Frídagar barna komi niður á jafnrétti og kjörum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. október 2021 12:31 Grindavík jarðskjálftar Vísir/Vilhelm Foreldri og atvinnurekandi segir launþega ekki eiga inni fyrir þeim dögum þar sem börn eru ekki í skóla vegna vetrarleyfis eða skipulagsdaga. Lítið samræmi sé milli skóla og innan sveitarfélaga um þær dagsetningar sem kemur niður á atvinnulífinu í heild. Til viðbótar við þá virku daga sem foreldrar þurfa að vera frá vinnu til að sinna börnum sínum á sumrin og yfir jólin og páskana bætast við fjölmargir virkir dagar þar sem börn eru ekki í skóla. Sigríður Hrund Pétursdóttir, foreldri og atvinnurekandi, taldi 88 virka daga á árinu þar sem tvö börn hennar á grunnskólaaldri eru ekki í skóla. Hún segir að það sé kostnaðarsamt og alvarlegt fyrir atvinnulífið í heild þegar launþegar þurfa að nýta veikindadaga eða ólaunuð frí til að sinna börnum sínum þessa daga. Sigríður Hrund Pétursdóttir.FKA „Það er alveg klárt að manneskjan sem fer og tekur á sig þessa daga og fer að sinna börnum, það er örugglega fyrst og fremst launalægri manneskjan,“ segir Sigríður. „Af því að það er ekki komið launajafnrétti í landinu, að þá er það væntanlega konan. Þannig þetta vinnur á móti okkur bæði í jafnrétti og í kjörum, í kjaraskerðingu.“ Slítur í sundur samstöðuna á vinnumarkaði Sjálf segist hún vera í góðri stöðu þar sem hún er vel gift, með gott stuðningsnet og sveigjanlegan vinnutíma en eigi samt erfitt með þessa daga. Hún veltir þannig fyrir sér hvernig staðan er hjá einstæðum foreldrum eða fólki í vaktavinnu eða umönnunarstörfum. „Við getum ekki verið með svona atriði sem er fleygur okkar á milli, tætir okkur í sundur, og í rauninni slítur samstöðuna í sundur á vinnumarkaði,“ segir Sigríður. Hún kallar nú eftir breiðri samstöðu allt frá ríkisstjórninni yfir í verkalýðsfélögin og bendir á að það styttist í að kjarasamningar við kennara renni út um áramótin. Því þurfi að ræða málið á breiðum grunni með kennarasambandinu, sveitafélögunum, ríkisstjórninni, Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögunum. „Tíminn er óskaplega fljótur að líða og við verðum að vera með atvinnustefnu fyrir Ísland ehf. Það er bara þannig, við þurfum öll að vera samþykk því sem er að gerast.“ Sigríður Hrund ræddi einnig málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og er hægt að hlusta á það viðtal hér fyrir neðan. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Bítið Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Til viðbótar við þá virku daga sem foreldrar þurfa að vera frá vinnu til að sinna börnum sínum á sumrin og yfir jólin og páskana bætast við fjölmargir virkir dagar þar sem börn eru ekki í skóla. Sigríður Hrund Pétursdóttir, foreldri og atvinnurekandi, taldi 88 virka daga á árinu þar sem tvö börn hennar á grunnskólaaldri eru ekki í skóla. Hún segir að það sé kostnaðarsamt og alvarlegt fyrir atvinnulífið í heild þegar launþegar þurfa að nýta veikindadaga eða ólaunuð frí til að sinna börnum sínum þessa daga. Sigríður Hrund Pétursdóttir.FKA „Það er alveg klárt að manneskjan sem fer og tekur á sig þessa daga og fer að sinna börnum, það er örugglega fyrst og fremst launalægri manneskjan,“ segir Sigríður. „Af því að það er ekki komið launajafnrétti í landinu, að þá er það væntanlega konan. Þannig þetta vinnur á móti okkur bæði í jafnrétti og í kjörum, í kjaraskerðingu.“ Slítur í sundur samstöðuna á vinnumarkaði Sjálf segist hún vera í góðri stöðu þar sem hún er vel gift, með gott stuðningsnet og sveigjanlegan vinnutíma en eigi samt erfitt með þessa daga. Hún veltir þannig fyrir sér hvernig staðan er hjá einstæðum foreldrum eða fólki í vaktavinnu eða umönnunarstörfum. „Við getum ekki verið með svona atriði sem er fleygur okkar á milli, tætir okkur í sundur, og í rauninni slítur samstöðuna í sundur á vinnumarkaði,“ segir Sigríður. Hún kallar nú eftir breiðri samstöðu allt frá ríkisstjórninni yfir í verkalýðsfélögin og bendir á að það styttist í að kjarasamningar við kennara renni út um áramótin. Því þurfi að ræða málið á breiðum grunni með kennarasambandinu, sveitafélögunum, ríkisstjórninni, Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögunum. „Tíminn er óskaplega fljótur að líða og við verðum að vera með atvinnustefnu fyrir Ísland ehf. Það er bara þannig, við þurfum öll að vera samþykk því sem er að gerast.“ Sigríður Hrund ræddi einnig málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun og er hægt að hlusta á það viðtal hér fyrir neðan.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Vinnumarkaður Jafnréttismál Kjaramál Bítið Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira