Xavi er sagður efstur á blaði hjá Barcelona og á leið í viðræður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 10:01 Xavi Hernandez átti magnaðan feril sem leikmaður Barcelona. EPA/MARCUS BRANDT Ronald Koeman er ekki lengur þjálfari Barcelona eftir þriðja tap liðsins í síðustu fjórum leikjum í gær. Leit stendur yfir af eftirmanni hans. Eitt nafn er efst á blaði sem fyrr. Lokaleikur Hollendingsins var 1-0 tap á móti Rayo Vallecano en nokkrum dögum fyrr hafði Barcelona tapað á heimavelli á móti Real Madrid í El Clasico. Barcelona hefur verið eitt eftirsóttasta félagið fyrir þjálfara undanfarin ár en ástandið innan klúbbsins núna er þó ekki mjög heillandi eftir óstjórn á síðustu árum og mikil fjárhagsvandræði í dag. Það er þó einn maður sem hefur verið orðaður við starfið í langan tíma og það er Barcelona goðsögnin Xavi Hernandez. Nafn Xavi er enn á ný efst á blaði. There s no announcement in place yet for Koeman replacement at Barcelona. It s gonna take few hours while negotiations are ongoing for Xavi to leave Al Sadd & become the new manager. #FCB #XaviOther candidates for Barça job also know Xavi is the favourite, as things stand. pic.twitter.com/1LaHsGkNDc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 27, 2021 Skúbbarinn Fabrizio Romano segir að Xavi hafi áhuga á starfinu en að Barcelona sé bara rétt að byrja að kanna stöðu hans hjá Al Sadd í Katar. Heimildir ESPN herma að Barcelona muni hefja viðræður við Xavi á morgun föstudag um að gerast næsti þjálfari liðsins. Næstu þrír leikir eru á móti Alaves, Dynamo Kiev og Celta Vigo en einhver annar þjálfari mun stjórna liðinu tímabundið í þeim. Koeman skilur við Barcelona í níunda sæti í spænsku deildinni og í þriðja sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni með markatöluna 1-3 og aðeins einn sigur í þremur leikjum. Xavi Hernandez er fyrrum fyrirliði Barcelona og spilaði 767 opinbera leiki fyrir félagið sem var met þar til að Lionel Messi sló það. Xavi varð átta sinnum spænskur meistari með félaginu og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Xavi has now won 7 trophies in two years as Al Sadd manager pic.twitter.com/ZfzjoVQu26— ESPN FC (@ESPNFC) October 25, 2021 Xavi er 41 árs og hefur verið að þjálfa lið Al Sadd í Katar með ágætum árangri. Það er hans eina þjálfarreynsla og þar tók hann við liðinu eftir að hafa spilað með því áður. Xavi hefur gert Al Sadd einu sinni að katörskum meisturum og tvisvar að bikarmeisturum. Alls hefur hann unnið sjö titla sem þjálfari félagsins á tveimur árum. Xavi er ekki bara einn besti leikmaðurinn í sögu Barcelona heldur einn besti miðjumaður sögunnar. Hann spilaði í sautján ár hjá Barcelona og kom upp í gegnum La Masia unglingastarf félagsins. Ef einhver getur grafið upp gömlu Barcelona ræturnar og fundið uppskriftina sem gekk svo vel í hans tíð þá er það örugglega hann. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Lokaleikur Hollendingsins var 1-0 tap á móti Rayo Vallecano en nokkrum dögum fyrr hafði Barcelona tapað á heimavelli á móti Real Madrid í El Clasico. Barcelona hefur verið eitt eftirsóttasta félagið fyrir þjálfara undanfarin ár en ástandið innan klúbbsins núna er þó ekki mjög heillandi eftir óstjórn á síðustu árum og mikil fjárhagsvandræði í dag. Það er þó einn maður sem hefur verið orðaður við starfið í langan tíma og það er Barcelona goðsögnin Xavi Hernandez. Nafn Xavi er enn á ný efst á blaði. There s no announcement in place yet for Koeman replacement at Barcelona. It s gonna take few hours while negotiations are ongoing for Xavi to leave Al Sadd & become the new manager. #FCB #XaviOther candidates for Barça job also know Xavi is the favourite, as things stand. pic.twitter.com/1LaHsGkNDc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 27, 2021 Skúbbarinn Fabrizio Romano segir að Xavi hafi áhuga á starfinu en að Barcelona sé bara rétt að byrja að kanna stöðu hans hjá Al Sadd í Katar. Heimildir ESPN herma að Barcelona muni hefja viðræður við Xavi á morgun föstudag um að gerast næsti þjálfari liðsins. Næstu þrír leikir eru á móti Alaves, Dynamo Kiev og Celta Vigo en einhver annar þjálfari mun stjórna liðinu tímabundið í þeim. Koeman skilur við Barcelona í níunda sæti í spænsku deildinni og í þriðja sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni með markatöluna 1-3 og aðeins einn sigur í þremur leikjum. Xavi Hernandez er fyrrum fyrirliði Barcelona og spilaði 767 opinbera leiki fyrir félagið sem var met þar til að Lionel Messi sló það. Xavi varð átta sinnum spænskur meistari með félaginu og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Xavi has now won 7 trophies in two years as Al Sadd manager pic.twitter.com/ZfzjoVQu26— ESPN FC (@ESPNFC) October 25, 2021 Xavi er 41 árs og hefur verið að þjálfa lið Al Sadd í Katar með ágætum árangri. Það er hans eina þjálfarreynsla og þar tók hann við liðinu eftir að hafa spilað með því áður. Xavi hefur gert Al Sadd einu sinni að katörskum meisturum og tvisvar að bikarmeisturum. Alls hefur hann unnið sjö titla sem þjálfari félagsins á tveimur árum. Xavi er ekki bara einn besti leikmaðurinn í sögu Barcelona heldur einn besti miðjumaður sögunnar. Hann spilaði í sautján ár hjá Barcelona og kom upp í gegnum La Masia unglingastarf félagsins. Ef einhver getur grafið upp gömlu Barcelona ræturnar og fundið uppskriftina sem gekk svo vel í hans tíð þá er það örugglega hann.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira