Sekta Ríkisútvarpið, Sýn og Hringbraut vegna auglýsinga Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2021 19:58 Ríkisútvarpið, Sýn og Hringbraut voru sektuð af fjölmiðlanefnd. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlanefnd birti undir kvöld nokkrar ákvarðanir þar sem fyrirtæki og fólk var sektað vegna ólögmætra auglýsinga. Ríkisútvarpið, Sýn og Hringbraut voru sektuð en nefndin ákvað að sekta ekki forsvarsmenn tveggja hlaðvarpa þar sem lög voru brotin. Fjölmiðlanefnd sektaði Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög með því að birta auglýsingar í tengslum við Sögur- verðlaunahátíð barnanna. Nefndin metur þann dagskrárlið ætlaðan börnum yngri en tólf ára. Samkvæmt lögum um fjölmiðla eru auglýsingar og fjarkaupainnskot bönnuð í dagskrá fyrir börn á þeim aldri. Í ákvörðun nefndarinnar segir að kvörtun hafi borist frá Sýn hf. og að Ríkisútvarpið hafi verið sektað um hálfa milljón króna vegna brotsins. Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Sýn vegna brota á lögum um fjölmiðla um duldar auglýsingar, vöruinnsetningar, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og kostun efnis í Rauðvín og klakar á Stöð 2 eSport og Vísi. Nefnd eru mörg dæmi um brot fyrr á árinu og því síðasta. Þá segir að Fjölmiðlanefnd hafi ekki talið ástæðu til að falla frá sekt vegna fyrri brota á lögum um fjölmiðla. Þó hafi verið tekið tillit til þess að um tilraunaverkefni í sjónvarpi hér á landi sé að ræða og sjónvarpsþætti með óhefðbundnum efnistökum á sjónvarpsstöð sem sé til þess fallin að höfða til ungs fólks og vekja athygli á rafíþróttum sem áhugamáli og íþróttagrein. Sýn var einnig sektuð um hálfa milljón króna. Vísir er í eigu Sýnar. Hringbraut með hæstu sektina Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Hringbraut fyrir brot á lögum um fjölmiðla. Það var fyrir dulin viðskiptaboð og hlutfall viðskiptaboða í þáttunum Einfalt að eldast og Allt annað líf sem sýndir voru í fyrra og árið 2019. Nefndin segir að Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. hafi brotið lög um dulin viðskiptaboð í báðum þáttunum. Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að báðir þættirnir, Einfalt að eldast og Allt annað Líf, hafi í heild sinni talist til viðskiptaboða. Hringbraut var því sektuð um 750 þúsund krónur fyrir hvern þátt, eða samtals eina og hálfa milljón króna. Fram kom á Vísi fyrr í dag að Fjölmiðlanefnd hefði einnig sektað hlaðvarpið Dr. Football og sent stefnuvott að heimil Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins. Fjölmiðlanefnd birti einnig úrskurð um að lög um skráningarskyldu fjölmiðla og auglýsingar fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi hefðu verið brotin í hlaðvarpinu Steve Dagskrá. Kvörtun hafi borist frá Íslenskum getraunum vegna auglýsinga fyrir Coolbet á Íslandi. Hlaðvörpin ekki sektuð Ákveðið var að sleppa Steve Dagskrá ehf. við sekt. Að hluta til vegna þess að brugðist var við fyrsta erindi Fjölmiðlanefndar og að reglur hefðu ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu. Fjölmiðlanefnd birti þar að auki úrskurð vegna kvörtunar gegn Huga Halldórssyni, fjölmiðlaveitu hlaðvarpsins FantasyGandalf, sem heitir nú The Mike Show. Þar hafi verið brotið gegn lögum um fjölmiðla og þá sérstaklega skráningarskyldu, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og bann við viðskiptaboðum fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi, sem ekki hefur leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Þar var einnig ákveðið að beita ekki sektum vegna því að stjórnendur hlaðvarpsins brugðust fljótt við erindi Fjölmiðlanefndar. Framsetningu viðskiptaboða hafi verið breytt og auglýsingum um veðmálastarfsemi hætti. Þar að auki hefðu reglur ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu. Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Fjölmiðlanefnd sektaði Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög með því að birta auglýsingar í tengslum við Sögur- verðlaunahátíð barnanna. Nefndin metur þann dagskrárlið ætlaðan börnum yngri en tólf ára. Samkvæmt lögum um fjölmiðla eru auglýsingar og fjarkaupainnskot bönnuð í dagskrá fyrir börn á þeim aldri. Í ákvörðun nefndarinnar segir að kvörtun hafi borist frá Sýn hf. og að Ríkisútvarpið hafi verið sektað um hálfa milljón króna vegna brotsins. Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Sýn vegna brota á lögum um fjölmiðla um duldar auglýsingar, vöruinnsetningar, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og kostun efnis í Rauðvín og klakar á Stöð 2 eSport og Vísi. Nefnd eru mörg dæmi um brot fyrr á árinu og því síðasta. Þá segir að Fjölmiðlanefnd hafi ekki talið ástæðu til að falla frá sekt vegna fyrri brota á lögum um fjölmiðla. Þó hafi verið tekið tillit til þess að um tilraunaverkefni í sjónvarpi hér á landi sé að ræða og sjónvarpsþætti með óhefðbundnum efnistökum á sjónvarpsstöð sem sé til þess fallin að höfða til ungs fólks og vekja athygli á rafíþróttum sem áhugamáli og íþróttagrein. Sýn var einnig sektuð um hálfa milljón króna. Vísir er í eigu Sýnar. Hringbraut með hæstu sektina Fjölmiðlanefnd sektaði einnig Hringbraut fyrir brot á lögum um fjölmiðla. Það var fyrir dulin viðskiptaboð og hlutfall viðskiptaboða í þáttunum Einfalt að eldast og Allt annað líf sem sýndir voru í fyrra og árið 2019. Nefndin segir að Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. hafi brotið lög um dulin viðskiptaboð í báðum þáttunum. Nefndin komst einnig að þeirri niðurstöðu að báðir þættirnir, Einfalt að eldast og Allt annað Líf, hafi í heild sinni talist til viðskiptaboða. Hringbraut var því sektuð um 750 þúsund krónur fyrir hvern þátt, eða samtals eina og hálfa milljón króna. Fram kom á Vísi fyrr í dag að Fjölmiðlanefnd hefði einnig sektað hlaðvarpið Dr. Football og sent stefnuvott að heimil Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins. Fjölmiðlanefnd birti einnig úrskurð um að lög um skráningarskyldu fjölmiðla og auglýsingar fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi hefðu verið brotin í hlaðvarpinu Steve Dagskrá. Kvörtun hafi borist frá Íslenskum getraunum vegna auglýsinga fyrir Coolbet á Íslandi. Hlaðvörpin ekki sektuð Ákveðið var að sleppa Steve Dagskrá ehf. við sekt. Að hluta til vegna þess að brugðist var við fyrsta erindi Fjölmiðlanefndar og að reglur hefðu ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu. Fjölmiðlanefnd birti þar að auki úrskurð vegna kvörtunar gegn Huga Halldórssyni, fjölmiðlaveitu hlaðvarpsins FantasyGandalf, sem heitir nú The Mike Show. Þar hafi verið brotið gegn lögum um fjölmiðla og þá sérstaklega skráningarskyldu, bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og bann við viðskiptaboðum fyrir happdrættis- og veðmálastarfsemi, sem ekki hefur leyfi lögum samkvæmt hér á landi. Þar var einnig ákveðið að beita ekki sektum vegna því að stjórnendur hlaðvarpsins brugðust fljótt við erindi Fjölmiðlanefndar. Framsetningu viðskiptaboða hafi verið breytt og auglýsingum um veðmálastarfsemi hætti. Þar að auki hefðu reglur ekki verið brotnar áður í hlaðvarpinu.
Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur