Sport

Lárus Jónsson: Bíð eftir að við spilum heilan leik vel

Andri Már Eggertsson skrifar
Lárus Jónsson var ánægður með fyrsta útisigur tímabilsins
Lárus Jónsson var ánægður með fyrsta útisigur tímabilsins Vísir/Bára Dröfn

Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta útisigur í Subway-deildinni gegn Stjörnunni. Leikurinn endaði 92-97. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ánægður með sigurinn. 

„Ég var mjög ánægður með að vinna þennan leik. Við vorum betri en þeir í fyrri hálfleik en þeir voru betri í seinni hálfleik svo það var mjög sætt að vinna leikinn,“ sagði Lárus um kaflaskiptan leik.

Stjarnan byrjaði leikinn betur en Þór Þorlákshöfn átti stórkostlegan kafla sem endaði 24-2. 

„Ronaldas Rutkauskas stjórnaði leiknum á þessum tímapunkti með frábærum varnarleik. Stjarnan átti í erfiðleikum með að komast á hringinn okkar sem endaði með að við fengum auðveldar körfur í staðinn.“

„Það var síðan dæmigert að Stjarnan setti síðasta þristinn í öðrum leikhluta þegar við áttum villu að gefa og þá varð þetta aftur galopinn leikur.“

Stjarnan fór illa með Þór Þorlákshöfn í 3. leikhluta en Lárusi fannst þó ekki um vanmat að ræða í sínu liði.

„Mér fannst við ekki vera skynsamir. Við tókum margar mjög lélegar ákvarðanir. Við tókum mörg þriggja stiga skot með engan undir körfunni þegar Stjarnan var að elta okkur og ættu sjálfir að vera taka þessi þriggja stiga skot.“

Þór Þorlákshöfn endaði á að klára leikinn í 4. leikhluta og var Lárusi létt í leiks lok.

„Ég var ánægður með hvernig við kláruðum leikinn en ég bíð þó eftir að við spilum heilan leik góðan,“ sagði Lárus Jónsson. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×