Miðlar vestanhafs segja ekki liggja ljóst fyrir hvort raunverulegar kúlur voru í byssunni eða hvort Hutchins og Souza fengu í sig brotajárn úr skotvopninu. Souza er ýmist sagður hafa verið hæfður í viðbeinið eða öxlina en Hutchins var skotin í magann og flutt með þyrlu á sjúkrahús, þar sem ekki reyndist unnt að bjarga henni.
Baldwin gaf sig fram við lögreglu í kjölfar atviksins og var síðan látinn laus. Myndir náðust af honum við lögreglustöðina en vitni segja hann hafa grátið og verið í mikilli geðshræringu.
Sheriff’s office: Star’s ‘prop firearm’ kills one, injures another https://t.co/wuFa9DMRBI
— Santa Fe New Mexican (@thenewmexican) October 22, 2021
Harmleikurinn þykir minna um margt á dauða leikarans Brandon Lee, sem lést við tökur á myndinni The Crow árið 1993. Þá reyndist raunveruleg byssukúla enn vera í skotvopni sem notað var við tökur og lenti hún í kvið Lee þegar einn meðleikara hans hleypti af.
Systir Lee hefur tjáð sig um slysið í Santa Fe og vottað hlutaðeigandi samúð sína.
Skotvopnasérfræðingur sem unnið hefur við kvikmyndagerð segir mörgum spurningum ósvarað, þar sem ein af reglum meðferðar skotvopna á tökustað sé að þeim eigi aldrei að beina að öðrum við tökur.
Our hearts go out to the family of Halyna Hutchins and to Joel Souza and all involved in the incident on “Rust”. No one should ever be killed by a gun on a film set. Period. 💔
— Brandon Bruce Lee (@brandonblee) October 22, 2021
Joe Manganiello, sem vann með Hutchins að myndinni Archenemy, minnist hennar á Twitter. Hutchins, sem var 42 ára, átti einn son.
I’m in shock. I was so lucky to have had Halyna Hutchins as my DP on Archenemy. An incredible talent & great person. I can’t believe this could happen in this day and age… gunfire from a prop gun could kill a crew member? What a horrible tragedy. My heart goes out to her family pic.twitter.com/W479ch56Js
— JOE MANGANIELLO (@JoeManganiello) October 22, 2021