Ártalið sýni að Íslendingasögurnar hafi verið á réttu róli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. október 2021 12:09 Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Egill Aðalsteinsson Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir fornleifauppgröft í Nýfundnalandi staðfesta tilgátur íslenskra fræðimanna um hvenær fólk frá Íslandi og Grænlandi hafi búið á svæðinu. Hann segir ánægjulegt að nú sé hægt að segja til um nákvæmt ártal sem. Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur nú staðfest að norrænir víkingar hafi búið í L'Anse aux Meadows árið 1021, 471 ári áður en Kólumbus átti að hafa fundið Ameríku. Lengi hefur legið fyrir að víkingar hafi fundið Norður-Ameríku en með aldursgreiningu á timbri úr trjám sem voru felld á þeim tíma er nú hægt að segja nákvæmlega til um ártal. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, vísar til þess að trén sem um ræðir hafi verið felld árið þetta ár með járnáhaldi sem sýni að það voru ekki innfæddir þar að verki heldur norrænt fólk frá Íslandi eða Grænlandi. „Sú tímasetning fellur ágætlega að tilraunum Ólafs Halldórssonar, okkar fræðimanns hjá Árnastofnun, við að tímasetja atburðina sem sagt er frá í Vínlandssögunum. Hann ályktaði að ferðir Guðríðar og karlefnis hafi verið farnar sennilega á árunum 1020 til 1030,“ segir Gísli og vísar þar til landkönnuðanna Guðríðar Þorbjarnardóttur og Þorfinns karlefnis Þórðarsonar. „Þetta í rauninni, eins og margt annað, staðfestir að sögurnar okkar eru svona á réttu róli með margt af því sem fólk man þar eftir úr fortíðinni,“ segir Gísli enn fremur. Uppgrefti á sjöunda áratug seinustu aldar benti til að norrænt fólk hafi verið á svæðinu á bilinu 980 til 1020 og því er hið staðfesta ártal seinna en flestir hafa haldið hingað til. Að sögn Gísla breytir það þó ekki miklu um tilgátur fræðimanna. „Það er alltaf gaman að vita nákvæmlega það sem við höfðum hugmynd um að væri nokkurn veginn á þessu árabili, þannig það kemur okkur ekki á óvart en þetta svona staðfestir að þessar ferðir hafi staðið lengur yfir en við vorum viss um hingað til,“ segir Gísli. Fornminjar Grænland Kanada Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk fræði Tengdar fréttir „Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. 2. október 2021 08:01 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur nú staðfest að norrænir víkingar hafi búið í L'Anse aux Meadows árið 1021, 471 ári áður en Kólumbus átti að hafa fundið Ameríku. Lengi hefur legið fyrir að víkingar hafi fundið Norður-Ameríku en með aldursgreiningu á timbri úr trjám sem voru felld á þeim tíma er nú hægt að segja nákvæmlega til um ártal. Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun, vísar til þess að trén sem um ræðir hafi verið felld árið þetta ár með járnáhaldi sem sýni að það voru ekki innfæddir þar að verki heldur norrænt fólk frá Íslandi eða Grænlandi. „Sú tímasetning fellur ágætlega að tilraunum Ólafs Halldórssonar, okkar fræðimanns hjá Árnastofnun, við að tímasetja atburðina sem sagt er frá í Vínlandssögunum. Hann ályktaði að ferðir Guðríðar og karlefnis hafi verið farnar sennilega á árunum 1020 til 1030,“ segir Gísli og vísar þar til landkönnuðanna Guðríðar Þorbjarnardóttur og Þorfinns karlefnis Þórðarsonar. „Þetta í rauninni, eins og margt annað, staðfestir að sögurnar okkar eru svona á réttu róli með margt af því sem fólk man þar eftir úr fortíðinni,“ segir Gísli enn fremur. Uppgrefti á sjöunda áratug seinustu aldar benti til að norrænt fólk hafi verið á svæðinu á bilinu 980 til 1020 og því er hið staðfesta ártal seinna en flestir hafa haldið hingað til. Að sögn Gísla breytir það þó ekki miklu um tilgátur fræðimanna. „Það er alltaf gaman að vita nákvæmlega það sem við höfðum hugmynd um að væri nokkurn veginn á þessu árabili, þannig það kemur okkur ekki á óvart en þetta svona staðfestir að þessar ferðir hafi staðið lengur yfir en við vorum viss um hingað til,“ segir Gísli.
Fornminjar Grænland Kanada Handritasafn Árna Magnússonar Íslensk fræði Tengdar fréttir „Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. 2. október 2021 08:01 Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
„Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. 2. október 2021 08:01
Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30
Tóftirnar í Kanada passa við lýsingar í Vínlandssögunum Sænskur fornleifafræðingur, sem rannsakaði einu staðfestu húsarústirnar um veru norrænna víkinga í Ameríku, kveðst viss um að Leifur heppni hafi reist þær. 2. janúar 2017 20:00