Í yfirlýsingum sem Baldwin birti á Twitter og Instagram í dag lýsti hann atvikinu sem sorglegu slysi og sagðist hann vera í sambandi við lögreglu og að hann myndi hjálpa við rannsókn á því hvað gerðist í rauninni. Þá lýsti hann yfir samúð sinni við fjölskyldu Hutchins.
Byssan sem Baldwin hleypti af átti að innihalda púðurskot en fjölmiðlar vestanhafs segja lögregluna ekki búna að opinbera hvað það var sem skaust úr hlaupi byssunnar og hæfði þau Hutchins og Souza. Slysið varð við tökur á kúrekamyndarinnar Rust.
Hutchins var flutt á sjúkrahús með þyrlu þar sem hún lést.
1-
— AlecBaldwin(HABF) (@AlecBaldwin) October 22, 2021
There are no words to convey my shock and sadness regarding the tragic accident that took the life of Halyna Hutchins, a wife, mother and deeply admired colleague of ours. I'm fully cooperating with the police investigation to address how this tragedy occurred and
2- I am in touch with her husband, offering my support to him and his family. My heart is broken for her husband, their son, and all who knew and loved Halyna.
— AlecBaldwin(HABF) (@AlecBaldwin) October 22, 2021
Hér má sjá myndefndi AP fréttaveitunnar frá tökustaðnum í Nýju Mexíkó og viðtal við sérfræðing í meðferð skotvopna.
Hutchins, sem var 42 ára, úskrifaðist frá American Film Institute árið 2015 og var meðal annars nefnd „rísandi stjarna“ af American Cinematographer árið 2019.
Baldwin hefur notið frægðar um árabil en er ekki síst þekktur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum 30 Rock.
Dauði Hutchens þykir minna á dauða leikarans Brandon Lee við tökur á The Crow árið 1993. Raunveruleg byssukúla reyndist enn vera í skotvopni sem notað var við tökur og varð Lee fyrir skoti úr henni.