmd til tveggja mánaða fangelsisvistar, sem skal frestað til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir kynferðislega áreitni. Þá var konan dæmt til að greiða samstarfskonu sinni 450 þúsund krónur í miskabætur og ríkissjóði um 1,3 milljón í sakarkostnað.
Reykjavík Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira