Íbúar í Fellunum lögðu verktaka í tugmilljóna deilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2021 19:32 Loftmynd af Breiðholti. Vísir/Vilhelm Verktakafyrirtækið Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. hefur verið dæmt til að greiða húsfélaginu Torfufelli 23-35 í Breiðholti 34 milljónir króna í nærri áratuga langri deilu um framkvæmdir á fjölbýlishúsinu. Málið má rekja til þess að árið 2009 var ákveðið að fá verkfræðistofu til að gera ástandsúttekt á húsinu og kostnaðaráætlun vegna viðhaldsframkvæmda. THG Arkitektar ehf. voru fengnir til verksins. Í skýrslu þeirra kom fram að húsið þarfnaðist töluverðra viðgerða. Samþykkti húsfélagið að leita tilboða í utanhúsviðgerðir á grundvelli ástandskýrslunnar, sem talið var nauðsynlegt að fara í. THG sá um að leita tilboða í verkið og fór svo að tilboði Múr- og málningarþjónustunnar Höfn upp á 95 milljónir var tekið. Næturlokun vantaði Framkvæmdirnar voru að einhverju leyti flóknar en í dómi héraðsdóms er það rakið að árið 2011 hafi húsfundur húsfélagsins rætt glugga á framhlið hússins, sem voru hluti af framkvæmdunum. Kom þar fram að næturlokun vantaði og það blési inn um gluggana. Á öðrum fundi sama ár kom fram að fjölmargar svalir þörfnuðust lagfæringa, þéttingar í gluggum væru ekki í lagi, leki væri víða á milli glugga og steons og rakamyndun undir sólbekk. Tekið var fram að athugasemdalistinn hafi ekki verið tæmandi. Árið 2013 leitaðu húsfélagið sér aðstoðar lögmanns til þess að krefjast úrbóta á framkvæmdunum en meðal annars var kvartað yfir því að næturlokanir hafi vantað á glugga, gluggarnir hafi auk þess lélegir og óþéttir og handföngin brotni af þeim við minnstu áreynslu. Fór það svo að lokum að málið fór fyrir dóm og stefndi húsfélagið verkatakfyrirtækinu sem og verkfræðistofunni. Verktakinn bæri ábyrgð á hafa selt glugga sem stæðust ekki kröfur Taldi húsfélagið að verktafyrirtækið bæri faglega ábyrgð vegna vanefnda á verksamningi aðila enda hafi þeim mátt vera ljóst, sem sérfræðingum á þessu sviði, að frágangur ísetning og þétting með nýjum gluggum væri andstæð ákvæðum í byggingarreglugerð og að vinnubrögð væru ófagleg. Þá hélt húsfélagið því fram að Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. bæri ábyrgð á því að hafa selt stefnendum glugga sem standist ekki áskildar og lögákveðnar kröfur byggingarreglugerðar hér á landi og séu í ósamræmi við ákvæði í verksamningi aðila. Taldi húsfélagið einnig að ráðgjöf og eftirlit verkfræðistofunnar hafi verið verulega ábótavant. Alls krafðist húsfélagið 34 milljóna króna í bætur frá verktakanum og átta milljóna króna frá verkfræðistofunni. Ekki í samræmi við kröfur Í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp af dómara ásamt tveimur sérfróðum meðdómsmönnum, segir að húsfélagið hafi sýnt fram á að frágangur og ísetning, sem og þétting og næturlokanir í gluggum sem verktakafyrirtækið sá um hafi ekki verið í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til slíkrara framkvæmdar. Að auki féllst dómurinn á það að verkfræðistofan hefði ekki unnið í samræmi við samning sem gerður var við húsfélagið og ætti húsfélagið því rétt á afslætti vegna vinnu verkfræðistofunnar. Alls þarf verktakafyrirtækið að greiða húsfélaginu 34 milljónir en verkfræðistofan 3,2 milljónir vegna málsins. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2009 var ákveðið að fá verkfræðistofu til að gera ástandsúttekt á húsinu og kostnaðaráætlun vegna viðhaldsframkvæmda. THG Arkitektar ehf. voru fengnir til verksins. Í skýrslu þeirra kom fram að húsið þarfnaðist töluverðra viðgerða. Samþykkti húsfélagið að leita tilboða í utanhúsviðgerðir á grundvelli ástandskýrslunnar, sem talið var nauðsynlegt að fara í. THG sá um að leita tilboða í verkið og fór svo að tilboði Múr- og málningarþjónustunnar Höfn upp á 95 milljónir var tekið. Næturlokun vantaði Framkvæmdirnar voru að einhverju leyti flóknar en í dómi héraðsdóms er það rakið að árið 2011 hafi húsfundur húsfélagsins rætt glugga á framhlið hússins, sem voru hluti af framkvæmdunum. Kom þar fram að næturlokun vantaði og það blési inn um gluggana. Á öðrum fundi sama ár kom fram að fjölmargar svalir þörfnuðust lagfæringa, þéttingar í gluggum væru ekki í lagi, leki væri víða á milli glugga og steons og rakamyndun undir sólbekk. Tekið var fram að athugasemdalistinn hafi ekki verið tæmandi. Árið 2013 leitaðu húsfélagið sér aðstoðar lögmanns til þess að krefjast úrbóta á framkvæmdunum en meðal annars var kvartað yfir því að næturlokanir hafi vantað á glugga, gluggarnir hafi auk þess lélegir og óþéttir og handföngin brotni af þeim við minnstu áreynslu. Fór það svo að lokum að málið fór fyrir dóm og stefndi húsfélagið verkatakfyrirtækinu sem og verkfræðistofunni. Verktakinn bæri ábyrgð á hafa selt glugga sem stæðust ekki kröfur Taldi húsfélagið að verktafyrirtækið bæri faglega ábyrgð vegna vanefnda á verksamningi aðila enda hafi þeim mátt vera ljóst, sem sérfræðingum á þessu sviði, að frágangur ísetning og þétting með nýjum gluggum væri andstæð ákvæðum í byggingarreglugerð og að vinnubrögð væru ófagleg. Þá hélt húsfélagið því fram að Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. bæri ábyrgð á því að hafa selt stefnendum glugga sem standist ekki áskildar og lögákveðnar kröfur byggingarreglugerðar hér á landi og séu í ósamræmi við ákvæði í verksamningi aðila. Taldi húsfélagið einnig að ráðgjöf og eftirlit verkfræðistofunnar hafi verið verulega ábótavant. Alls krafðist húsfélagið 34 milljóna króna í bætur frá verktakanum og átta milljóna króna frá verkfræðistofunni. Ekki í samræmi við kröfur Í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp af dómara ásamt tveimur sérfróðum meðdómsmönnum, segir að húsfélagið hafi sýnt fram á að frágangur og ísetning, sem og þétting og næturlokanir í gluggum sem verktakafyrirtækið sá um hafi ekki verið í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til slíkrara framkvæmdar. Að auki féllst dómurinn á það að verkfræðistofan hefði ekki unnið í samræmi við samning sem gerður var við húsfélagið og ætti húsfélagið því rétt á afslætti vegna vinnu verkfræðistofunnar. Alls þarf verktakafyrirtækið að greiða húsfélaginu 34 milljónir en verkfræðistofan 3,2 milljónir vegna málsins.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira