Geðheilbrigði í brennidepli Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 18. október 2021 19:00 Fjármagn til geðheilbrigðismála er ekki í takt við umfang málaflokksins. Skiptar skoðanir eru um áherslur og útfærslu geðheilbrigðisþjónustunnar. Stjórnvöld styðjast við niðurstöður rannsókna og þá skapast strax vandi því rannsóknir sýna að mismunandi leiðir eru batahvetjandi og hefðbundnar lausnir ekki endilega þær bestu. Það er löngu tímabært að rýna þjónustuna, meta árangurinn; á hvern hátt hún þjónar notendum, aðstandendum og samfélaginu í heild sinni. Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í baráttunni fyrir bættu geðheilbrigði í landinu (gedhjalp.is). Einn punkturinn er skipun Geðráðs. Geðhjálp hefur óskað eftir því að stjórnvöld skapi vettvang þar sem ólík sjónarmið og hagsmunir mætist, skipst sé á skoðunum og mál eins og hvort þjónustan spegli meira áherslur heilbrigðisstarfsfólks í stað þeirra sem þurfa að nota þjónustuna rædd. Nauðung er dæmi um mál þar sem ólík sjónarmið eru uppi og ef reynsla notenda er að sú nálgun valdi meiri skaða en upphaflegt vandamál verður að finna aðrar betri lausnir. Hagsmunir geðheilbrigðisstétta mega ekki hamla framþróun s.s. eins og að fá alla að borðinu sem eru í vanda og finna sameiginlegar lausnir, nefnt opið samtal (open-dialogue.net). Niðurstöður þeirrar nálgunar eru þær bestu í hinum vestræna hluta heimsins. Um 75% þeirra sem fá geðrof hafa skilað sér til vinnu innan tveggja ára og aðeins 20% af hópnum var á geðrofslyfjum. Skjólshús (Safe house) er val við innlögn á geðdeild, þar sem meirihluti starfsmanna hefur notendareynslu sem og lyfjalausar geðdeildir. Stjórnvöld í Noregi settu lyfjalausa nálgun á oddinn strax 2010, sem varð síðan að veruleika með opnum lyfjalausra geðdeilda 2015. Umræðan upp á síðkastið hefur t.d. snúist um að of fáir geðlæknar séu starfandi, löng bið sé eftir þjónustu þeirra og fækkun geðlækna inni á Landspítalanum. Þegar kemur að fjölda geðlækna hér á landi miðað við höfðatölu erum við Íslendingar með þeim hæstu í Evrópu. Ef hugmyndafræðilegar áherslur breytast verður þunginn meira á sálfélags- og samfélagslegar aðgerðir. Áherslur verða meira á umhverfisþætti, þverfaglegar áherslur og þátttöku almennings við að bæta geðheilbrigði. Geðlæknastéttin sem og aðrar geðheilbrigðisstéttir munu þurfa að endurskoða sína starfshætti og nálganir á næstunni og betrumbæta menntun sína. Aðalþunginn er enn á vanda fólks í stað þess að skoða ytri áhrifaþætti s.s. ójöfnuð, fordóma, mismunun, fátækt, uppeldiskilyrði, vanrækslu, einangrun og tengslarof á geðheilsu og heilbrigði. Hefðbundnar stéttir eru ekki endilega best til þess fallnar að vera verkstjórar, samhæfa þjónustuna, hafa yfirsýn og sjá til þess samfella verði í þjónustunni. Þjónustan þróast enn miðað við þarfir og áherslur geðheilbrigðisstétta þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda að reyna að breyta þeirri nálgun; hafa notendur með í ráðum og auka fjármagn í kerfið. Þjónustan þarf að færast frá stofnunum, skrifstofum og inn á heimilin, í skólana og á vinnustaðina. Út í samfélagið. Fleiri störf þarf að skapa fyrir fólk með notendareynslu; gera reynslu þeirra eftirsóknarverða og verðmæta. Þekking á umhverfisþáttum mun breyta mikilvægi stétta. Forvarnir felast í stuðningi við foreldra í uppeldishlutverkinu, lífsleikni, sköpunargreinum og áherslu á hæfileika nemenda í skólakerfinu, og að vinnustaðir geri sér grein fyrir að mikilvægu hlutverki sínu í eflingu geðheilbrigðis. Það er synd að okkur hafi ekki tekist að finna fjölþættari leiðir til að styðja betur við þá sem geta unnið að hluta, því það eru margir sem vilja og geta unnið en kerfið hindrar. Góð úrræði og hugmyndir öllum til góðs hafa sprottið frá fólki með reynslu. Geðrækt var komið á hér á landi fyrir atbeina notanda sem vildi efla geðheilsu allra landsmanna, Blátt áfram vegna systra sem þekktu á eigin skinni, áhrif misnotkunar á heilsu. Þá var hugmyndafræði Klúbbsins Geysis komið á þann hátt að notendur tóku málin í eigin hendur til að koma sínu fólki að á vinnumarkað og Pieta samtökin var komið á fyrir atbeina aðstandendur sem höfðu misst nákominn vegna sjálfsvígs. Kæru valdhafar, eða öllu heldur þið sem farið með þjónustuumboðið: Komið á vettvangi þar sem ólík sjónarmið mætast, þar sem þekking sem sprottinn er úr mismunandi ranni er viðurkennd, þar sem sérhagsmunir verða að víkja og ein nálgun eða stétt er ekki svarið. Ef orðræðan heldur áfram að snúast um skort og aðskilnað þá drögumst við hin inn þá umræðu og finnst við sjálf aldrei verða nóg. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Elín Ebba Ásmundsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fjármagn til geðheilbrigðismála er ekki í takt við umfang málaflokksins. Skiptar skoðanir eru um áherslur og útfærslu geðheilbrigðisþjónustunnar. Stjórnvöld styðjast við niðurstöður rannsókna og þá skapast strax vandi því rannsóknir sýna að mismunandi leiðir eru batahvetjandi og hefðbundnar lausnir ekki endilega þær bestu. Það er löngu tímabært að rýna þjónustuna, meta árangurinn; á hvern hátt hún þjónar notendum, aðstandendum og samfélaginu í heild sinni. Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í baráttunni fyrir bættu geðheilbrigði í landinu (gedhjalp.is). Einn punkturinn er skipun Geðráðs. Geðhjálp hefur óskað eftir því að stjórnvöld skapi vettvang þar sem ólík sjónarmið og hagsmunir mætist, skipst sé á skoðunum og mál eins og hvort þjónustan spegli meira áherslur heilbrigðisstarfsfólks í stað þeirra sem þurfa að nota þjónustuna rædd. Nauðung er dæmi um mál þar sem ólík sjónarmið eru uppi og ef reynsla notenda er að sú nálgun valdi meiri skaða en upphaflegt vandamál verður að finna aðrar betri lausnir. Hagsmunir geðheilbrigðisstétta mega ekki hamla framþróun s.s. eins og að fá alla að borðinu sem eru í vanda og finna sameiginlegar lausnir, nefnt opið samtal (open-dialogue.net). Niðurstöður þeirrar nálgunar eru þær bestu í hinum vestræna hluta heimsins. Um 75% þeirra sem fá geðrof hafa skilað sér til vinnu innan tveggja ára og aðeins 20% af hópnum var á geðrofslyfjum. Skjólshús (Safe house) er val við innlögn á geðdeild, þar sem meirihluti starfsmanna hefur notendareynslu sem og lyfjalausar geðdeildir. Stjórnvöld í Noregi settu lyfjalausa nálgun á oddinn strax 2010, sem varð síðan að veruleika með opnum lyfjalausra geðdeilda 2015. Umræðan upp á síðkastið hefur t.d. snúist um að of fáir geðlæknar séu starfandi, löng bið sé eftir þjónustu þeirra og fækkun geðlækna inni á Landspítalanum. Þegar kemur að fjölda geðlækna hér á landi miðað við höfðatölu erum við Íslendingar með þeim hæstu í Evrópu. Ef hugmyndafræðilegar áherslur breytast verður þunginn meira á sálfélags- og samfélagslegar aðgerðir. Áherslur verða meira á umhverfisþætti, þverfaglegar áherslur og þátttöku almennings við að bæta geðheilbrigði. Geðlæknastéttin sem og aðrar geðheilbrigðisstéttir munu þurfa að endurskoða sína starfshætti og nálganir á næstunni og betrumbæta menntun sína. Aðalþunginn er enn á vanda fólks í stað þess að skoða ytri áhrifaþætti s.s. ójöfnuð, fordóma, mismunun, fátækt, uppeldiskilyrði, vanrækslu, einangrun og tengslarof á geðheilsu og heilbrigði. Hefðbundnar stéttir eru ekki endilega best til þess fallnar að vera verkstjórar, samhæfa þjónustuna, hafa yfirsýn og sjá til þess samfella verði í þjónustunni. Þjónustan þróast enn miðað við þarfir og áherslur geðheilbrigðisstétta þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda að reyna að breyta þeirri nálgun; hafa notendur með í ráðum og auka fjármagn í kerfið. Þjónustan þarf að færast frá stofnunum, skrifstofum og inn á heimilin, í skólana og á vinnustaðina. Út í samfélagið. Fleiri störf þarf að skapa fyrir fólk með notendareynslu; gera reynslu þeirra eftirsóknarverða og verðmæta. Þekking á umhverfisþáttum mun breyta mikilvægi stétta. Forvarnir felast í stuðningi við foreldra í uppeldishlutverkinu, lífsleikni, sköpunargreinum og áherslu á hæfileika nemenda í skólakerfinu, og að vinnustaðir geri sér grein fyrir að mikilvægu hlutverki sínu í eflingu geðheilbrigðis. Það er synd að okkur hafi ekki tekist að finna fjölþættari leiðir til að styðja betur við þá sem geta unnið að hluta, því það eru margir sem vilja og geta unnið en kerfið hindrar. Góð úrræði og hugmyndir öllum til góðs hafa sprottið frá fólki með reynslu. Geðrækt var komið á hér á landi fyrir atbeina notanda sem vildi efla geðheilsu allra landsmanna, Blátt áfram vegna systra sem þekktu á eigin skinni, áhrif misnotkunar á heilsu. Þá var hugmyndafræði Klúbbsins Geysis komið á þann hátt að notendur tóku málin í eigin hendur til að koma sínu fólki að á vinnumarkað og Pieta samtökin var komið á fyrir atbeina aðstandendur sem höfðu misst nákominn vegna sjálfsvígs. Kæru valdhafar, eða öllu heldur þið sem farið með þjónustuumboðið: Komið á vettvangi þar sem ólík sjónarmið mætast, þar sem þekking sem sprottinn er úr mismunandi ranni er viðurkennd, þar sem sérhagsmunir verða að víkja og ein nálgun eða stétt er ekki svarið. Ef orðræðan heldur áfram að snúast um skort og aðskilnað þá drögumst við hin inn þá umræðu og finnst við sjálf aldrei verða nóg. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun