„Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 15:00 Ja'Marr Chase fagnar snertimarki sínu í sigri Cincinnati Bengals á Baltimore Ravens. Hann stakk þar alla af. Getty/Rob Carr Lokasóknin er vikulegur þáttur á Stöð 2 Sport þar sem farið er yfir leiki vikunnar í NFL-deildinni og þar á meðal ræddu menn magnaða samvinnu hjá þeim Joe Burrow og Ja'Marr Chase í liði Cincinnati Bengals. Leikstjórnandinn Joe Burrow er á sínu öðru ári með Cincinnati Bengals liðinu en útherjinn Ja'Marr Chase er nýliði. Þeir þekkjast mjög vel enda spiluðu þeir saman hjá Louisiana State University og urðu þar háskólameistarar saman. „Við erum búnir að vera bíða eftir því að það komi smá líf þarna í borginni. Þeir eru eins og rúgbrauð og kæfa því þeir passa svo vel saman þarna, Chase og Burrow. Við þekkjum ævintýrið. Þeir eru búnir að vera saman í gegnum háskólaboltann og köstuðu fyrir endalausum snertimörkum þar. Ég er ógeðslega spenntur fyrir að sjá hvað þeir gera,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. Klippa: Lokasóknin: Ævintýralega gott samband milli leikstjórnandans og nýliðans hjá Bengals Cincinnati Bengals vann 41-17 sigur á Baltimore Ravens um síðustu helgi og hefur þar með unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Ravens liðið var búið að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik. „Við höfum verið að bíða eftir því að Bengalsliðið fengi stórt próf og það verður ekkert mikið stærra próf heldur en þetta. Baltimore var eitt heitasta liðið í deildinni en Burrow endar með þrjú snertimörk og aðeins einn tapaðan bolta. Þessi strákur hér, Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja? Hann grípur átta af tíu sendingum og fer yfir tvö hundruð jarda. Hann er kominn með sex snertimörk og fimm þeirra eru yfir fjörutíu jarda,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Hann er með yfir 750 jarda í fyrstu sex leikjunum. Hvaða þvæla er þetta,“ spurði Maggi Peran. „Hann sat allt síðasta tímabil og spilaði ekki ein einustu mínútu. Menn töluðu um að þetta væri hættulegt fyrir hann, gæti orðið ryð í honum. Gleymið hugmyndinni. Hann er búinn að spila eins og hann sé búinn að spila þarna í fjögur til fimm ár,“ sagði Maggi Peran. „Þeir þekkjast bara svo vel og hann leitar svo mikið að honum. Það er bara að ganga. Gæinn er stór og sterkur og hann grípur allt,“ sagði Maggi Peran. Það má allt spjallið þeirra um Bengals tvíeykið hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Leikstjórnandinn Joe Burrow er á sínu öðru ári með Cincinnati Bengals liðinu en útherjinn Ja'Marr Chase er nýliði. Þeir þekkjast mjög vel enda spiluðu þeir saman hjá Louisiana State University og urðu þar háskólameistarar saman. „Við erum búnir að vera bíða eftir því að það komi smá líf þarna í borginni. Þeir eru eins og rúgbrauð og kæfa því þeir passa svo vel saman þarna, Chase og Burrow. Við þekkjum ævintýrið. Þeir eru búnir að vera saman í gegnum háskólaboltann og köstuðu fyrir endalausum snertimörkum þar. Ég er ógeðslega spenntur fyrir að sjá hvað þeir gera,“ sagði Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktur sem Maggi Peran. Klippa: Lokasóknin: Ævintýralega gott samband milli leikstjórnandans og nýliðans hjá Bengals Cincinnati Bengals vann 41-17 sigur á Baltimore Ravens um síðustu helgi og hefur þar með unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Ravens liðið var búið að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan leik. „Við höfum verið að bíða eftir því að Bengalsliðið fengi stórt próf og það verður ekkert mikið stærra próf heldur en þetta. Baltimore var eitt heitasta liðið í deildinni en Burrow endar með þrjú snertimörk og aðeins einn tapaðan bolta. Þessi strákur hér, Ja'Marr Chase, hvað er að þessum gæja? Hann grípur átta af tíu sendingum og fer yfir tvö hundruð jarda. Hann er kominn með sex snertimörk og fimm þeirra eru yfir fjörutíu jarda,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Hann er með yfir 750 jarda í fyrstu sex leikjunum. Hvaða þvæla er þetta,“ spurði Maggi Peran. „Hann sat allt síðasta tímabil og spilaði ekki ein einustu mínútu. Menn töluðu um að þetta væri hættulegt fyrir hann, gæti orðið ryð í honum. Gleymið hugmyndinni. Hann er búinn að spila eins og hann sé búinn að spila þarna í fjögur til fimm ár,“ sagði Maggi Peran. „Þeir þekkjast bara svo vel og hann leitar svo mikið að honum. Það er bara að ganga. Gæinn er stór og sterkur og hann grípur allt,“ sagði Maggi Peran. Það má allt spjallið þeirra um Bengals tvíeykið hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira