Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 11:51 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni eins og eflaust flestir gera. Getty/Jakub Porzycki Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. „Undanfarið hafa verið í fréttum brunar í rafhlöðum rafhlaupahjóla. Svo virðist sem bæði hafi kviknað í rafhlöðu í hleðslu og annarri sem ekki var í hleðslu,“ segir í tilkynningu á vef HMS. Greint var frá því 17. september síðastliðinn að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli, sem var í hleðslu í íbúð við Bríetartún í Reykjavík. Töluverður eldur kom upp í íbúðinni og varaði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, í kjölfarið við því að fólk hefði slík raftæki í hleðslu inni í íbúðum sínum. Sagði hann jafnframt að nokkrum sinnum hafi slökkvilið verið kallað út vegna elds sem hafi kviknað út frá rafhlaupahjólum og rafhjólum. Eldur hafi þó einnig kviknað út frá minni tækjum eins og farsímum sem hafi verið í hleðslu uppi í rúmi. Í tilkynningu HMS segir að jafnvel hafi komið upp brunar eða jafnvel sprengingar í rafhlöðum ýmissa tækja, til dæmis farsíma, rafretta, spjaldtölva og svifbretta. „Ofangreind tæki og fleiri nota liþíum jóna rafhlöður (Li-ion) sem orkugjafa. Þessi gerð rafhlöðu er valin til notkunar í tækjum vegna ótvíræðra kosta sem hún hefur, en hún hefur einnig nokkra ókosti og því þarf að hafa varann á við meðferð þessara tækja/rafhlaða,“ segir í tilkynningunni. Þar er nefnt að kostir slíkra rafhlaða séu meðal annars að auðvelt sé að hlaða þær við lágan straum, þær séu léttar og geymi mikla orku, þoli margar hleðslur og afhleðslur og haldi orku mjög vel. Ókostir séu þó nokkrir, þar á meðal að rafhlöðurnar séu viðkvæmar fyrir höggum, frosti og háum hita. Þá þurfi að vanda rafrás til að stýra straumi og spennu, og rafhlöðurnar geti gefið frá sér brennanlegar lofttegundir. Þær geti þá jafnvel sprungið og erfitt geti reynst að slökkva í þeim eld. Fólk er þá hvatt til að hlaða tæki með slíkum rafhlöðum ekki þegar allir eru sofandi eða þegar enginn er til staðar. Hleðslubúnaður sem fylgi tækjunum sé notaður, gætt sé að því að rafhlaða og hleðslutæki séu á flötu óbrennanlegu undirlagi, engin brennanleg efni séu nálægt og ekki sé breitt yfir tækið eða hleðslubúnað. Þá séu tækin hlaðin í rýmum þar sem reykskynjari er til staðar, tækin séu ekki hlaðin í frosti eða miklum hita og skemmd rafhlaða sé aldrei hlaðin. Slökkvilið Rafrettur Rafhlaupahjól Tækni Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
„Undanfarið hafa verið í fréttum brunar í rafhlöðum rafhlaupahjóla. Svo virðist sem bæði hafi kviknað í rafhlöðu í hleðslu og annarri sem ekki var í hleðslu,“ segir í tilkynningu á vef HMS. Greint var frá því 17. september síðastliðinn að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli, sem var í hleðslu í íbúð við Bríetartún í Reykjavík. Töluverður eldur kom upp í íbúðinni og varaði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, í kjölfarið við því að fólk hefði slík raftæki í hleðslu inni í íbúðum sínum. Sagði hann jafnframt að nokkrum sinnum hafi slökkvilið verið kallað út vegna elds sem hafi kviknað út frá rafhlaupahjólum og rafhjólum. Eldur hafi þó einnig kviknað út frá minni tækjum eins og farsímum sem hafi verið í hleðslu uppi í rúmi. Í tilkynningu HMS segir að jafnvel hafi komið upp brunar eða jafnvel sprengingar í rafhlöðum ýmissa tækja, til dæmis farsíma, rafretta, spjaldtölva og svifbretta. „Ofangreind tæki og fleiri nota liþíum jóna rafhlöður (Li-ion) sem orkugjafa. Þessi gerð rafhlöðu er valin til notkunar í tækjum vegna ótvíræðra kosta sem hún hefur, en hún hefur einnig nokkra ókosti og því þarf að hafa varann á við meðferð þessara tækja/rafhlaða,“ segir í tilkynningunni. Þar er nefnt að kostir slíkra rafhlaða séu meðal annars að auðvelt sé að hlaða þær við lágan straum, þær séu léttar og geymi mikla orku, þoli margar hleðslur og afhleðslur og haldi orku mjög vel. Ókostir séu þó nokkrir, þar á meðal að rafhlöðurnar séu viðkvæmar fyrir höggum, frosti og háum hita. Þá þurfi að vanda rafrás til að stýra straumi og spennu, og rafhlöðurnar geti gefið frá sér brennanlegar lofttegundir. Þær geti þá jafnvel sprungið og erfitt geti reynst að slökkva í þeim eld. Fólk er þá hvatt til að hlaða tæki með slíkum rafhlöðum ekki þegar allir eru sofandi eða þegar enginn er til staðar. Hleðslubúnaður sem fylgi tækjunum sé notaður, gætt sé að því að rafhlaða og hleðslutæki séu á flötu óbrennanlegu undirlagi, engin brennanleg efni séu nálægt og ekki sé breitt yfir tækið eða hleðslubúnað. Þá séu tækin hlaðin í rýmum þar sem reykskynjari er til staðar, tækin séu ekki hlaðin í frosti eða miklum hita og skemmd rafhlaða sé aldrei hlaðin.
Slökkvilið Rafrettur Rafhlaupahjól Tækni Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent