Vill vekja athygli á fylgikvillum brjóstastækkunar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 21:44 Brynja segist anda léttar nú þegar púðarnir eru á bak og burt. Vísir/Sigurjón Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, lét á dögunum fjarlægja úr sér brjóstapúða sem hún fékk sér fyrir meira en áratug síðan. Hún vill vekja athygli á þeim fylgikvillum sem fylgt geta brjóstastækkun. Brynja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún greindi frá því á Instagram í gær að nánast allar götur frá því hún fékk sér púða í brjóstin fyrir ellefu árum hafi hún upplifað ýmsa leiðingjarna kvilla í tengslum við aðgerðina, svo sem þreytu, verki, ofnæmi og erfiðleika við andardrátt. Þá segist hún hafa farið í aðgerðina til að geðjast öðrum en sjálfri sér. „Ég ætlaði einhvern veginn ekki að tala um þetta. Mig er búið að langa að gera þetta eiginlega frá því ég fékk mér [púðana]. Það er bara þannig, ég hef ekki þolað þá síðan,“ sagði Brynja í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist hafa kviðið því að láta fjarlægja púðana, en það hafi reynst mun minna mál en hún hafði haldið. Vildi passa inn í mót Brynja segist hafa fengið sér púðana á röngum forsendum á sínum tíma. „Ég held bara að við könnumst allar við þessa tilfinningu, annað hvort að vera bara óánægðar með sjálfar okkur á einhverju tímabili í lífinu, ég var nýbúin að ganga með barn og það var stutt síðan hann hætti á brjósti. Líkaminn minn var bara enn þá að mótast,“ segir Brynja, sem var 25 ára þegar hún fór í aðgerðina. Hún segist hafa farið í aðgerðina án nokkurra upplýsinga og segist hafa viljað passa inn í einhvers konar mót. „Þetta er umræða sem ég hef átt mikið við strákinn minn, sem er unglingur. Raunveruleikinn er ekki það sem við sjáum í myndum, eða þess vegna klámmyndum, sem unglingar eru mikið að horfa á. Þetta er ekki raunin, eða það sem gengur og gerist. Mér finnst ótrúlega gott í dag að vera bara búin að vinna í sjálfri mér og geta elskað mig eins og ég er,“ segir Brynja. Hún bætir því við að ef fólk vilji fá sér brjóstapúða sé ekkert athugavert við það. Hver verði að ákveða fyrir sjálfan sig. Andaði samstundis léttar Brynja segir þó að hún hefði verið til í að hafa aflað sér meiri upplýsinga um hvað getur fylgt brjóstastækkun. „Bara hvað getur gerst. Hvað er breast implant illness? Auðvitað er þetta aðskotahlutur í líkamanum og einhverjir líkamar eru alltaf að reyna að hafna honum, hvort sem hann er farinn að leka eða ekki.“ Brynja segir að um leið og hún hafi vaknað eftir aðgerðina þar sem púðarnir voru teknir úr henni hafi hún getað andað léttar, og bendir á að öll þessi ár hafi hún verið með 650 grömm aukalega framan á brjóstkassanum. „Um leið og ég vaknaði fann ég að það var auðveldara að anda. Þetta eru þyngsli, það er erfiðara að hreyfa sig oft og þetta hefur alltaf tekið í vöðvann þegar ég hef tekið armbeygjur og svoleiðis. Mér hefur aldrei fundist það þægilegt,“ segir Brynja og lýsir fleiri einkennum á borð við ofnæmi og síþreytu sem fylgdu brjóstastækkuninni. Viðtalið við Brynju má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Brynja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún greindi frá því á Instagram í gær að nánast allar götur frá því hún fékk sér púða í brjóstin fyrir ellefu árum hafi hún upplifað ýmsa leiðingjarna kvilla í tengslum við aðgerðina, svo sem þreytu, verki, ofnæmi og erfiðleika við andardrátt. Þá segist hún hafa farið í aðgerðina til að geðjast öðrum en sjálfri sér. „Ég ætlaði einhvern veginn ekki að tala um þetta. Mig er búið að langa að gera þetta eiginlega frá því ég fékk mér [púðana]. Það er bara þannig, ég hef ekki þolað þá síðan,“ sagði Brynja í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist hafa kviðið því að láta fjarlægja púðana, en það hafi reynst mun minna mál en hún hafði haldið. Vildi passa inn í mót Brynja segist hafa fengið sér púðana á röngum forsendum á sínum tíma. „Ég held bara að við könnumst allar við þessa tilfinningu, annað hvort að vera bara óánægðar með sjálfar okkur á einhverju tímabili í lífinu, ég var nýbúin að ganga með barn og það var stutt síðan hann hætti á brjósti. Líkaminn minn var bara enn þá að mótast,“ segir Brynja, sem var 25 ára þegar hún fór í aðgerðina. Hún segist hafa farið í aðgerðina án nokkurra upplýsinga og segist hafa viljað passa inn í einhvers konar mót. „Þetta er umræða sem ég hef átt mikið við strákinn minn, sem er unglingur. Raunveruleikinn er ekki það sem við sjáum í myndum, eða þess vegna klámmyndum, sem unglingar eru mikið að horfa á. Þetta er ekki raunin, eða það sem gengur og gerist. Mér finnst ótrúlega gott í dag að vera bara búin að vinna í sjálfri mér og geta elskað mig eins og ég er,“ segir Brynja. Hún bætir því við að ef fólk vilji fá sér brjóstapúða sé ekkert athugavert við það. Hver verði að ákveða fyrir sjálfan sig. Andaði samstundis léttar Brynja segir þó að hún hefði verið til í að hafa aflað sér meiri upplýsinga um hvað getur fylgt brjóstastækkun. „Bara hvað getur gerst. Hvað er breast implant illness? Auðvitað er þetta aðskotahlutur í líkamanum og einhverjir líkamar eru alltaf að reyna að hafna honum, hvort sem hann er farinn að leka eða ekki.“ Brynja segir að um leið og hún hafi vaknað eftir aðgerðina þar sem púðarnir voru teknir úr henni hafi hún getað andað léttar, og bendir á að öll þessi ár hafi hún verið með 650 grömm aukalega framan á brjóstkassanum. „Um leið og ég vaknaði fann ég að það var auðveldara að anda. Þetta eru þyngsli, það er erfiðara að hreyfa sig oft og þetta hefur alltaf tekið í vöðvann þegar ég hef tekið armbeygjur og svoleiðis. Mér hefur aldrei fundist það þægilegt,“ segir Brynja og lýsir fleiri einkennum á borð við ofnæmi og síþreytu sem fylgdu brjóstastækkuninni. Viðtalið við Brynju má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira