Sala á graskerjum fjórtánfaldast og hrekkjavakan tekið fram úr öskudeginum Kristín Ólafsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 27. október 2021 22:59 Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Stöð 2 Sala á graskerjum í aðdraganda hrekkjavöku hefur fjórtánfaldast í Krónunni frá árinu 2017. Þá hefur hrekkjavakan nú tekið fram úr öskudegi í búningaverslunum. Það er ekki langt síðan hrekkjavakan, sem ber upp nú um helgina, tók að ryðja sér til rúms hér á landi en áhugi á henni hefur aukist afar hratt síðustu ár. Börn ganga hús úr húsi og krefja nágranna um grikk eða gott og fullorðnir gera sér glaðan dag búningaklæddir í hrekkjavökusamkvæmum. En aukinn áhuga má einkum merkja í sölu á einkennismerki hátíðarinnar, graskerinu. > „Fyrir svona fimm árum síðan hófum við þessa vegferð smám saman, til að prufa okkur áfram, og síðan hefur þetta bara stigmagnast. Það sem við horfum helst til er salan á þessum graskerjum sem fólk er að skera út á mismunandi skemmtilegan hátt, það hefur farið frá því að við keyptum fimm hundruð grasker árið 2017 í það að nú erum við með sjö þúsund grasker í ár og þau eru að seljast upp. Þau eru bara að hverfa frá okkur,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Vinsælasta spurning mánaðarins Íslendingar eru brjálaðir í grasker og byrjuðu strax í byrjun mánaðar að birgja sig upp. Til vitnis um þetta er verslunarstjóri í Krónunni í Austurveri. „Þetta er örugglega vinsælasta spurningin í október: „Áttu grasker? Eða færðu fleiri grasker?“ segir Aníta Rós Tómasdóttir, verslunarstjóri í Krónunni Austurveri. En þá liggur ef til vill beint við að spyrja hvort Íslendingar megi nokkuð við enn einni neysluhátíðinni að bandarískri fyrirmynd. „En er hún bandarísk? Hún er upprunalega frá Írlandi. Við erum Írar eitthvað lengst aftur í ættir og ég held að þetta kalli bara til okkar og höfði til okkar. Af hverju ekki? Er ekki gaman að lyfta sér aðeins upp og gera eitthvað skemmtilegt?“ segir Ásta, framkvæmdastjóri Krónunnar. Því ógeðslegra því betra Samhliða þessu hefur orðið algjör sprenging í sölu á alls konar hrekkjavökuvarningi og var brjálað að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit þar við á sjöunda tímanum. „Þetta er búið að vera brjálæði, það er búið að vera stanslaus atgangur á okkur síðan um mánaðamótin og við sjáum ekki alveg hvernig það endar. Fólk er orðið mjög partýþyrst,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar. Hvað er svona vinsælast? „Það er bara allur gangur á því, yfirleitt því ógeðslegra því betra. Við erum komin með mjög skemmtileg latexsár sem hafa alveg slegið í gegn og svo eru það linsurnar.“ Valgerður segir engan vafa leika á því að hrekkjavakan sé nú orðinn margfalt stærri en öskudagurinn. Því er greinilegt að hrekkjavakan er komin til að vera.
Það er ekki langt síðan hrekkjavakan, sem ber upp nú um helgina, tók að ryðja sér til rúms hér á landi en áhugi á henni hefur aukist afar hratt síðustu ár. Börn ganga hús úr húsi og krefja nágranna um grikk eða gott og fullorðnir gera sér glaðan dag búningaklæddir í hrekkjavökusamkvæmum. En aukinn áhuga má einkum merkja í sölu á einkennismerki hátíðarinnar, graskerinu. > „Fyrir svona fimm árum síðan hófum við þessa vegferð smám saman, til að prufa okkur áfram, og síðan hefur þetta bara stigmagnast. Það sem við horfum helst til er salan á þessum graskerjum sem fólk er að skera út á mismunandi skemmtilegan hátt, það hefur farið frá því að við keyptum fimm hundruð grasker árið 2017 í það að nú erum við með sjö þúsund grasker í ár og þau eru að seljast upp. Þau eru bara að hverfa frá okkur,“ segir Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar. Vinsælasta spurning mánaðarins Íslendingar eru brjálaðir í grasker og byrjuðu strax í byrjun mánaðar að birgja sig upp. Til vitnis um þetta er verslunarstjóri í Krónunni í Austurveri. „Þetta er örugglega vinsælasta spurningin í október: „Áttu grasker? Eða færðu fleiri grasker?“ segir Aníta Rós Tómasdóttir, verslunarstjóri í Krónunni Austurveri. En þá liggur ef til vill beint við að spyrja hvort Íslendingar megi nokkuð við enn einni neysluhátíðinni að bandarískri fyrirmynd. „En er hún bandarísk? Hún er upprunalega frá Írlandi. Við erum Írar eitthvað lengst aftur í ættir og ég held að þetta kalli bara til okkar og höfði til okkar. Af hverju ekki? Er ekki gaman að lyfta sér aðeins upp og gera eitthvað skemmtilegt?“ segir Ásta, framkvæmdastjóri Krónunnar. Því ógeðslegra því betra Samhliða þessu hefur orðið algjör sprenging í sölu á alls konar hrekkjavökuvarningi og var brjálað að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit þar við á sjöunda tímanum. „Þetta er búið að vera brjálæði, það er búið að vera stanslaus atgangur á okkur síðan um mánaðamótin og við sjáum ekki alveg hvernig það endar. Fólk er orðið mjög partýþyrst,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partýbúðarinnar. Hvað er svona vinsælast? „Það er bara allur gangur á því, yfirleitt því ógeðslegra því betra. Við erum komin með mjög skemmtileg latexsár sem hafa alveg slegið í gegn og svo eru það linsurnar.“ Valgerður segir engan vafa leika á því að hrekkjavakan sé nú orðinn margfalt stærri en öskudagurinn. Því er greinilegt að hrekkjavakan er komin til að vera.
Verslun Hrekkjavaka Öskudagur Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent