Telja hefðbundna kúlu hafa verið í byssunni Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2021 15:30 Fógetinn Adan Mendoza og héraðssaksóknarinn Mary Carmack-Altwies. AP/Andres Leighton Fógeti Santa Fe-sýslu í Nýju Mexíkó og héraðssaksóknari sýslunnar héldu í dag blaðamannafund um rannsókn þeirra á dauða Halynu Hutchins, kvikmyndatökustjóra, sem dó við gerð kvikmyndarinnar Rust. Þar kom í ljós að talið er að hefðbundið byssuskot hefði verið í byssunni sem leikarinn Alec Baldwin skaut Hutchins með. Enn liggur ekki að fullu fyrir hvað gerðist á tökustað myndarinnar Rust. Joel Souza, leikstjóri myndarinnar, segir Baldwin hafa verið að æfa atriði þar sem hann átti að draga byssu á loft og beina henni að myndavélinni. Souza og Hutchins stóðu við myndavélina og þegar skot hljóp úr byssunni særðust þau bæði. Hutchins lést á sjúkrahúsi. Fram hefur að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri óhlaðin. Hannah Gutierrez-Reed, skotvopnasérfræðingur kvikmyndarinnar, hafði þar áður meðhöndlað byssurnar. Souza segir að þau bæði eigi að ganga úr skugga um að byssur séu ekki hlaðnar á tökustað. Halls hafði áður verið rekinn úr framleiðsluteymi myndar eftir að skot hljóp óvænt úr byssu. Adan Mendoza, fógetinn, staðfesti að þau hefðu handleikið byssurnar og sagði að Guiterrez-Reed, Halls og Baldwin væru samvinnufús. Hann sagði einnig að öryggisráðstafanir hafi ekki verið nægjanlegar á tökustaðnum. Verið var að taka upp Rust á Bonanza Creek búgarðinum í Santa Fe.AP/Jae C. Hong Telja að raunveruleg byssukúla hafi verið í byssunni Mendoza sagði einnig að blý-hlutur hefði verið fjarlægður úr öxl Souza. Hann sagði lögregluna telja að blý-hluturinn væri raunveruleg kúla sem hafði verið skotið úr byssunni. Verið væri að ganga úr skugga um að blýhluturinn hefði verið hefðbundin byssukúla en ekki einhverskonar brak sem hefði verið í hlaupinu. Hann sagði einnig að talið væri að hluturinn sem hefði verið fjarlægður úr öxl Souza hefði einnig banað Hutchins en það væri ekki staðfest að svo stöddu. Talið er að einungis eitt skot hafi verið í byssunni. Við rannsókn málsins hafa lögregluþjónar tekið um sex hundruð muni sem sönnunargögn. Þar á meðal væru þrjár byssur. Ein raunveruleg byssa sem kúlunni hefði verið skotið úr, önnur raunveruleg byssa og ein plastbyssa. Hér má sjá blaðamannafundinn í heild sinni. Fundu um 500 skot Lögregluþjónar hafa einnig lagt hald á um það bil fimm hundruð byssuskot. Mendoza sagði að þar á mðeal púðurskot og hefðbundin skot. Samkvæmt öryggisviðmiðum kvikmyndaiðnaðarins vestanhafs eru hefðbundin skot alfarið bönnuð á tökustöðum. Mendoza sagði þó einnig að enn væri verið að ganga úr skugga um að um hefðbundin skot með blýkúlum væri að ræða. Hann sagði rannsókn enn standa yfir og sagði of snemmt að tala um mögulegar ákærur. Tiltölulega fáir hefðu verið á æfingunni þegar skotið hljóp af og búið væri að ræða við þau. Um það bil hundrað manns hefðu þó verið á tökustaðnum og það ætti eftir að ræða við þau öll. Fréttin hefur verið uppfærð. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25. október 2021 23:45 Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Enn liggur ekki að fullu fyrir hvað gerðist á tökustað myndarinnar Rust. Joel Souza, leikstjóri myndarinnar, segir Baldwin hafa verið að æfa atriði þar sem hann átti að draga byssu á loft og beina henni að myndavélinni. Souza og Hutchins stóðu við myndavélina og þegar skot hljóp úr byssunni særðust þau bæði. Hutchins lést á sjúkrahúsi. Fram hefur að aðstoðarleikstjórinn Dave Halls rétti Baldwin byssuna og lýsti því yfir að hún væri óhlaðin. Hannah Gutierrez-Reed, skotvopnasérfræðingur kvikmyndarinnar, hafði þar áður meðhöndlað byssurnar. Souza segir að þau bæði eigi að ganga úr skugga um að byssur séu ekki hlaðnar á tökustað. Halls hafði áður verið rekinn úr framleiðsluteymi myndar eftir að skot hljóp óvænt úr byssu. Adan Mendoza, fógetinn, staðfesti að þau hefðu handleikið byssurnar og sagði að Guiterrez-Reed, Halls og Baldwin væru samvinnufús. Hann sagði einnig að öryggisráðstafanir hafi ekki verið nægjanlegar á tökustaðnum. Verið var að taka upp Rust á Bonanza Creek búgarðinum í Santa Fe.AP/Jae C. Hong Telja að raunveruleg byssukúla hafi verið í byssunni Mendoza sagði einnig að blý-hlutur hefði verið fjarlægður úr öxl Souza. Hann sagði lögregluna telja að blý-hluturinn væri raunveruleg kúla sem hafði verið skotið úr byssunni. Verið væri að ganga úr skugga um að blýhluturinn hefði verið hefðbundin byssukúla en ekki einhverskonar brak sem hefði verið í hlaupinu. Hann sagði einnig að talið væri að hluturinn sem hefði verið fjarlægður úr öxl Souza hefði einnig banað Hutchins en það væri ekki staðfest að svo stöddu. Talið er að einungis eitt skot hafi verið í byssunni. Við rannsókn málsins hafa lögregluþjónar tekið um sex hundruð muni sem sönnunargögn. Þar á meðal væru þrjár byssur. Ein raunveruleg byssa sem kúlunni hefði verið skotið úr, önnur raunveruleg byssa og ein plastbyssa. Hér má sjá blaðamannafundinn í heild sinni. Fundu um 500 skot Lögregluþjónar hafa einnig lagt hald á um það bil fimm hundruð byssuskot. Mendoza sagði að þar á mðeal púðurskot og hefðbundin skot. Samkvæmt öryggisviðmiðum kvikmyndaiðnaðarins vestanhafs eru hefðbundin skot alfarið bönnuð á tökustöðum. Mendoza sagði þó einnig að enn væri verið að ganga úr skugga um að um hefðbundin skot með blýkúlum væri að ræða. Hann sagði rannsókn enn standa yfir og sagði of snemmt að tala um mögulegar ákærur. Tiltölulega fáir hefðu verið á æfingunni þegar skotið hljóp af og búið væri að ræða við þau. Um það bil hundrað manns hefðu þó verið á tökustaðnum og það ætti eftir að ræða við þau öll. Fréttin hefur verið uppfærð.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25. október 2021 23:45 Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Aðstoðarleikstjóri Rust starfaði við tökur á Íslandi Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem spjótin beinast að vegna dauða kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, varði tíma hér á landi veturinn 2016/17 vegna framleiðslu myndarinnar Arctic. Dave Halls var einnig aðstoðarleikstjóri þeirrar myndar sem var meðal annars framleidd af Pegasus og Einari Þorsteinssyni. 26. október 2021 13:23
Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49
Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25. október 2021 23:45
Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25. október 2021 16:00