Verulega ólíklegt að af fullri afléttingu verði 18. nóvember Birgir Olgeirsson skrifar 28. október 2021 18:31 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur verulega ólíklegt að sóttvarnatakmörkunum innanlands verði aflétt að fullu 18. nóvember líkt og stjórnvöld höfðu boðað. Ráðherra hefur verulega áhyggjur af stöðunni þó enn sé ekki hugað að hertum aðgerðum. 96 greindust með kórónuveiruna innanlands og virðist hún vera á fleygiferð um samfélagið. Sóttvarnalæknir hefur af þessu töluverðar áhyggjur. Hann segir samkomutakmarkanir hingað til það eina sem hefur dugað til að hemja útbreiðslu veirunnar, en nú sé ekki stemning í samfélaginu fyrir slíku. Því höfðar hann til ábyrgðarkenndar þjóðarinnar. Staðan er því þannig að sóttvarnalæknir hefur ekki sent heilbrigðisráðherra minnisblað um hertar aðgerðir en þau talast við á hverjum degi. „Við sjáum það fyrir núna þegar bylgjan er að rísa af þessum krafti að þetta verður áskorun, það er algjörlega á hreinu. Það er áhyggjuefni og ég tek undir þær áhyggjur sóttvarnalæknis,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ekki standi því til að herða sóttvarnatakmarkanir innanlands en staðan sé metin dag frá degi. Fyrir níu dögum aflétti Svandís grímuskyldu í samfélaginu og heimilaði 2.000 manns að koma saman. Í sömu tilkynningu boðaði hún afléttingu sóttvarnatakmarkana að fullu 18. nóvember, með þeim fyrirvörum að faraldurinn hér á landi myndi ekki versna. Nú sé hins vegar staðan orðin sú að Svandís telur verulega ólíklegt að það verði af fullri afléttingu líkt og boðað var. Svandís brýnir fyrir þjóðinni að fara varlega. „Við kunnum að passa upp á handþvott og sprittun og nota grímur, ég held við eigum að gera það þó það sé ekki skylda. Við eigum að gera það við þær kringumstæður þegar við erum í návígi við fólk því það snýst ekki bara um okkur sjálf heldur að verja samfélagið í heild. Það sama gildir um þau sem ekki hafa þegið boð í bólusetningar, að drífa sig.“ Sóttvarnalæknir hefur sagt að samstaða í samfélaginu um sóttvarnatakmarkanir sé ekki eins mikil og áður, og nefnir þar að slíkt njóti ekki stuðnings sumra ráðherra í ríkisstjórn. „Það hefur verið þannig allan tímann að það hefur verið umræða um aðgerðir. En það sýnir sig af árangri okkar að við höfum borið gæfu til að hlusta á okkar færasta fólk og taka ákvarðanir í samræmi við það. Það hafa verið umræður um þetta í pólitíkinni og atvinnulífinu og víðar. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er það þannig að sóttvarnalæknir gerir tillögu til heilbrigðisráðherra og það er heilbrigðisráðherra sem tekur ákvörðun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
96 greindust með kórónuveiruna innanlands og virðist hún vera á fleygiferð um samfélagið. Sóttvarnalæknir hefur af þessu töluverðar áhyggjur. Hann segir samkomutakmarkanir hingað til það eina sem hefur dugað til að hemja útbreiðslu veirunnar, en nú sé ekki stemning í samfélaginu fyrir slíku. Því höfðar hann til ábyrgðarkenndar þjóðarinnar. Staðan er því þannig að sóttvarnalæknir hefur ekki sent heilbrigðisráðherra minnisblað um hertar aðgerðir en þau talast við á hverjum degi. „Við sjáum það fyrir núna þegar bylgjan er að rísa af þessum krafti að þetta verður áskorun, það er algjörlega á hreinu. Það er áhyggjuefni og ég tek undir þær áhyggjur sóttvarnalæknis,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ekki standi því til að herða sóttvarnatakmarkanir innanlands en staðan sé metin dag frá degi. Fyrir níu dögum aflétti Svandís grímuskyldu í samfélaginu og heimilaði 2.000 manns að koma saman. Í sömu tilkynningu boðaði hún afléttingu sóttvarnatakmarkana að fullu 18. nóvember, með þeim fyrirvörum að faraldurinn hér á landi myndi ekki versna. Nú sé hins vegar staðan orðin sú að Svandís telur verulega ólíklegt að það verði af fullri afléttingu líkt og boðað var. Svandís brýnir fyrir þjóðinni að fara varlega. „Við kunnum að passa upp á handþvott og sprittun og nota grímur, ég held við eigum að gera það þó það sé ekki skylda. Við eigum að gera það við þær kringumstæður þegar við erum í návígi við fólk því það snýst ekki bara um okkur sjálf heldur að verja samfélagið í heild. Það sama gildir um þau sem ekki hafa þegið boð í bólusetningar, að drífa sig.“ Sóttvarnalæknir hefur sagt að samstaða í samfélaginu um sóttvarnatakmarkanir sé ekki eins mikil og áður, og nefnir þar að slíkt njóti ekki stuðnings sumra ráðherra í ríkisstjórn. „Það hefur verið þannig allan tímann að það hefur verið umræða um aðgerðir. En það sýnir sig af árangri okkar að við höfum borið gæfu til að hlusta á okkar færasta fólk og taka ákvarðanir í samræmi við það. Það hafa verið umræður um þetta í pólitíkinni og atvinnulífinu og víðar. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er það þannig að sóttvarnalæknir gerir tillögu til heilbrigðisráðherra og það er heilbrigðisráðherra sem tekur ákvörðun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira