Radamel Falcao skoraði eina mark leiksins þegar hann kom heimamönnum í 1-0 á 30. mínútu eftir stoðsendingu frá Oscar Trejo.
Oscar Valentin fékk dæmda á sig vítaspyrnu þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka þegar hann braut á Memphis Depay innan vítateigs. Depay fór sjálfur á punktinn, en Stole Dimitrievski sá við honum í marki Rayo Vallecano.
Lokatölur urðu því 1-0, en Rayo Vallecano er nú í fimmta sæti deildarinnar með 19 stig eftir 11 leiki. Barcelona er hins vegar einungis með 15 stig eftir tíu leiki og situr í níunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.