Hrósaði söngfuglunum í stúkunni og sagði leikmenn sína þá heppnustu í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2021 21:46 Solskjær var sáttur með sína menn en segir þá verða að hætta að gefa mörk. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United var hátt uppi er hann mætti í viðtal eftir magnaðan endurkomu sigur Man United gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu á Old Trafford í kvöld. „Það er svo stór hluti af félaginu. Þetta horn þarna uppi, söngur þeirra hélt leikmönnum gangandi í kvöld. Þessir stuðningsmenn eru þeir bestu í heimi. Það kemur fyrir sem stuðningsmaður að maður er langt niðri en þessi hópur heldur alltaf áfram að syngja.“ „Þrátt fyrir allt fannst mér við spila nokkuð vel í fyrri hálfleik. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk. Það verður að hætta ef við ætlum að lifa fram yfir fimmtugt,“ sagði hinn 48 ára gamli Solskjær. „Við eigum þetta til hjá þessu félagi, þetta er góður ávani að hafa. Persónulega fannst mér við spila vel. Þeir skora fyrra markið upp úr þurru og það síðara kemur úr föstu leikatriði en leikmennirnir gáfust aldrei upp í kvöld,“ sagði Norðmaðurinn um endurkomu kvöldsins. „Ekki vanvirða leikmenn félagsins, þeir eru að spila fyrir Manchester United og vita að þeir eru heppnustu leikmenn í heimi. Allavega þeir 11 sem byrjuðu leikinn og þeir sem komu inn af bekknum. Það eru margar milljónir krakka, stráka og stelpna, þarna úti í heimi sem dreymir um það.“ Þá fékk Marcus Rashford mikið hrós en hann byrjaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld og skoraði fyrsta mark Man Utd. Hann skoraði einnig í tapinu gegn Leicester City um síðustu helgi og verður mjög mikilvægur í vetur sagði Solskjær. Rashford fór á endanum af velli eftir að hafa fengið högg en þjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur. Hann var þó ekki viss með Fred sem haltraði af velli. Hann gæti verið frá í nokkrar vikur. „Sjáið til þess að þið skorið næsta mark því þá vinnum við leikinn. Ég var viss um að ef við myndum skora þriðja mark leiksins þá myndum við vinna þar sem við vorum að skapa fín færi,“ sagði Solskjær að endingu aðspurður út í hálfleiksræðu sína í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
„Það er svo stór hluti af félaginu. Þetta horn þarna uppi, söngur þeirra hélt leikmönnum gangandi í kvöld. Þessir stuðningsmenn eru þeir bestu í heimi. Það kemur fyrir sem stuðningsmaður að maður er langt niðri en þessi hópur heldur alltaf áfram að syngja.“ „Þrátt fyrir allt fannst mér við spila nokkuð vel í fyrri hálfleik. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk. Það verður að hætta ef við ætlum að lifa fram yfir fimmtugt,“ sagði hinn 48 ára gamli Solskjær. „Við eigum þetta til hjá þessu félagi, þetta er góður ávani að hafa. Persónulega fannst mér við spila vel. Þeir skora fyrra markið upp úr þurru og það síðara kemur úr föstu leikatriði en leikmennirnir gáfust aldrei upp í kvöld,“ sagði Norðmaðurinn um endurkomu kvöldsins. „Ekki vanvirða leikmenn félagsins, þeir eru að spila fyrir Manchester United og vita að þeir eru heppnustu leikmenn í heimi. Allavega þeir 11 sem byrjuðu leikinn og þeir sem komu inn af bekknum. Það eru margar milljónir krakka, stráka og stelpna, þarna úti í heimi sem dreymir um það.“ Þá fékk Marcus Rashford mikið hrós en hann byrjaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld og skoraði fyrsta mark Man Utd. Hann skoraði einnig í tapinu gegn Leicester City um síðustu helgi og verður mjög mikilvægur í vetur sagði Solskjær. Rashford fór á endanum af velli eftir að hafa fengið högg en þjálfarinn hefur ekki miklar áhyggjur. Hann var þó ekki viss með Fred sem haltraði af velli. Hann gæti verið frá í nokkrar vikur. „Sjáið til þess að þið skorið næsta mark því þá vinnum við leikinn. Ég var viss um að ef við myndum skora þriðja mark leiksins þá myndum við vinna þar sem við vorum að skapa fín færi,“ sagði Solskjær að endingu aðspurður út í hálfleiksræðu sína í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira