Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2021 12:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. Áttatíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær og eru nú þrettán inniliggjandi. Einn er á gjörgæslu líkt og í gær. Sóttvarnalæknir segist ekki vera með hertar aðgerðir á teikniborðinu eins og er en að hann eigi í stöðugu samtali við sinn ráðherra. Staðan sé mjög viðkvæm og því seinna sem er brugðist við því erfiðara sé að ná fjölda smitaðra niður. 2.000 manns mega nú koma saman og sóttvarnalæknir segir stöðuna alvarlega. „Ég er búinn að tala um þetta langan tíma og það er alltaf verið að spyrja mig um þetta sama. Ég er alltaf að segja og benda á það sama. Ýmist er það kallað hræðsluáróður eða maður sé ekki með hlutina alveg í réttu ljósi. Ég veit ekki hvað þarf til til að menn sjái þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þar segist hann ekki bara eiga við stjórnvöld. „Ég er að tala um fjölmiðla til dæmis, hvernig þeir ræða um þessi mál. Almenning og áhrifamenn og stjórnvöld þar á meðal. Meðan það er ekki samstaða um þetta og menn eru ekki að sjá að það þurfi að halda þessu á þessum nótum þá er mjög erfitt að eiga við þetta. Við erum varla fyrr búin að ná faraldrinum niður og ná góðri stöðu þá vilja menn hætta öllu og þá byrjar þessi leikur upp á nýtt. Staðan er bara þannig og það er bara spurning hvernig tökum viljum við ná á þessu,“ segir Þórólfur.Finnst þér þú ekki njóta stuðnings hjá stjórnvöldum?„Ég nýt stuðnings míns ráðherra en ríkisstjórnin heyrist mér ekki standa einhuga á bak við þetta. Það er algjörlega ljóst. Og svo stjórnvöld, margir hverjir og umræðan í fjölmiðlum er þannig að menn eru ekki núna á þessari línu greinilega, margir hverjir. Auðvitað eru margir sem sjá þetta í þessu ljósi og þá erum við alltaf að brenna okkur á þessu aftur og aftur,“ segir Þórólfur.Hann segist vera í samtali við heilbrigðisráðherra og fleiri um stöðuna. Hann sé ekki farinn að huga að minnisblaði um hertar aðgerðir að svo stöddu en staðan sé metin dag frá degi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Áttatíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær og eru nú þrettán inniliggjandi. Einn er á gjörgæslu líkt og í gær. Sóttvarnalæknir segist ekki vera með hertar aðgerðir á teikniborðinu eins og er en að hann eigi í stöðugu samtali við sinn ráðherra. Staðan sé mjög viðkvæm og því seinna sem er brugðist við því erfiðara sé að ná fjölda smitaðra niður. 2.000 manns mega nú koma saman og sóttvarnalæknir segir stöðuna alvarlega. „Ég er búinn að tala um þetta langan tíma og það er alltaf verið að spyrja mig um þetta sama. Ég er alltaf að segja og benda á það sama. Ýmist er það kallað hræðsluáróður eða maður sé ekki með hlutina alveg í réttu ljósi. Ég veit ekki hvað þarf til til að menn sjái þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þar segist hann ekki bara eiga við stjórnvöld. „Ég er að tala um fjölmiðla til dæmis, hvernig þeir ræða um þessi mál. Almenning og áhrifamenn og stjórnvöld þar á meðal. Meðan það er ekki samstaða um þetta og menn eru ekki að sjá að það þurfi að halda þessu á þessum nótum þá er mjög erfitt að eiga við þetta. Við erum varla fyrr búin að ná faraldrinum niður og ná góðri stöðu þá vilja menn hætta öllu og þá byrjar þessi leikur upp á nýtt. Staðan er bara þannig og það er bara spurning hvernig tökum viljum við ná á þessu,“ segir Þórólfur.Finnst þér þú ekki njóta stuðnings hjá stjórnvöldum?„Ég nýt stuðnings míns ráðherra en ríkisstjórnin heyrist mér ekki standa einhuga á bak við þetta. Það er algjörlega ljóst. Og svo stjórnvöld, margir hverjir og umræðan í fjölmiðlum er þannig að menn eru ekki núna á þessari línu greinilega, margir hverjir. Auðvitað eru margir sem sjá þetta í þessu ljósi og þá erum við alltaf að brenna okkur á þessu aftur og aftur,“ segir Þórólfur.Hann segist vera í samtali við heilbrigðisráðherra og fleiri um stöðuna. Hann sé ekki farinn að huga að minnisblaði um hertar aðgerðir að svo stöddu en staðan sé metin dag frá degi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira