Reiknistofa lífeyrissjóða tekur yfir reksturinn eftir samningsbrot rekstraraðila Eiður Þór Árnason skrifar 21. október 2021 17:17 Reiknistofa lífeyrissjóðanna er til húsa í Guðrúnatúni. Þar deilir félagið húsi með Gildi lífeyrissjóði og Eflingu sem eru meðal fjölmargra notenda Jóakims. Vísir/Egill Reiknistofa lífeyrissjóða (RL) hyggst taka yfir rekstur á hugbúnaðarkerfinu Jóakim. Kerfið, sem hefur verið rekið af fyrirtækinu Init, heldur utan um réttindi og iðgjöld sjóðfélaga hjá fjölda lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga. Er þetta gert í framhaldi þess að samningi RL og Init var sagt upp í júnímánuði. Ráðgjafafyrirtækið Ernst & Young komst að þeirri niðurstöðu í sumar að hugbúnaðarfyrirtækið hafi brotið samninga við RL með því að semja við undirverktaka án heimildar. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í apríl að Init hefði um árabil rukkað lífeyrissjóði fyrir vinnu sem efasemdir eru um að standist lög. Þá hefðu hundruð milljóna króna streymt úr félaginu til dótturfélagsins Init-reksturs, sem virtist ekki hafa annan tilgang en að fela arðgreiðslur þess. Greint er frá yfirtökunni á rekstri Jóakims á vef RL en kerfið sjálft er í eigu Reiknistofu lífeyrissjóða. Í tilkynningunni segir að starfsfólk Init hafi verið upplýst um þessa niðurstöðu. Vilja draga úr kostnaði Stefnir RL að því að draga úr kostnaði við rekstur á Jóakim kerfinu til lengri tíma, meðal annars með því að einfalda rekstrarfyrirkomulagið. Einnig verði lögð áhersla á að tryggja áfram öruggan rekstur hugbúnaðarkerfisins og öryggi þeirra gagna sem kerfið heldur utan um. „Á næstu mánuðum verður unnið að yfirfærslu rekstrarins með starfsfólki Inits sem hafa síðustu árin séð um rekstur og þróun Jóakim tölvukerfisins. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi aðkomu þeirra að rekstrinum, enda býr starfsfólkið yfir yfirgripsmikilli þekkingu á Jóakim kerfinu sem og lífeyriskerfinu í heild sinni,“ segir á vef RL. Yfirtakan er sögð vera aðeins eitt skref í umfangsmikilli vinnu sem unnin hefur verið innan Reiknistofu lífeyrissjóða og þeirra lífeyrissjóða sem aðild eiga að Jóakim kerfinu. Aukinn kraftur hafi verið settur í verkefnið eftir að upp komst um brot Inits á samningi fyrirtækisins við RL sem voru síðar staðfest í óháðri úttekt. Í kjölfarið hafi nánast öll atriði sem snúa að rekstri og þróun kerfisins ásamt samningum við Init verið teknir til skoðunar. Að sögn RL mun sú vinna halda áfram næstu mánuði og misseri. Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fyrirtæki sem greiddi út hundruð milljóna braut samning við Reiknistofu lífeyrissjóða Hugbúnaðarfyrirtækið Init braut samninga við Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) með því að semja við undirverktaka án heimildar. Þetta er niðurstaða úttektar ráðgjafafyrirtækisins Ernst & Young (EY) á samningi aðilanna um rekstur tölvukerfisins Jóakims. 7. júlí 2021 20:54 Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Sjá meira
Er þetta gert í framhaldi þess að samningi RL og Init var sagt upp í júnímánuði. Ráðgjafafyrirtækið Ernst & Young komst að þeirri niðurstöðu í sumar að hugbúnaðarfyrirtækið hafi brotið samninga við RL með því að semja við undirverktaka án heimildar. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í apríl að Init hefði um árabil rukkað lífeyrissjóði fyrir vinnu sem efasemdir eru um að standist lög. Þá hefðu hundruð milljóna króna streymt úr félaginu til dótturfélagsins Init-reksturs, sem virtist ekki hafa annan tilgang en að fela arðgreiðslur þess. Greint er frá yfirtökunni á rekstri Jóakims á vef RL en kerfið sjálft er í eigu Reiknistofu lífeyrissjóða. Í tilkynningunni segir að starfsfólk Init hafi verið upplýst um þessa niðurstöðu. Vilja draga úr kostnaði Stefnir RL að því að draga úr kostnaði við rekstur á Jóakim kerfinu til lengri tíma, meðal annars með því að einfalda rekstrarfyrirkomulagið. Einnig verði lögð áhersla á að tryggja áfram öruggan rekstur hugbúnaðarkerfisins og öryggi þeirra gagna sem kerfið heldur utan um. „Á næstu mánuðum verður unnið að yfirfærslu rekstrarins með starfsfólki Inits sem hafa síðustu árin séð um rekstur og þróun Jóakim tölvukerfisins. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi aðkomu þeirra að rekstrinum, enda býr starfsfólkið yfir yfirgripsmikilli þekkingu á Jóakim kerfinu sem og lífeyriskerfinu í heild sinni,“ segir á vef RL. Yfirtakan er sögð vera aðeins eitt skref í umfangsmikilli vinnu sem unnin hefur verið innan Reiknistofu lífeyrissjóða og þeirra lífeyrissjóða sem aðild eiga að Jóakim kerfinu. Aukinn kraftur hafi verið settur í verkefnið eftir að upp komst um brot Inits á samningi fyrirtækisins við RL sem voru síðar staðfest í óháðri úttekt. Í kjölfarið hafi nánast öll atriði sem snúa að rekstri og þróun kerfisins ásamt samningum við Init verið teknir til skoðunar. Að sögn RL mun sú vinna halda áfram næstu mánuði og misseri.
Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Fyrirtæki sem greiddi út hundruð milljóna braut samning við Reiknistofu lífeyrissjóða Hugbúnaðarfyrirtækið Init braut samninga við Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) með því að semja við undirverktaka án heimildar. Þetta er niðurstaða úttektar ráðgjafafyrirtækisins Ernst & Young (EY) á samningi aðilanna um rekstur tölvukerfisins Jóakims. 7. júlí 2021 20:54 Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Sjá meira
Fyrirtæki sem greiddi út hundruð milljóna braut samning við Reiknistofu lífeyrissjóða Hugbúnaðarfyrirtækið Init braut samninga við Reiknistofu lífeyrissjóða (RL) með því að semja við undirverktaka án heimildar. Þetta er niðurstaða úttektar ráðgjafafyrirtækisins Ernst & Young (EY) á samningi aðilanna um rekstur tölvukerfisins Jóakims. 7. júlí 2021 20:54