Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Lögregla getur ekki fullyrt út frá upptökum úr öryggismyndavélum hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningasalnum á Hótel Borgarnesi. Formaður kjörbréfanefndar segir þetta mikilvægar upplýsingar frá lögreglu en að nefndin þurfi þó að skoða málið í heild.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við þingmann sem missti jöfnunarsæti sitt eftir endurtalningu.

Dæmi eru um að grunnskólabörn hafi ítrekað verið send í sóttkví í haust. Við ræðum við skólastjóra um umfangsmiklar smitrakningar innan skólakerfisins og sóttvarnalækni sem telur ekki óhætt að slaka á skilyrðum.

Einnig fjöllum við um gríðarlegar hækkanir á bensínverði sem er nú í hæstu hæðum og sjáum myndband sem strætisvagnstjóri tók undir stýri. Strætó hefur borist fjöldi ábendinga um málið, enda ólöglegt að taka myndir undir stýri.

Þá fylgjumst við með æfingu á nýjum söngleik byggðum á lögum Rúnars Júlíussonar og kynnum okkur kaffihús sem til stendur að opna vegna uppbyggingar á útsýnispalli á Bolafjalli.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×