600 óbólusettir starfsmenn Landspítalans grafalvarlegt mál Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2021 18:00 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 10 prósent starfsmanna Landspítalans séu óbólusett. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill vart trúa því að 600 starfsmenn Landspítalans séu óbólusettir og það hljóti að koma til álita hjá stjórnendum spítalans að breyta því hvaða afskipti þeir hafa af viðkvæmum sjúklingum. Í bréfi sem Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans, sendi starfsfólki í dag kom fram að 600 starfsmenn Landspítalans eru óbólusettir. Fréttastofa ræddi við Má í dag um þetta mál. Hann sagði að starsfólkið væri í grunninn eins og annað fólk í samfélaginu. Þetta sagði hann í ljósi þess að hafa þurft að brýna fyrir heilbrigðisstarsfólki að huga að sóttvörnum innan spítalans. Þar á meðal grímunotkun, handþvotti og fjarlægðarmörkum. Már segir að starsfólkið sé eins og aðrir Íslendingar, orðið þreytt á ástandinu og þurfi því á brýningu að halda nú þegar faraldurinn er á uppleið. En, ef reglum um sóttvarnir og bólusetningar sé fylgt, þá sé hægt að lágmarka hættuna á því að upp komi hópsýking á spítalanum. Spurður hverjar reglurnar séu á Landspítalanum um bólusetningar segir hann alla starfsmenn hvatta til að þiggja hana. Spurður hvort Landspítalinn hafi heimild til að meina þessum sex hundruð starfsmönnum, sem eru óbólusettir, að mæta í vinnuna svarar Már: „Það hefur ekki verið tekin afstaða til þess en það getur verið að við þurfum að skoða það,“ svarar Már. Kára er ekki skemmt. Vísir/Baldur Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, var ekki skemmt þegar hann las þessa tölu, 600 starfsmenn Landspítalans óbólusettir. „Ég vona að þetta sé rangt, því ég fæ ekki séð að það sé nokkur réttlæting á því að 10 prósent starfsmanna sé óbólusettur í dag,“ segir Kári. Hann hefði trúað þessari tölu fyrir sex mánuðum, en ekki miðað við framboð bóluefnis í dag. „Ég held að þetta hljóti að leiða til þess að spítalinn verði að breyta að einhverju leyti hvernig þessir 600 starfsmenn sinna sínum störfum. Það hlítur að vera vafasamt að láta þá ráfa um spítalann sem er fullur af fólki sem er veikt fyrir.“ Hann segir eðlilegt að gera ríkari kröfur til heilbrigðisstarfsfólks um bólusetningar en aðra í samfélaginu. „Vegna þess að það er að umgangast fólk sem er veikt fyrir. Við sáum hvað gerðist á Landakoti fyrr í þessari farsótt. Ég held að þetta sé grafalvarlegt mál.“ Már kallar eftir því að landsmenn hugi nú að persónubundnum sóttvörnum. Noti grímur í verslunum og á öðrum mannfögnuðum, hugi að hreinlæti og fjarlægðartakmörkum. Kári tekur undir þetta, að ekki eigi að herða reglur um sóttvarnir, heldur hvetja fólk til að huga að persónubundnum sóttvörnum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ 27. október 2021 13:10 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Í bréfi sem Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans, sendi starfsfólki í dag kom fram að 600 starfsmenn Landspítalans eru óbólusettir. Fréttastofa ræddi við Má í dag um þetta mál. Hann sagði að starsfólkið væri í grunninn eins og annað fólk í samfélaginu. Þetta sagði hann í ljósi þess að hafa þurft að brýna fyrir heilbrigðisstarsfólki að huga að sóttvörnum innan spítalans. Þar á meðal grímunotkun, handþvotti og fjarlægðarmörkum. Már segir að starsfólkið sé eins og aðrir Íslendingar, orðið þreytt á ástandinu og þurfi því á brýningu að halda nú þegar faraldurinn er á uppleið. En, ef reglum um sóttvarnir og bólusetningar sé fylgt, þá sé hægt að lágmarka hættuna á því að upp komi hópsýking á spítalanum. Spurður hverjar reglurnar séu á Landspítalanum um bólusetningar segir hann alla starfsmenn hvatta til að þiggja hana. Spurður hvort Landspítalinn hafi heimild til að meina þessum sex hundruð starfsmönnum, sem eru óbólusettir, að mæta í vinnuna svarar Már: „Það hefur ekki verið tekin afstaða til þess en það getur verið að við þurfum að skoða það,“ svarar Már. Kára er ekki skemmt. Vísir/Baldur Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, var ekki skemmt þegar hann las þessa tölu, 600 starfsmenn Landspítalans óbólusettir. „Ég vona að þetta sé rangt, því ég fæ ekki séð að það sé nokkur réttlæting á því að 10 prósent starfsmanna sé óbólusettur í dag,“ segir Kári. Hann hefði trúað þessari tölu fyrir sex mánuðum, en ekki miðað við framboð bóluefnis í dag. „Ég held að þetta hljóti að leiða til þess að spítalinn verði að breyta að einhverju leyti hvernig þessir 600 starfsmenn sinna sínum störfum. Það hlítur að vera vafasamt að láta þá ráfa um spítalann sem er fullur af fólki sem er veikt fyrir.“ Hann segir eðlilegt að gera ríkari kröfur til heilbrigðisstarfsfólks um bólusetningar en aðra í samfélaginu. „Vegna þess að það er að umgangast fólk sem er veikt fyrir. Við sáum hvað gerðist á Landakoti fyrr í þessari farsótt. Ég held að þetta sé grafalvarlegt mál.“ Már kallar eftir því að landsmenn hugi nú að persónubundnum sóttvörnum. Noti grímur í verslunum og á öðrum mannfögnuðum, hugi að hreinlæti og fjarlægðartakmörkum. Kári tekur undir þetta, að ekki eigi að herða reglur um sóttvarnir, heldur hvetja fólk til að huga að persónubundnum sóttvörnum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ 27. október 2021 13:10 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Sex hundruð starfsmenn á Landspítalanum eru óbólusettir „Gripið hefur um sig óraunsæ bjartsýni í samfélaginu sem hefur smitast inn í stjórnmálin og lýsir sér með umræðum um miklar afléttingar og frelsi - nokkuð sem faraldurinn leyfir ekki endilega því ennþá eru að greinast 50-90 nýir sjúklingar á dag.“ 27. október 2021 13:10