Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2021 10:43 Steinbergur Finnbogason lögmaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. Þetta segir Steinbergur eftir að dómur var kveðinn upp í Rauðagerðismálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að bana Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins um hlutdeild í verknaðinum. Shpetim var ákærður fyrir að aka Angjelin að Rauðagerði þar sem Angjelin skaut Armando níu sinnum, Claudia var ákærð fyrir að hafa látið Angjelin vita um ferðir Armando og Murat var ákærður fyrir að segja Claudiu hvaða bílum hún ætti að fylgjast með. Steinbergur var lögmaður Antons Kristins Þórarinsson sem var um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Anton var síðar úrskurðaður í farbann vegna málsins en var ekki ákærður. Steinbergur var settur af sem verjandi Antons og fékk stöðu vitnis fyrir að hafa verið í samskiptum við aðra sakborninga. Steinbergur hefur gagnrýnt vinnubrögð lögreglu harðlega vegna rannsóknar málsins og segir dóminn styðja þá gagnrýni. „Mér sýnist þetta vera í anda þess sem vörnin var byggð upp á, að Angjelin hafi verið einn að verki. Og spyr mig um þá staðreynd að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sagt þetta stærstu rannsókn sem hún hefur ráðist í og menn hljóta að fara í verulega naflaskoðun á þeim bænum og skoða þennan dóm í kjölinn og skoða þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í þessu máli,“ segir Steinbergur sem var viðstaddur uppkvaðningu dómsins. „Þarna var reitt töluvert hærra til höggs heldur en ástæða var til að því er virðist í öllum tilvikum,“ segir Steinbergur. Hvers vegna þarf lögreglan að fara í naflaskoðun? „Þessi rannsókn virtist ganga út á að þarna væri um samverknað að ræða og miklu púðri eytt í þáverandi umbjóðanda minn um að hann tengdist þessu með einhverjum hætti. Mér sýnist niðurstaðan vera sú að málið sér einfaldara en lögreglan teiknaði upp og þau leiktjöld sem sett voru upp, meðal annars á fréttamannafundi sem þau héldu, þar sem þau brutu á réttindum sakborninga og sviptu þá verjendum sínum og gengu að mörgu leyti mjög undarlega fram í þessu máli á öllum stigum að því er mér virðist,“ svarar Steinbergur. Hann undirbýr nú skaðabótamál fyrir hönd Antons. „Ég tek fram að ég hef ekki lesið dóminn en mér sýnist að útkoman sýna að málið var allt einfaldara en lögreglan gekk út frá. Ég held að það hafi ekki verið ofsögum sagt að þegar fréttamannafundur var haldinn að umbjóðandi þáverandi væri tengdur málinu þá hefði legið alveg fyrir að hann tengdist þessu ekki neitt,“ segir Steinbergur og bætir við að lokum: „Mér sýnist rannsókn lögreglu vera eitthvað það mesta klúður sem ég hef séð hingað til.“ Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þetta segir Steinbergur eftir að dómur var kveðinn upp í Rauðagerðismálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Angjelin Sterkaj var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að bana Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins um hlutdeild í verknaðinum. Shpetim var ákærður fyrir að aka Angjelin að Rauðagerði þar sem Angjelin skaut Armando níu sinnum, Claudia var ákærð fyrir að hafa látið Angjelin vita um ferðir Armando og Murat var ákærður fyrir að segja Claudiu hvaða bílum hún ætti að fylgjast með. Steinbergur var lögmaður Antons Kristins Þórarinsson sem var um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Anton var síðar úrskurðaður í farbann vegna málsins en var ekki ákærður. Steinbergur var settur af sem verjandi Antons og fékk stöðu vitnis fyrir að hafa verið í samskiptum við aðra sakborninga. Steinbergur hefur gagnrýnt vinnubrögð lögreglu harðlega vegna rannsóknar málsins og segir dóminn styðja þá gagnrýni. „Mér sýnist þetta vera í anda þess sem vörnin var byggð upp á, að Angjelin hafi verið einn að verki. Og spyr mig um þá staðreynd að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sagt þetta stærstu rannsókn sem hún hefur ráðist í og menn hljóta að fara í verulega naflaskoðun á þeim bænum og skoða þennan dóm í kjölinn og skoða þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í þessu máli,“ segir Steinbergur sem var viðstaddur uppkvaðningu dómsins. „Þarna var reitt töluvert hærra til höggs heldur en ástæða var til að því er virðist í öllum tilvikum,“ segir Steinbergur. Hvers vegna þarf lögreglan að fara í naflaskoðun? „Þessi rannsókn virtist ganga út á að þarna væri um samverknað að ræða og miklu púðri eytt í þáverandi umbjóðanda minn um að hann tengdist þessu með einhverjum hætti. Mér sýnist niðurstaðan vera sú að málið sér einfaldara en lögreglan teiknaði upp og þau leiktjöld sem sett voru upp, meðal annars á fréttamannafundi sem þau héldu, þar sem þau brutu á réttindum sakborninga og sviptu þá verjendum sínum og gengu að mörgu leyti mjög undarlega fram í þessu máli á öllum stigum að því er mér virðist,“ svarar Steinbergur. Hann undirbýr nú skaðabótamál fyrir hönd Antons. „Ég tek fram að ég hef ekki lesið dóminn en mér sýnist að útkoman sýna að málið var allt einfaldara en lögreglan gekk út frá. Ég held að það hafi ekki verið ofsögum sagt að þegar fréttamannafundur var haldinn að umbjóðandi þáverandi væri tengdur málinu þá hefði legið alveg fyrir að hann tengdist þessu ekki neitt,“ segir Steinbergur og bætir við að lokum: „Mér sýnist rannsókn lögreglu vera eitthvað það mesta klúður sem ég hef séð hingað til.“
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53