Fjölskyldutengsl bæjarstjóra við geranda í kynferðisbrotamáli Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. október 2021 20:03 Höfn í Hornafirði. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Hornafjörður gaf frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við dómsmál fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varðar dómsmálið brot þáverandi starfsmanns bæjarins gegn samstarfskonu í vinnuferð. Í yfirlýsingunni segir að sveitarfélagið hafi verið upplýst um að brotaþoli, sem þá var starfsmaður sveitarfélagsins, hafi lagt fram kæru á hendur konu sem starfaði sem stjórnandi hjá sveitarfélaginu. Í kjölfar kærunnar hafi staðgengill bæjarstjóra tekið að sér samskiptin við brotaþola. Kæran var lögð fram í apríl árið 2019 en dómur féll í málinu nýverið. Fjölskyldutengsl bæjarstjórans og ákærðu Það kemur ekki sérstaklega fram í yfirlýsingunni hver tengsl bæjarstjórans og stjórnandans eru en Mannlíf hélt því fram nýverið að systir bæjarstjórans hafi verið umræddur stjórnandi. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem styðja fullyrðingu miðilsins. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Matthildur Ásmundardóttir, staðfestir í samtali við fréttastofu að fjölskyldutengsl hafi orðið til þess að hún hafi þurft að víkja í málinu. Hún vildi þó ekki tjá sig nánar um eðli þessara tengsla. „Er þetta ekki bara kósý?“ Stjórnandinn var dæmd til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn samstarfskonu sinni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að samstarfskonurnar hafi verið í vinnuferð í Reykjavík og lágu hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi. Konunni var gefið að sök að hafa tekið um hönd samstarfskonu sinnar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún þá strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í kjölfarið hafi hún lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt meðal annars: „Er þetta ekki bara kósý?“ Héraðsdómari taldi sannað að stjórnandinn hafi sýnt af sér háttsemina sem lýst er hér að ofan, þrátt fyrir neitun hennar þar um. Töldu ekki ástæðu til að aðhafast þrátt fyrir kæru Sveitarfélagið Hornafjörður segir meðal annars að ágreiningur hafi verið um málsatvik í upphafi. Þá væri brotaþoli ekki undirmaður stjórnandans og störfuðu þær ekki saman dags daglega. Brotaþoli hafi þar að auki sagt starfi sínu lausu áður en atvik málsins áttu sér stað. Sveitarfélagið taldi því að ekki hafi verið tilefni til sérstakra aðgerða á meðan rannsókn lögreglu stæði. Þegar ákæruvaldið tók ákvörðun um að ákæra í málinu, í mars 2019, hafði umræddur stjórnandi flutt sig til í starfi og var því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að þegar dómur hafi fallið nú í október hafi engar forsendur verið til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins, enda hafi báðir málsaðilar látið af störfum. Fréttin hefur verið uppfærð. Hornafjörður Dómsmál Sveitarstjórnarmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. 15. október 2021 23:27 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að sveitarfélagið hafi verið upplýst um að brotaþoli, sem þá var starfsmaður sveitarfélagsins, hafi lagt fram kæru á hendur konu sem starfaði sem stjórnandi hjá sveitarfélaginu. Í kjölfar kærunnar hafi staðgengill bæjarstjóra tekið að sér samskiptin við brotaþola. Kæran var lögð fram í apríl árið 2019 en dómur féll í málinu nýverið. Fjölskyldutengsl bæjarstjórans og ákærðu Það kemur ekki sérstaklega fram í yfirlýsingunni hver tengsl bæjarstjórans og stjórnandans eru en Mannlíf hélt því fram nýverið að systir bæjarstjórans hafi verið umræddur stjórnandi. Fréttastofa hefur gögn undir höndum sem styðja fullyrðingu miðilsins. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Matthildur Ásmundardóttir, staðfestir í samtali við fréttastofu að fjölskyldutengsl hafi orðið til þess að hún hafi þurft að víkja í málinu. Hún vildi þó ekki tjá sig nánar um eðli þessara tengsla. „Er þetta ekki bara kósý?“ Stjórnandinn var dæmd til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn samstarfskonu sinni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að samstarfskonurnar hafi verið í vinnuferð í Reykjavík og lágu hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi. Konunni var gefið að sök að hafa tekið um hönd samstarfskonu sinnar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún þá strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í kjölfarið hafi hún lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt meðal annars: „Er þetta ekki bara kósý?“ Héraðsdómari taldi sannað að stjórnandinn hafi sýnt af sér háttsemina sem lýst er hér að ofan, þrátt fyrir neitun hennar þar um. Töldu ekki ástæðu til að aðhafast þrátt fyrir kæru Sveitarfélagið Hornafjörður segir meðal annars að ágreiningur hafi verið um málsatvik í upphafi. Þá væri brotaþoli ekki undirmaður stjórnandans og störfuðu þær ekki saman dags daglega. Brotaþoli hafi þar að auki sagt starfi sínu lausu áður en atvik málsins áttu sér stað. Sveitarfélagið taldi því að ekki hafi verið tilefni til sérstakra aðgerða á meðan rannsókn lögreglu stæði. Þegar ákæruvaldið tók ákvörðun um að ákæra í málinu, í mars 2019, hafði umræddur stjórnandi flutt sig til í starfi og var því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að þegar dómur hafi fallið nú í október hafi engar forsendur verið til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins, enda hafi báðir málsaðilar látið af störfum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hornafjörður Dómsmál Sveitarstjórnarmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. 15. október 2021 23:27 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn samstarfskonu í vinnuferð Kona var í gær dæmd til tveggja mánaða fangelsisrefsingar, sem fresta skal til tveggja ára haldi hún almennt skilorð, fyrir að brjóta kynferðislega gegn samstarfskonu sinni í vinnuferð til Reykjavíkur árið 2019. 15. október 2021 23:27