Hinsta kveðja eiginmannins: „Við söknum þín, Halyna!“ Þorgils Jónsson skrifar 23. október 2021 21:48 Halyna Hutchins og Alec Baldwin. Eiginmaður Halynu sendi henni kveðju á Instagram, en hann sagðist áður hafa talað við Baldwin. Matthew Hutchins, eiginmaður kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, sem lést af völdum voðaskots við kvikmyndatökur á fimmtudag, birti fyrr í dag á Instagram hjartnæmar myndir af þeim hjónum og syni þeirra með kveðjunni „Við söknum þín Halyna!“. View this post on Instagram A post shared by Matthew Hutchins (@mhutchins777) Frá þessu segir á vef People. Halyna, sem var 42ja ára að aldri, lést þegar leikarinn Alec Baldwin skaut í átt að henni og leikstjóranum Joel Souza með byssu sem hann hélt að væri hlaðin púðurskotum. Svo virðist sem alvöru skot hafi verið í byssunni, en það fór í brjóst Halynu og þaðan í öxl Souza. Í gær tjáði Hutchens sig við fjölmiðla sagði að engin orð gætu lýst því sem hafði gerst. Hann væri þó þakklátur fyrir góðar kveðjur og stuðning í sinn garð. Hann hafi auk þess rætt við Baldwin, sem hafi sýnt honum mikinn stuðning. Leikstjórinn eyðilagður Leikstjórinn Joel Souza sendi einnig frá sér yfirlýsingu í dag og segist eyðilagður yfir harmleiknum. „Ég er miður mín yfir að hafa misst Halynu, vin minn og samstarfsfélaga“, sagði Souza. „Hún var góðhjörtuð, ólgaði af lífi og var ótrúlega hæfileikarík, barðist fyrir sínu og ögraði mér sífellt til að verða betri.“ „Hugur minn er hjá fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum. Ég er þakklátur fyrir þann hlýhug sem við höfum fundið fyrir frá félögum okkar í kvikmyndaiðnaðinum, íbúum Santa Fe og þeim hundruðum ókunnugra sem hafa haft samband. Það mun verða mér hvatning á meðan ég næ bata.“ Sheriff’s office: Star’s ‘prop firearm’ kills one, injures another https://t.co/wuFa9DMRBI— Santa Fe New Mexican (@thenewmexican) October 22, 2021 Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29 Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Matthew Hutchins (@mhutchins777) Frá þessu segir á vef People. Halyna, sem var 42ja ára að aldri, lést þegar leikarinn Alec Baldwin skaut í átt að henni og leikstjóranum Joel Souza með byssu sem hann hélt að væri hlaðin púðurskotum. Svo virðist sem alvöru skot hafi verið í byssunni, en það fór í brjóst Halynu og þaðan í öxl Souza. Í gær tjáði Hutchens sig við fjölmiðla sagði að engin orð gætu lýst því sem hafði gerst. Hann væri þó þakklátur fyrir góðar kveðjur og stuðning í sinn garð. Hann hafi auk þess rætt við Baldwin, sem hafi sýnt honum mikinn stuðning. Leikstjórinn eyðilagður Leikstjórinn Joel Souza sendi einnig frá sér yfirlýsingu í dag og segist eyðilagður yfir harmleiknum. „Ég er miður mín yfir að hafa misst Halynu, vin minn og samstarfsfélaga“, sagði Souza. „Hún var góðhjörtuð, ólgaði af lífi og var ótrúlega hæfileikarík, barðist fyrir sínu og ögraði mér sífellt til að verða betri.“ „Hugur minn er hjá fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum. Ég er þakklátur fyrir þann hlýhug sem við höfum fundið fyrir frá félögum okkar í kvikmyndaiðnaðinum, íbúum Santa Fe og þeim hundruðum ókunnugra sem hafa haft samband. Það mun verða mér hvatning á meðan ég næ bata.“ Sheriff’s office: Star’s ‘prop firearm’ kills one, injures another https://t.co/wuFa9DMRBI— Santa Fe New Mexican (@thenewmexican) October 22, 2021
Bandaríkin Hollywood Byssuskot Alecs Baldwin Tengdar fréttir Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27 Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16 Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29 Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01 Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. 22. október 2021 06:27
Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. 22. október 2021 12:16
Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. 22. október 2021 17:29
Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. 22. október 2021 21:01
Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. 22. október 2021 23:58