Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2021 19:20 Samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans verður nægt framboð á nýjum íbúðum á næstu þremur árum. Vísir/Vilhelm Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. Góðu fréttirnar í þjóðhagsspánni eru að hagvöxtur verði 5,1 prósent á þessu ári og 5,5 prósent á því næsta sem eru mikil umskipti frá 6,5 prósenta samdrætti í fyrra. Atvinnuleysi minnki hratt, ferðaþjónustan að taka við sér og stór loðnuvertíð framundan. Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að verðbólgan nái ekki 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans fyrr en haustið 2023. Þá verði meginvextir hans komnir í 4,25 prósent en þeir eru 1,5 prósent í dag. Það þýðir að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilegum vöxtum og nýjum húsnæðislánum fari stighækkandi næstu tvö árin. Una Jónsdóttir hagfræðingur Landsbankans segir sveiflur mun meiri á íslenskum byggingarmarkaði en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Engu að síður hefur hagdeild Landsbankans ekki áhyggjur af húsnæðismarkaðnum, að sögn Unu Jónsdóttur hagfræðings hjá bankanum. „Við teljum líkur á að húsnæðismarkaðurinn færist smám saman í átt að jafnvægi. Auðvitað hafa hækkanir verið mjög miklar upp á síðkastið en við spáum því að það hægi aðeins á,“ segir Una. Það taki tíma fyrir aðgerðir Seðlabankans með vaxtahækkunum og þaki á greiðslubyrði og veðhlutföllum að virka. Mun meiri sveiflur eru í byggingu íbúða á Íslandi milli ára en á hinum Norðurlöndunum.grafík/Ragnar Visage Í þjóðhagsspánni kemur fram að húsnæðismarkaðurinn hér einkennist af meiri sveifum en á hinum Norðurlöndunum. Þrátt fyrir meiri sveiflur í fjölda nýrra íbúða hér á landi en á hinum Norðurlöndunum eru að jafnaði byggðar fleiri íbúðir á Íslandi á hverju ári en í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.grafík/Ragnar Visage Hér séu þó að jafnaði byggðar fleiri íbúðir á hverja hundrað þúsund íbúa en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Árið 2023 verði íbúðafjárfestingin komin í 185 milljarða eða nánast sömu upphæð á föstu verðlagi og ári fyrir hrun árið 2007. Samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans verður fjárfesting í íbúðahúsnæði komin í 185 milljarða árið 2024 eða svipaða fjárhæð og skömmu fyrir hrun árið 2007 á föstu verðlagi 2020.grafík/Ragnar Visage Una segir að samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu væru horfur góðar um fjölda fullbúinna íbúða á markaði. „Þau gera ráð fyrir að þær verði tvö þúsund á næsta ári og tvö þúsund og þrjú hundruð árið á eftir. Ef okkur fjölgar að jafnaði á sama hraða og áður og um það bil jafn margir búi í íbúð og verið hefur þurfa um það bil 1.800 fullbúnar íbúðir að skila sér árlega á næstu árum,“ segir Una. Samkvæmt þjóðhagsspánni muni íbúðaverð hækka um 14 prósent milli ára á þessu ári en hækkunin verði minni á næsta ári og árum. Hér sést hvernig íbúðaverð hækkaði um 35 prósent skömmu fyrir hrun árið 2007. Landsbankinn spáir því að íbúðaverð hækki um 14 prósent á þessu ári.grafík/Ragnar Visage „Íbúðaverð mun hækka áfram en kannski um sirka níu prósent á næsta ári. Svo dettur það niður í fjögur og fimm prósent hækkanir milli ára,“ segir Una Jónsdóttir. Húsnæðismál Efnahagsmál Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðnuveiðar Tengdar fréttir Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7. október 2021 20:31 Sótt að meirihlutanum í Reykjavík vegna íbúðaskorts „Það verður erfitt fyrir meirihlutann að sækja sér umboð í næstu kosningum ef þessi tillaga nú verður felld,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem vilja flýtimeðferð á byggingu 3.000 íbúða í borginni. 18. október 2021 06:29 Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. 18. október 2021 14:32 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira
