Aðstoðað fimmtán ökumenn á sama blettinum Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 19:47 Fjölmargir bílar hafa lent í krapa við Reynisfjall í dag. Bryndís Fanney Harðardóttir Á annan tug bíla hafa farið út af veginum við Reynisfjall í dag en mjög hvasst hefur verið á svæðinu. Fylgdarakstur er nú yfir fjallið en veginum verður lokað klukkan 21 vegna vonskuveðurs og ofankomu. Dagurinn hefur verið annasamur hjá Bryndísi Fanneyju Harðardóttur sem starfar ásamt eiginmanni sínum hjá bifreiðaverkstæðinu og dráttarþjónustunni Framrás í Vík. Þau voru búin að koma fimmtán ökumönnum til aðstoðar á sjötta tímanum í dag en vinnudagurinn hófst klukkan níu í morgun. Ekki sér enn fyrir endann á honum. Öll ökutækin fóru út af þjóðveginum á nokkurra kílómetra kafla norðan við Reynisfjall þar sem vindhviður hafa farið yfir 30 metra á sekúndu. Að sögn Bryndísar er nær eingöngu um að ræða erlenda ferðamenn sem vildu ekki láta veðurviðvaranir trufla þétta dagskrá. Haldi að þau séu á vetrardekkjum Bryndís segir að fjölmargir ferðamenn telji sig vera á vetrardekkjum en svo sé gjarnan ekki. „Þeir spyrja bílaleigurnar hvort það séu vetrardekk undir bílnum og þeim er sagt það en svo eru þeir bara á sumardekkjum.“ Um sé að ræða mjög alvarlegt mál ef satt reynist en hún telur að flestir hafi verið búnir að heyra af veðrinu. „Það virðist vera en það fer samt, sem er auðvitað ekki nógu gott. Þetta fólk á klárlega ekki að vera á ferðinni.“ Margir séu á svefnbílum eða svokölluðum camperum og um borð séu einstaklingar allt frá tveggja ára aldri og upp í gamalmenni. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og sérstaklega varað við sterkum hviðum við fjöll. Ökutækjum af öllum stærðum og gerðum hafa átt erfitt með að komast aftur inn á þjóðveginn. Bryndís Fanney Harðardóttir Keyri oft út af að ástæðulausu Bryndís segir að aðstæðurnar við Reynisfjall komi ökumönnum gjarnan á óvart og þeir keyri oft út af þjóðveginum að ástæðulausu og fljóti þar upp í krapa. Slæm færð hafi verið á veginum og mokstursmenn hafi ekki undan. „Ökumennirnir eru bara hræddir, ráða illa við bílinn og þá skella þeir sér út af.“ Greinilegt sé að fólk sé með stífa dagskrá og velji að taka áhættuna til að halda áætlun og krossa í öll boxin á listanum. „Við biðjum alla um að fara ekki lengra en það er allur gangur á því. Við höfum gáð að því þegar við komum í þorpið og þá eru þeir farnir,“ segir Bryndís. Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Dagurinn hefur verið annasamur hjá Bryndísi Fanneyju Harðardóttur sem starfar ásamt eiginmanni sínum hjá bifreiðaverkstæðinu og dráttarþjónustunni Framrás í Vík. Þau voru búin að koma fimmtán ökumönnum til aðstoðar á sjötta tímanum í dag en vinnudagurinn hófst klukkan níu í morgun. Ekki sér enn fyrir endann á honum. Öll ökutækin fóru út af þjóðveginum á nokkurra kílómetra kafla norðan við Reynisfjall þar sem vindhviður hafa farið yfir 30 metra á sekúndu. Að sögn Bryndísar er nær eingöngu um að ræða erlenda ferðamenn sem vildu ekki láta veðurviðvaranir trufla þétta dagskrá. Haldi að þau séu á vetrardekkjum Bryndís segir að fjölmargir ferðamenn telji sig vera á vetrardekkjum en svo sé gjarnan ekki. „Þeir spyrja bílaleigurnar hvort það séu vetrardekk undir bílnum og þeim er sagt það en svo eru þeir bara á sumardekkjum.“ Um sé að ræða mjög alvarlegt mál ef satt reynist en hún telur að flestir hafi verið búnir að heyra af veðrinu. „Það virðist vera en það fer samt, sem er auðvitað ekki nógu gott. Þetta fólk á klárlega ekki að vera á ferðinni.“ Margir séu á svefnbílum eða svokölluðum camperum og um borð séu einstaklingar allt frá tveggja ára aldri og upp í gamalmenni. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og sérstaklega varað við sterkum hviðum við fjöll. Ökutækjum af öllum stærðum og gerðum hafa átt erfitt með að komast aftur inn á þjóðveginn. Bryndís Fanney Harðardóttir Keyri oft út af að ástæðulausu Bryndís segir að aðstæðurnar við Reynisfjall komi ökumönnum gjarnan á óvart og þeir keyri oft út af þjóðveginum að ástæðulausu og fljóti þar upp í krapa. Slæm færð hafi verið á veginum og mokstursmenn hafi ekki undan. „Ökumennirnir eru bara hræddir, ráða illa við bílinn og þá skella þeir sér út af.“ Greinilegt sé að fólk sé með stífa dagskrá og velji að taka áhættuna til að halda áætlun og krossa í öll boxin á listanum. „Við biðjum alla um að fara ekki lengra en það er allur gangur á því. Við höfum gáð að því þegar við komum í þorpið og þá eru þeir farnir,“ segir Bryndís.
Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29
Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40