„Setjum þá kröfu á okkur sjálfar að taka þrjú stig“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. október 2021 22:30 Mynd/Skjáskot Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að búast megi við jöfnum og hörðum leik þegar Ísland tekur á móti Tékkum á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2023 á morgun. „Ég held að staðan á hópnum sé bara nokkuð góð. Við höfum farið í marga svona stóra leiki áður þannig að við erum með góða góða blöndu af reynslumiklum og ungum leikmönnum sem eru kannski að fara í svona stærri leiki í fyrsta sinn,“ sagði Dagný. „En ég held að við séum bara mjög klárar. Við erum búnar að æfa vel í vikunni og það bara gengur vel.“ Eins og gefur að skilja er leikurinn á morgun mjög mikilvægur, og einhverjir eru jafnvel farnir að stilla þessu upp sem hálfgerðum úrslitaleik strax í upphafi undankeppninnar. Dagný segist þó ekki finna fyrir því. „Nei, ég viðurkenni að allavega ég persónulega finn ekki mikið fyrir því. Við samt setjum þá kröfu á okkur sjálfar að taka þrjú stig þannig að ég held að pressan komi kannski bara frá okkur sjálfum.“ En við hverju megum við búast í leiknum á morgun? „Bara jöfnum leik, og hörðum leik. Ég held að bæði lið verði svolítið föst fyrir. en vonandi verðum við meira með boltann og skorum fleiri mörk.“ Í tékkneska liðinu er liðsfélagi Dagnýjar hjá West Ham, Katerina Svitkova. Dagný segist hafa verið búin að vara hana við veðurfarinu á Íslandi, en þvertekur fyrir það að hafa málað upp of svarta mynd af aðstæðunum hér. „Hún lýgur því nú, ég sagði ekki að aðstæðurnar væru hræðilegar. Ég sagði henni að það væri orðið kalt og maður gæti búist við rigningu og roki og frosti og öllu.“ „Ég sagði henni líka að grasvellirnir á Íslandi væru ekkert sérstaklega góðir í október. Hún hefur kannski tekið mig of mikið á orðinu, en kannski er bara fínt að þær haldi að þett sé eitthvað hræðilegt. Við erum allavega vanar að spila í þessu en ég veit ekki með þær.“ Þrátt fyrir að hafa málað upp frekar slæma mynd af veðurfarinu á Íslandi segir Dagný að æfingar í vikunni hafi gengið vel og að liðið sé tilbúið í verkefnið sem framundan er. „Já, algjörlega. Við erum búnar að fá mjög fínt veður í vikunni. Í seinasta verkefni átti að vera miklu verra veður en það rættist úr því. Ég held að versta veðrið sem ég hef spilað í núna í ár hafi verið í júní. Þá var bara óveður á eitt markið.“ „En ég held að það sé spáð fínu veðri og smá rigningu. er það ekki bara svona klassískt og skemmtilegt fótboltaveður?“ sagði Dagný að lokum. Viðtalið við Dagnýju má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
„Ég held að staðan á hópnum sé bara nokkuð góð. Við höfum farið í marga svona stóra leiki áður þannig að við erum með góða góða blöndu af reynslumiklum og ungum leikmönnum sem eru kannski að fara í svona stærri leiki í fyrsta sinn,“ sagði Dagný. „En ég held að við séum bara mjög klárar. Við erum búnar að æfa vel í vikunni og það bara gengur vel.“ Eins og gefur að skilja er leikurinn á morgun mjög mikilvægur, og einhverjir eru jafnvel farnir að stilla þessu upp sem hálfgerðum úrslitaleik strax í upphafi undankeppninnar. Dagný segist þó ekki finna fyrir því. „Nei, ég viðurkenni að allavega ég persónulega finn ekki mikið fyrir því. Við samt setjum þá kröfu á okkur sjálfar að taka þrjú stig þannig að ég held að pressan komi kannski bara frá okkur sjálfum.“ En við hverju megum við búast í leiknum á morgun? „Bara jöfnum leik, og hörðum leik. Ég held að bæði lið verði svolítið föst fyrir. en vonandi verðum við meira með boltann og skorum fleiri mörk.“ Í tékkneska liðinu er liðsfélagi Dagnýjar hjá West Ham, Katerina Svitkova. Dagný segist hafa verið búin að vara hana við veðurfarinu á Íslandi, en þvertekur fyrir það að hafa málað upp of svarta mynd af aðstæðunum hér. „Hún lýgur því nú, ég sagði ekki að aðstæðurnar væru hræðilegar. Ég sagði henni að það væri orðið kalt og maður gæti búist við rigningu og roki og frosti og öllu.“ „Ég sagði henni líka að grasvellirnir á Íslandi væru ekkert sérstaklega góðir í október. Hún hefur kannski tekið mig of mikið á orðinu, en kannski er bara fínt að þær haldi að þett sé eitthvað hræðilegt. Við erum allavega vanar að spila í þessu en ég veit ekki með þær.“ Þrátt fyrir að hafa málað upp frekar slæma mynd af veðurfarinu á Íslandi segir Dagný að æfingar í vikunni hafi gengið vel og að liðið sé tilbúið í verkefnið sem framundan er. „Já, algjörlega. Við erum búnar að fá mjög fínt veður í vikunni. Í seinasta verkefni átti að vera miklu verra veður en það rættist úr því. Ég held að versta veðrið sem ég hef spilað í núna í ár hafi verið í júní. Þá var bara óveður á eitt markið.“ „En ég held að það sé spáð fínu veðri og smá rigningu. er það ekki bara svona klassískt og skemmtilegt fótboltaveður?“ sagði Dagný að lokum. Viðtalið við Dagnýju má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti