Skrif Páls Vilhjálmssonar til skoðunar hjá skólanum Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2021 11:48 Að sögn Kristins Þorsteinssonar skólameistara hafa skólanum borist á annan tug erinda þar sem gerðar eru athugasemdir við skrif Páls. Fjölbrautarskólinn í Garðabæ/Vísir/Egill Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ segir að þegar hafi á annan tug erinda borist skólanum vegna skrifa Páls Vilhjálmssonar. Páll starfar sem kennari við skólann en hefur samhliða því vakið athygli fyrir afdráttarlaus skrif á bloggsíðu sína sem svo Morgunblaðið vitnar með reglubundnum hætti í. Sjaldan hafa þó skrif Páls vakið eins hörð viðbrögð og nýlega þar sem Páll taldi staðfest, eftir að Helgi Seljan blaðamaður greindi frá því að hann hefði farið á geðdeild, að fréttaflutningur hans af málefnum Samherja væri þar með ómarktækur. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Samfélagsmiðlar og athugasemdakerfi hafa logað eftir að málið kom upp. Kristinn segir í samtali við Vísi að skrifin hafi vissulega verið til umræðu innan Fjölbrautar í Garðabæ og sitt sýndist hverjum. Og þá hafi skólanum borist á annan tug erinda þar sem gerðar eru athugasemdir við skrif Páls. „Þetta er erfitt viðfangs. Hvar lýkur vinnunni og hvar ekki? Það er alltaf að trufla menn svolítið. En við erum að skoða málið og erum rétt byrjuð á því. En erindunum hefur öllum verið svarað á sama veg; að málið sé til skoðunar.“ Störf í voða vegna umdeildra skoðana Umdeilanlegt hlýtur að teljast að menn hætti störfum sínum með að tjá skoðanir en slík tilvik þekkjast: Snorra Óskarssyni, sem kenndur hefur verið við hvítasunnusöfnuðinn í Betel, var sagt upp störfum við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012 eftir að hann birti pistil á sinni bloggfærslu. Sú uppsögn var dæmd ólögmæt. Þá var Kristinn Sigurjónsson lektor rekinn frá Háskólanum í Reykjavík vegna ummæla sem hann lét falla á lokuðum Facebookhópi. Kristinn kærði málið en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir dómsstólum. Málið reyndist mjög umdeilt. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem skrif Páls eru sett í samhengi við störf hans. Flókið mál úrlausnar Svo virðist sem fólk sé sérlega viðkvæmt fyrir umdeildum skoðunum ef viðkomandi fæst við kennslustörf? „Það er rétt. Og það er til eitthvað sem heita siðareglur kennara sem er að finna á heimasíðu Kennarasambands Íslands. Opnar öllum,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að málið sé ekki einfalt úrlausnar. „Það er auðvelt að kalla eftir höfði manna og fólk hugsar það ekki til enda hvaða áhrif það hefur á almenna umræðu; ef skoðanir manna geta haft þær afleiðingar. En það liggur ekkert fyrir um hver viðbrögð innan skólans verða, þetta er bara til skoðunar.“ Fjölmiðlar Framhaldsskólar Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Páll starfar sem kennari við skólann en hefur samhliða því vakið athygli fyrir afdráttarlaus skrif á bloggsíðu sína sem svo Morgunblaðið vitnar með reglubundnum hætti í. Sjaldan hafa þó skrif Páls vakið eins hörð viðbrögð og nýlega þar sem Páll taldi staðfest, eftir að Helgi Seljan blaðamaður greindi frá því að hann hefði farið á geðdeild, að fréttaflutningur hans af málefnum Samherja væri þar með ómarktækur. Vísir fjallaði ítarlega um málið í gær. Samfélagsmiðlar og athugasemdakerfi hafa logað eftir að málið kom upp. Kristinn segir í samtali við Vísi að skrifin hafi vissulega verið til umræðu innan Fjölbrautar í Garðabæ og sitt sýndist hverjum. Og þá hafi skólanum borist á annan tug erinda þar sem gerðar eru athugasemdir við skrif Páls. „Þetta er erfitt viðfangs. Hvar lýkur vinnunni og hvar ekki? Það er alltaf að trufla menn svolítið. En við erum að skoða málið og erum rétt byrjuð á því. En erindunum hefur öllum verið svarað á sama veg; að málið sé til skoðunar.“ Störf í voða vegna umdeildra skoðana Umdeilanlegt hlýtur að teljast að menn hætti störfum sínum með að tjá skoðanir en slík tilvik þekkjast: Snorra Óskarssyni, sem kenndur hefur verið við hvítasunnusöfnuðinn í Betel, var sagt upp störfum við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012 eftir að hann birti pistil á sinni bloggfærslu. Sú uppsögn var dæmd ólögmæt. Þá var Kristinn Sigurjónsson lektor rekinn frá Háskólanum í Reykjavík vegna ummæla sem hann lét falla á lokuðum Facebookhópi. Kristinn kærði málið en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir dómsstólum. Málið reyndist mjög umdeilt. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem skrif Páls eru sett í samhengi við störf hans. Flókið mál úrlausnar Svo virðist sem fólk sé sérlega viðkvæmt fyrir umdeildum skoðunum ef viðkomandi fæst við kennslustörf? „Það er rétt. Og það er til eitthvað sem heita siðareglur kennara sem er að finna á heimasíðu Kennarasambands Íslands. Opnar öllum,“ segir Kristinn. Hann segir jafnframt að málið sé ekki einfalt úrlausnar. „Það er auðvelt að kalla eftir höfði manna og fólk hugsar það ekki til enda hvaða áhrif það hefur á almenna umræðu; ef skoðanir manna geta haft þær afleiðingar. En það liggur ekkert fyrir um hver viðbrögð innan skólans verða, þetta er bara til skoðunar.“
Fjölmiðlar Framhaldsskólar Dómsmál Samfélagsmiðlar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira