Aðstoðað fimmtán ökumenn á sama blettinum Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 19:47 Fjölmargir bílar hafa lent í krapa við Reynisfjall í dag. Bryndís Fanney Harðardóttir Á annan tug bíla hafa farið út af veginum við Reynisfjall í dag en mjög hvasst hefur verið á svæðinu. Fylgdarakstur er nú yfir fjallið en veginum verður lokað klukkan 21 vegna vonskuveðurs og ofankomu. Dagurinn hefur verið annasamur hjá Bryndísi Fanneyju Harðardóttur sem starfar ásamt eiginmanni sínum hjá bifreiðaverkstæðinu og dráttarþjónustunni Framrás í Vík. Þau voru búin að koma fimmtán ökumönnum til aðstoðar á sjötta tímanum í dag en vinnudagurinn hófst klukkan níu í morgun. Ekki sér enn fyrir endann á honum. Öll ökutækin fóru út af þjóðveginum á nokkurra kílómetra kafla norðan við Reynisfjall þar sem vindhviður hafa farið yfir 30 metra á sekúndu. Að sögn Bryndísar er nær eingöngu um að ræða erlenda ferðamenn sem vildu ekki láta veðurviðvaranir trufla þétta dagskrá. Haldi að þau séu á vetrardekkjum Bryndís segir að fjölmargir ferðamenn telji sig vera á vetrardekkjum en svo sé gjarnan ekki. „Þeir spyrja bílaleigurnar hvort það séu vetrardekk undir bílnum og þeim er sagt það en svo eru þeir bara á sumardekkjum.“ Um sé að ræða mjög alvarlegt mál ef satt reynist en hún telur að flestir hafi verið búnir að heyra af veðrinu. „Það virðist vera en það fer samt, sem er auðvitað ekki nógu gott. Þetta fólk á klárlega ekki að vera á ferðinni.“ Margir séu á svefnbílum eða svokölluðum camperum og um borð séu einstaklingar allt frá tveggja ára aldri og upp í gamalmenni. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og sérstaklega varað við sterkum hviðum við fjöll. Ökutækjum af öllum stærðum og gerðum hafa átt erfitt með að komast aftur inn á þjóðveginn. Bryndís Fanney Harðardóttir Keyri oft út af að ástæðulausu Bryndís segir að aðstæðurnar við Reynisfjall komi ökumönnum gjarnan á óvart og þeir keyri oft út af þjóðveginum að ástæðulausu og fljóti þar upp í krapa. Slæm færð hafi verið á veginum og mokstursmenn hafi ekki undan. „Ökumennirnir eru bara hræddir, ráða illa við bílinn og þá skella þeir sér út af.“ Greinilegt sé að fólk sé með stífa dagskrá og velji að taka áhættuna til að halda áætlun og krossa í öll boxin á listanum. „Við biðjum alla um að fara ekki lengra en það er allur gangur á því. Við höfum gáð að því þegar við komum í þorpið og þá eru þeir farnir,“ segir Bryndís. Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira
Dagurinn hefur verið annasamur hjá Bryndísi Fanneyju Harðardóttur sem starfar ásamt eiginmanni sínum hjá bifreiðaverkstæðinu og dráttarþjónustunni Framrás í Vík. Þau voru búin að koma fimmtán ökumönnum til aðstoðar á sjötta tímanum í dag en vinnudagurinn hófst klukkan níu í morgun. Ekki sér enn fyrir endann á honum. Öll ökutækin fóru út af þjóðveginum á nokkurra kílómetra kafla norðan við Reynisfjall þar sem vindhviður hafa farið yfir 30 metra á sekúndu. Að sögn Bryndísar er nær eingöngu um að ræða erlenda ferðamenn sem vildu ekki láta veðurviðvaranir trufla þétta dagskrá. Haldi að þau séu á vetrardekkjum Bryndís segir að fjölmargir ferðamenn telji sig vera á vetrardekkjum en svo sé gjarnan ekki. „Þeir spyrja bílaleigurnar hvort það séu vetrardekk undir bílnum og þeim er sagt það en svo eru þeir bara á sumardekkjum.“ Um sé að ræða mjög alvarlegt mál ef satt reynist en hún telur að flestir hafi verið búnir að heyra af veðrinu. „Það virðist vera en það fer samt, sem er auðvitað ekki nógu gott. Þetta fólk á klárlega ekki að vera á ferðinni.“ Margir séu á svefnbílum eða svokölluðum camperum og um borð séu einstaklingar allt frá tveggja ára aldri og upp í gamalmenni. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og sérstaklega varað við sterkum hviðum við fjöll. Ökutækjum af öllum stærðum og gerðum hafa átt erfitt með að komast aftur inn á þjóðveginn. Bryndís Fanney Harðardóttir Keyri oft út af að ástæðulausu Bryndís segir að aðstæðurnar við Reynisfjall komi ökumönnum gjarnan á óvart og þeir keyri oft út af þjóðveginum að ástæðulausu og fljóti þar upp í krapa. Slæm færð hafi verið á veginum og mokstursmenn hafi ekki undan. „Ökumennirnir eru bara hræddir, ráða illa við bílinn og þá skella þeir sér út af.“ Greinilegt sé að fólk sé með stífa dagskrá og velji að taka áhættuna til að halda áætlun og krossa í öll boxin á listanum. „Við biðjum alla um að fara ekki lengra en það er allur gangur á því. Við höfum gáð að því þegar við komum í þorpið og þá eru þeir farnir,“ segir Bryndís.
Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29 Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Sjá meira
Björgunarsveitarfólk á tánum vegna hvellsins í kvöld Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag á suðurströndinni og á Vestfjörðum en búast má við nokkrum hvelli í kvöld. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar að þau séu komin í veturgírinn. 17. október 2021 12:29
Snjó festi víða í nótt Fólk sem var snemma á ferð í morgun þurfti líklega að skafa af bílum sínum þar sem snjó festi á Suður- og Vesturlandi, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. 17. október 2021 10:40