Góðu fréttirnar í þjóðhagsspánni eru að hagvöxtur verði 5,1 prósent á þessu ári og 5,5 prósent á því næsta sem eru mikil umskipti frá 6,5 prósenta samdrætti í fyrra. Atvinnuleysi minnki hratt, ferðaþjónustan að taka við sér og stór loðnuvertíð framundan. Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að verðbólgan nái ekki 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans fyrr en haustið 2023. Þá verði meginvextir hans komnir í 4,25 prósent en þeir eru 1,5 prósent í dag. Það þýðir að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilegum vöxtum og nýjum húsnæðislánum fari stighækkandi næstu tvö árin. Una Jónsdóttir hagfræðingur Landsbankans segir sveiflur mun meiri á íslenskum byggingarmarkaði en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Engu að síður hefur hagdeild Landsbankans ekki áhyggjur af húsnæðismarkaðnum, að sögn Unu Jónsdóttur hagfræðings hjá bankanum. „Við teljum líkur á að húsnæðismarkaðurinn færist smám saman í átt að jafnvægi. Auðvitað hafa hækkanir verið mjög miklar upp á síðkastið en við spáum því að það hægi aðeins á,“ segir Una. Það taki tíma fyrir aðgerðir Seðlabankans með vaxtahækkunum og þaki á greiðslubyrði og veðhlutföllum að virka. Mun meiri sveiflur eru í byggingu íbúða á Íslandi milli ára en á hinum Norðurlöndunum.grafík/Ragnar Visage Í þjóðhagsspánni kemur fram að húsnæðismarkaðurinn hér einkennist af meiri sveifum en á hinum Norðurlöndunum. Þrátt fyrir meiri sveiflur í fjölda nýrra íbúða hér á landi en á hinum Norðurlöndunum eru að jafnaði byggðar fleiri íbúðir á Íslandi á hverju ári en í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.grafík/Ragnar Visage Hér séu þó að jafnaði byggðar fleiri íbúðir á hverja hundrað þúsund íbúa en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Árið 2023 verði íbúðafjárfestingin komin í 185 milljarða eða nánast sömu upphæð á föstu verðlagi og ári fyrir hrun árið 2007. Samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans verður fjárfesting í íbúðahúsnæði komin í 185 milljarða árið 2024 eða svipaða fjárhæð og skömmu fyrir hrun árið 2007 á föstu verðlagi 2020.grafík/Ragnar Visage Una segir að samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu væru horfur góðar um fjölda fullbúinna íbúða á markaði. „Þau gera ráð fyrir að þær verði tvö þúsund á næsta ári og tvö þúsund og þrjú hundruð árið á eftir. Ef okkur fjölgar að jafnaði á sama hraða og áður og um það bil jafn margir búi í íbúð og verið hefur þurfa um það bil 1.800 fullbúnar íbúðir að skila sér árlega á næstu árum,“ segir Una. Samkvæmt þjóðhagsspánni muni íbúðaverð hækka um 14 prósent milli ára á þessu ári en hækkunin verði minni á næsta ári og árum. Hér sést hvernig íbúðaverð hækkaði um 35 prósent skömmu fyrir hrun árið 2007. Landsbankinn spáir því að íbúðaverð hækki um 14 prósent á þessu ári.grafík/Ragnar Visage „Íbúðaverð mun hækka áfram en kannski um sirka níu prósent á næsta ári. Svo dettur það niður í fjögur og fimm prósent hækkanir milli ára,“ segir Una Jónsdóttir.
Húsnæðismál Efnahagsmál Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðnuveiðar Tengdar fréttir Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7. október 2021 20:31 Sótt að meirihlutanum í Reykjavík vegna íbúðaskorts „Það verður erfitt fyrir meirihlutann að sækja sér umboð í næstu kosningum ef þessi tillaga nú verður felld,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem vilja flýtimeðferð á byggingu 3.000 íbúða í borginni. 18. október 2021 06:29 Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. 18. október 2021 14:32 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira
Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7. október 2021 20:31
Sótt að meirihlutanum í Reykjavík vegna íbúðaskorts „Það verður erfitt fyrir meirihlutann að sækja sér umboð í næstu kosningum ef þessi tillaga nú verður felld,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem vilja flýtimeðferð á byggingu 3.000 íbúða í borginni. 18. október 2021 06:29
Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. 18. október 2021 14:32