Vonar að arftakinn beri hag þolenda fyrir brjósti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2021 10:19 Hrönn Stefánsdóttir hefur stýrt gangi mála á Neyðarmóttöku undanfarin fimm ár. Hún flytur sig nú yfir á geðsvið Landspítalans. Vísir/Baldur Hrafnkell Hrönn Stefánsdóttir mun um áramótin láta af störfum sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku Landspítalans. Hún færir sig yfir á geðsvið spítalans. Staða verkefnastjóra Neyðarmóttöku verður auglýst á næstunni. Hrönn greinir frá þessu í færslu á Facebook en hún hefur starfað sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku frá árinu 2016. Þá tók við starfinu af Eyrúnu Björgu Jónsdóttur. „Þarna fékk ég verkefni sem ég svo sannarlega tók ekki léttvægt. Ég ákvað að fara á stúfana, kynna mér öll kerfi, verkefni, umdæmi, stjórnsýslur sem eru og tengjast (sem tengdust samt ekki) og reyna að tengja þau. Það var með meðvitund minni að tengja þau og ég held að það hafi gengið bara ágætlega,“ segir Hrönn. „Fyrir mér er þetta ekkert svo flókið en það er annarra að dæma um það. Ég horfi á það sem svo að við erum frekar lítið land og við eigum að geta tengt kerfi og unnið saman. Það að það eru alls konar ráðuneyti sem tala ekki alltaf saman, það er að mínu mati fáranlegt.“ Hrönn segist virkilega vona að einhver sæki um starf verkefnastjóra Neyðarmóttöku sem brenni fyrir hag þolenda. „Ég mun gera allt til að kynna starfið fyrir þeim einstaklingi,“ segir Hrönn. Hún skrifaði færsluna á miðnætti í gær að loknum annasömum vinnudegi þar sem hún veitti fjórum fjölmiðlum viðtöl um viðkvæm mál. „Ég kalla ekki allt ömmu mína þegar að kemur að viðtölum um flókin málefni. Byrlanir og mansal eru samt erfiðustu málaflokkarnir að mínu mati og ég vanda sérstaklega mál mitt þegar að kemur að umfjöllun um þau málefni.“ Hún segist þakklát ýmsum fyrir samstarfið og tínir til Landspítalann, Frú Ragnheiði, VORteymi Rvk borgar, Kvennaathvarf, Konukot, Bjarkarhlíð, Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Stígamót, Rótin, Barnahús og öll þau ráðuneyti sem hún hafi unnið með. „Bara allir sem ég er kannski að gleyma. Takk fyrir traustið, takk fyrir pallformið, takk fyrir allt í þágu þolenda. Takk fyrir að leyfa mér líka að vinna með ykkur.“ Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hrönn greinir frá þessu í færslu á Facebook en hún hefur starfað sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku frá árinu 2016. Þá tók við starfinu af Eyrúnu Björgu Jónsdóttur. „Þarna fékk ég verkefni sem ég svo sannarlega tók ekki léttvægt. Ég ákvað að fara á stúfana, kynna mér öll kerfi, verkefni, umdæmi, stjórnsýslur sem eru og tengjast (sem tengdust samt ekki) og reyna að tengja þau. Það var með meðvitund minni að tengja þau og ég held að það hafi gengið bara ágætlega,“ segir Hrönn. „Fyrir mér er þetta ekkert svo flókið en það er annarra að dæma um það. Ég horfi á það sem svo að við erum frekar lítið land og við eigum að geta tengt kerfi og unnið saman. Það að það eru alls konar ráðuneyti sem tala ekki alltaf saman, það er að mínu mati fáranlegt.“ Hrönn segist virkilega vona að einhver sæki um starf verkefnastjóra Neyðarmóttöku sem brenni fyrir hag þolenda. „Ég mun gera allt til að kynna starfið fyrir þeim einstaklingi,“ segir Hrönn. Hún skrifaði færsluna á miðnætti í gær að loknum annasömum vinnudegi þar sem hún veitti fjórum fjölmiðlum viðtöl um viðkvæm mál. „Ég kalla ekki allt ömmu mína þegar að kemur að viðtölum um flókin málefni. Byrlanir og mansal eru samt erfiðustu málaflokkarnir að mínu mati og ég vanda sérstaklega mál mitt þegar að kemur að umfjöllun um þau málefni.“ Hún segist þakklát ýmsum fyrir samstarfið og tínir til Landspítalann, Frú Ragnheiði, VORteymi Rvk borgar, Kvennaathvarf, Konukot, Bjarkarhlíð, Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Stígamót, Rótin, Barnahús og öll þau ráðuneyti sem hún hafi unnið með. „Bara allir sem ég er kannski að gleyma. Takk fyrir traustið, takk fyrir pallformið, takk fyrir allt í þágu þolenda. Takk fyrir að leyfa mér líka að vinna með ykkur.“
Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira