Um geðveiki og getuna til að tjá sig Steindór Jóhann Erlingsson skrifar 19. október 2021 20:01 Birtingarmyndir geðraskana eru margvíslegar, jafnt á milli einstaklinga sem og á ólíkum tímabilum hjá sömu manneskjunni. Það er því ógerningur að ókönnuðu máli að alhæfa nokkuð um getu þessa fólks til þess að tjá sig opinberlega um mikilvæg mál. Því brá mér nokkuð við að lesa þessi orð Páls Vilhjálmssonar blaðamanns og kennara: „Sá sem er geðveikur er hvorki með [sig] sjálfan né heiminn á hreinu. Annars væri hann ekki geðveikur. Sá sem er læs á sjálfan sig er í standi til að taka ákvarðanir á lífsins vegferð. Til að skilja heiminn í kringum sig þarf maður að botna í sjálfum sér. Skilgreiningin á geðveiki er að tapa áttum, ekki smávegis eða í skamma stund, heldur verulega og til lengri tíma. Sá sem leggst inn á geðdeild er kominn í slíkar ógöngur að aðeins duga stórtæk inngrip læknisvísinda til að færa geðheilsuna í samt lag“. Þessum orðum kennarans er beint að þjóðþekktum einstaklingi sem er einfær um að svara fyrir sig. Orð Páls eru hins vegar þess eðlis að hann virðist dæma alla þá sem þjást af „geðveiki“ til þagnar, sérstaklega þá sem lagst hafa inn á geðdeild. Ég er einn þessara einstaklinga. Frá árinu 2001 hef ég barist með gríðarlega erfiða geðröskun. Á tímabilinu hef ég oft lagst inn á geðdeild, gengist undir svo kallaðar raflækningar og kannast vel við að vera ekki „læs á sjálfan“ mig, en ekkert þessara atriða rændi mig nokkurn tíma getunni til þess að tjá mig opinberlega um flókin og umdeild mál. Á þessu tímabili hef ég meðal annars skrifað hátt í 100 misgóðar blaðagreinar um ýmis álitamál, sem birtust í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Lesbókinni, fimm vísindagreinar sem birtust í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og eina doktorsritgerð, sem ég varði árið 2005. Þegar smiðshöggið var rekið á ritgerðina var ég svo illa „læs á sjálfan“ mig að ég þorði varla út fyrir hússins dyr, hvað þá að fara út fyrir landsteinana til þess að verja ritgerðina. Ég neyddist því að kljást við andmælendurna þrjá í gegnum fjarfundabúnað og svaf 17-21 klukkustund á sólarhring næstu tíu mánuði. Þá komum við að bókinni, Genin okkar, sem ég skrifaði sumarið 2002. Allt þetta sumar var ég illa haldinn af gríðarlegum geðsveiflum, sem urðu þess valdandi að ég lagðist endurtekið inn á geðdeild. Ég var eðlilega undir miklu álagi enda vænti útgefandinn þess að fá handrit bókarinnar í haustbyrjun. Geðlæknirinn hvatti mig því til þess að hafa tölvuna og viðeigandi gögn meðferðis í hvert sinn sem innlög var nauðsynleg. Ég skrifaði líklega 20% bókarinnar inn á geðdeild og þar á meðal þá hluta hennar sem mér þykir vænst um. Bókin ber engan veginn með sér að höfundur hennar var bókstaflega staddur í helvíti á meðan ritun hennar stóð. Auðvitað er vel hægt að vera ósammála efnistökum hennar en ef eitthvað er að marka ritdómana fimm, sem birtust í kjölfar útgáfunnar, þótti hún takast vel. Af þessu má berlega sjá að geðröskun og dvöl á geðdeild gerir fólk ekki sjálfkrafa ófært um að tjá sig opinberlega um umdeild mál. Höfundur er vísindasagnfræðingur og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Birtingarmyndir geðraskana eru margvíslegar, jafnt á milli einstaklinga sem og á ólíkum tímabilum hjá sömu manneskjunni. Það er því ógerningur að ókönnuðu máli að alhæfa nokkuð um getu þessa fólks til þess að tjá sig opinberlega um mikilvæg mál. Því brá mér nokkuð við að lesa þessi orð Páls Vilhjálmssonar blaðamanns og kennara: „Sá sem er geðveikur er hvorki með [sig] sjálfan né heiminn á hreinu. Annars væri hann ekki geðveikur. Sá sem er læs á sjálfan sig er í standi til að taka ákvarðanir á lífsins vegferð. Til að skilja heiminn í kringum sig þarf maður að botna í sjálfum sér. Skilgreiningin á geðveiki er að tapa áttum, ekki smávegis eða í skamma stund, heldur verulega og til lengri tíma. Sá sem leggst inn á geðdeild er kominn í slíkar ógöngur að aðeins duga stórtæk inngrip læknisvísinda til að færa geðheilsuna í samt lag“. Þessum orðum kennarans er beint að þjóðþekktum einstaklingi sem er einfær um að svara fyrir sig. Orð Páls eru hins vegar þess eðlis að hann virðist dæma alla þá sem þjást af „geðveiki“ til þagnar, sérstaklega þá sem lagst hafa inn á geðdeild. Ég er einn þessara einstaklinga. Frá árinu 2001 hef ég barist með gríðarlega erfiða geðröskun. Á tímabilinu hef ég oft lagst inn á geðdeild, gengist undir svo kallaðar raflækningar og kannast vel við að vera ekki „læs á sjálfan“ mig, en ekkert þessara atriða rændi mig nokkurn tíma getunni til þess að tjá mig opinberlega um flókin og umdeild mál. Á þessu tímabili hef ég meðal annars skrifað hátt í 100 misgóðar blaðagreinar um ýmis álitamál, sem birtust í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Lesbókinni, fimm vísindagreinar sem birtust í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum og eina doktorsritgerð, sem ég varði árið 2005. Þegar smiðshöggið var rekið á ritgerðina var ég svo illa „læs á sjálfan“ mig að ég þorði varla út fyrir hússins dyr, hvað þá að fara út fyrir landsteinana til þess að verja ritgerðina. Ég neyddist því að kljást við andmælendurna þrjá í gegnum fjarfundabúnað og svaf 17-21 klukkustund á sólarhring næstu tíu mánuði. Þá komum við að bókinni, Genin okkar, sem ég skrifaði sumarið 2002. Allt þetta sumar var ég illa haldinn af gríðarlegum geðsveiflum, sem urðu þess valdandi að ég lagðist endurtekið inn á geðdeild. Ég var eðlilega undir miklu álagi enda vænti útgefandinn þess að fá handrit bókarinnar í haustbyrjun. Geðlæknirinn hvatti mig því til þess að hafa tölvuna og viðeigandi gögn meðferðis í hvert sinn sem innlög var nauðsynleg. Ég skrifaði líklega 20% bókarinnar inn á geðdeild og þar á meðal þá hluta hennar sem mér þykir vænst um. Bókin ber engan veginn með sér að höfundur hennar var bókstaflega staddur í helvíti á meðan ritun hennar stóð. Auðvitað er vel hægt að vera ósammála efnistökum hennar en ef eitthvað er að marka ritdómana fimm, sem birtust í kjölfar útgáfunnar, þótti hún takast vel. Af þessu má berlega sjá að geðröskun og dvöl á geðdeild gerir fólk ekki sjálfkrafa ófært um að tjá sig opinberlega um umdeild mál. Höfundur er vísindasagnfræðingur og öryrki.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun