Skýringin á bak við tómu hillurnar í IKEA Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2021 13:11 Guðný Camilla Aradóttir, fjölmiðlafulltrúi IKEA á Íslandi. Stöð 2 Kórónuveirufaraldurinn hefur sett ófyrirséða steina í götu fyrirtækja í verslun og þjónustu allra síðustu mánuði. Afleiðingarnar eru meðal annars tómar hillur í IKEA og löng bið eftir bílum. Frá því í sumar hefur víða borið á vöruskorti í verslunum hér á landi. Hjá IKEA eru það fyrst og fremst vandræði með sjóflutningsleiðir sem skýra tómar hillur á lagernum. „Helstu vandræðin eru frá Asíu, Kyrrahafssvæðinu og yfir til Evrópu og Bandaríkjanna. það er leiðin til að bregðast við þessu, það er leiðin til að rbegðast við þessu, það er reynt að fá vörur frá Evrópu eða nær,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, fjölmiðlafulltrúi IKEA á Íslandi. Vörur berist yfirleitt á endanum - en komið hefur fyrir að þurft hafi að skammta þær viðskiptavinum. „Einhverjar vörur eru mjög vinsælar og svo þegar framboðið eykst þarf að passa að allir fái eitthvað.“ Guðný segir að ástandið verði viðvarandi eitthvað áfram en vonandi muni horfa til betri vegar á næsta ári. Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar.Vísir/Sigurjón Hjá bílasölum er það framleiðsluvandi og íhlutaskortur sem sett hefur strik í reikninginn. Vandinn hefur ágerst síðustu mánuði, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Biðtími eftir nýjum bílum hafi lengst verulega. „Kúnninn oft sættir sig við kannski sextíu daga en þetta getur verið að teygjast upp í 90, 100 daga.“ Þá ríki oft algjör óvissa um hvenær þeir berist. „Við erum að lenda í málum eins og til dæmis með Volvo, sem er okkar sterkasta vörumerki, við höfum varla fengið bíl í ágúst og september en svo í gær fengum við tölvupóst: þið eruð að fá þrjú hundruð og fjörutíu bíla á næstu þremur mánuðum.“ Ástandið byrju líklega að skána næsta vor. „Verður sennilega leyst næsta haust en það er eins og með mörg vandamál, þau verða alveg rosalega erfið áður en þau fara að batna,“ segir Egill. Umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið má sjá hér fyrir neðan. IKEA Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Frá því í sumar hefur víða borið á vöruskorti í verslunum hér á landi. Hjá IKEA eru það fyrst og fremst vandræði með sjóflutningsleiðir sem skýra tómar hillur á lagernum. „Helstu vandræðin eru frá Asíu, Kyrrahafssvæðinu og yfir til Evrópu og Bandaríkjanna. það er leiðin til að bregðast við þessu, það er leiðin til að rbegðast við þessu, það er reynt að fá vörur frá Evrópu eða nær,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, fjölmiðlafulltrúi IKEA á Íslandi. Vörur berist yfirleitt á endanum - en komið hefur fyrir að þurft hafi að skammta þær viðskiptavinum. „Einhverjar vörur eru mjög vinsælar og svo þegar framboðið eykst þarf að passa að allir fái eitthvað.“ Guðný segir að ástandið verði viðvarandi eitthvað áfram en vonandi muni horfa til betri vegar á næsta ári. Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar.Vísir/Sigurjón Hjá bílasölum er það framleiðsluvandi og íhlutaskortur sem sett hefur strik í reikninginn. Vandinn hefur ágerst síðustu mánuði, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Biðtími eftir nýjum bílum hafi lengst verulega. „Kúnninn oft sættir sig við kannski sextíu daga en þetta getur verið að teygjast upp í 90, 100 daga.“ Þá ríki oft algjör óvissa um hvenær þeir berist. „Við erum að lenda í málum eins og til dæmis með Volvo, sem er okkar sterkasta vörumerki, við höfum varla fengið bíl í ágúst og september en svo í gær fengum við tölvupóst: þið eruð að fá þrjú hundruð og fjörutíu bíla á næstu þremur mánuðum.“ Ástandið byrju líklega að skána næsta vor. „Verður sennilega leyst næsta haust en það er eins og með mörg vandamál, þau verða alveg rosalega erfið áður en þau fara að batna,“ segir Egill. Umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið má sjá hér fyrir neðan.
IKEA Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira