Telja ólíklegt að hætta sé fyrir hendi en skoða að setja upp skilti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 14:45 Umrædd svæði. Til skoðuna er hvort tilefni sé að setja skilti á og við girðinguna sem vari við lofstreymi frá þotuhreyflum. Ja.is Isavia telur ólíklegt að vegfarendur á ferð við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar við Suðurgötu séu í hættu vegna loftstreymis frá kraftmiklum þotum. Þó er til skoðunar hvort tilefni sé til að vara sérstaklega við slíkri hættu. Vísir birti í gær myndband þar sem sjá mátti flugáhugamann freista þess að ná myndband af stórri Bombardier-einkaþotu skömmu fyrir flugtak. Maðurinn var staðsettur á grasbala við grindverk sem afmarkar flugvallarsvæðið við flugbrautarendann við Suðurgötu í Reykjavík. Eins og sjá má á myndbandinu fauk maðurinn nokkurra metra þegar flugmenn vélarinnar gáfu í og lofstreymi frá þotuhreyflunum barst aftur fyrir vélina. Telja að hættan á að vegfarendur fjúki sé ekki fyrir hendi Nokkur umræða skapaðist um málið í ljósi þess að þarna er um fjölfarin göngustíg og hjólreiðaleið að ræða. Var þeirri spurningu varpað upp hvort að vegfarendur gætu átt von á því að fjúka um koll af völdum lofstreymis frá þotum við aðstæður á borð við þær sem sjá má í myndbandinu, og ekki síst ef börn væru á ferð um stíginn. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að ekki sé vitað til að tilkynning um atvik á borð við það sem sjá má á myndbandinu hafi ratað inn á borð Isavia, þó ekki sé útilokað að gömul dæmi séu um slíkt. Þá tekur hann fram að þotur af þeirri stærð og sést í myndbandinu séu ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli, þó að þær komu stöku sinnum. Ekki sé talin að hætta sé á ferð fyrir vegfarendur sem séu að fara sína leið, án þess að vera alveg við girðinguna, á svæðinu. „Ekki er vitað til þess að tilkynning um atvik af þessu tagi hafi borist áður til okkar. Hugsanlegt er að einhver gömul dæmi séu þó um það. Þotur af þessari stærð, sem eru jafn kröftugar og sú sem hér um ræðir, eru ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli en kom stöku sinnum. Verið er að skoða hvort tilefni sé til að setja upp viðvörunarskilti við og á girðinguna af þessu tilefni. Ekki er þó talin hætta á að vegfarendur, sem fara framhjá girðingunni án þess að fara alveg upp að henni, verði fyrir viðlíka áhrifum eins og í þessu tilviki,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. 27. október 2021 14:04 „Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Vísir birti í gær myndband þar sem sjá mátti flugáhugamann freista þess að ná myndband af stórri Bombardier-einkaþotu skömmu fyrir flugtak. Maðurinn var staðsettur á grasbala við grindverk sem afmarkar flugvallarsvæðið við flugbrautarendann við Suðurgötu í Reykjavík. Eins og sjá má á myndbandinu fauk maðurinn nokkurra metra þegar flugmenn vélarinnar gáfu í og lofstreymi frá þotuhreyflunum barst aftur fyrir vélina. Telja að hættan á að vegfarendur fjúki sé ekki fyrir hendi Nokkur umræða skapaðist um málið í ljósi þess að þarna er um fjölfarin göngustíg og hjólreiðaleið að ræða. Var þeirri spurningu varpað upp hvort að vegfarendur gætu átt von á því að fjúka um koll af völdum lofstreymis frá þotum við aðstæður á borð við þær sem sjá má í myndbandinu, og ekki síst ef börn væru á ferð um stíginn. Í svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að ekki sé vitað til að tilkynning um atvik á borð við það sem sjá má á myndbandinu hafi ratað inn á borð Isavia, þó ekki sé útilokað að gömul dæmi séu um slíkt. Þá tekur hann fram að þotur af þeirri stærð og sést í myndbandinu séu ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli, þó að þær komu stöku sinnum. Ekki sé talin að hætta sé á ferð fyrir vegfarendur sem séu að fara sína leið, án þess að vera alveg við girðinguna, á svæðinu. „Ekki er vitað til þess að tilkynning um atvik af þessu tagi hafi borist áður til okkar. Hugsanlegt er að einhver gömul dæmi séu þó um það. Þotur af þessari stærð, sem eru jafn kröftugar og sú sem hér um ræðir, eru ekki algengar á Reykjavíkurflugvelli en kom stöku sinnum. Verið er að skoða hvort tilefni sé til að setja upp viðvörunarskilti við og á girðinguna af þessu tilefni. Ekki er þó talin hætta á að vegfarendur, sem fara framhjá girðingunni án þess að fara alveg upp að henni, verði fyrir viðlíka áhrifum eins og í þessu tilviki,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. 27. október 2021 14:04 „Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Flaug fjóra metra vegna loftstreymis frá einkaþotu Hún var myndarleg byltan sem flugáhugamaðurinn Benedikt Sveinsson fékk er hann var að fylgjast með einkaþotu hefja flugtak á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. Lofstreymi frá hreyflum vélarinnar feykti honum um koll út á Suðurgötuna. Spurningamerki hefur verið sett við öryggi vegfarenda á þessum slóðum í umræðum um málið. 27. október 2021 14:04
„Algjör sprenging“ í einkafluginu Sprenging hefur orðið í komum einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvöll frá mánaðamótum, að sögn rekstrarstjóra á vellinum. Reiknað er með meiri umferð nú í júlímánuði en í júlí 2019, sem var einn besti mánuður fyrirtækisins frá upphafi. 14. júlí 2021 07:00