Fær ekki að ávísa lyfinu Ivermectin við Covid-19 Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2021 22:03 Heilbrigðisstarfsfólk við vinnu í kórónuveirufaraldrinum. Landspítali/Þorkell Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu. Læknirinn umræddi er Guðmundur Karl Snæbjörnsson samkvæmt frétt Rúv.is en Guðmundur hafði áður leitað til Lyfjastofnunar með beiðni um undanþáguheimild til að ávísa sjúklingum sínum lyfinu. Lyfjastofnun féllst ekki á beiðnina og kærði hann því úrskurðinn til heilbrigðisráðuneytisins. Guðmundur sagði rannsóknir staðfesta virkni lyfsins gegn Covid-19 en hann vildi nota lyfið, bæði sem fyrirbyggjandi meðferð og til meðferðar þeirra sem glíma við væg einkenni sjúkdómsins. Þá taldi hann að Lyfjastofnun hafi með ólögmætum hætti komið í veg fyrir að hann gæti meðhöndlað sjúklinga sína. Ráðuneytið taldi ekki hafa verið vísað til áreiðanlegra gagna Lyfjastofnun vísaði meðal annars til umsagna sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild en þeir veittu ekki jákvæða umsögn um notkun lyfsins til meðferðar gegn kórónuveirunni. Þó að vísbendingar væru um, að notkun Ivermectins hamli fjölgunar veirunnar í tilraunarglasi, séu gögnin sem styðji við notkun lyfsins við meðferð virkrar sýkingar eða til fyrirbyggingar ófullnægjandi. Það væri mat helstu fagfélaga og stofnana um allan heim. Heilbrigðisráðuneytið var sammála Lyfjastofnun í úrskurðinum og taldi að Guðmundi hafi ekki tekist að vísa til neinna áreiðanlegra gagna, sem gætu orðið grundvöllur fyrir því að fallast mætti á umsókn hans um að ávísa lyfinu. Lyfið verið umdeilt í tengslum við Covid-19 Lyfið Ivermectin hefur lengi verið notað gegn sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og aðrar stofnanir hafa mælt gegn notkun lyfsins en einstaka læknar segja lyfið hafa gefið góða raun. BBC greindu frá því nýlega að niðurstöður meira en þriðjungs rannsókna, sem farið hafa fram á notkun lyfsins gegn veirunni, hafi verið gallaðar eða sýnt merki um að brögð hafi verið í tafli. Nánar í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Læknirinn umræddi er Guðmundur Karl Snæbjörnsson samkvæmt frétt Rúv.is en Guðmundur hafði áður leitað til Lyfjastofnunar með beiðni um undanþáguheimild til að ávísa sjúklingum sínum lyfinu. Lyfjastofnun féllst ekki á beiðnina og kærði hann því úrskurðinn til heilbrigðisráðuneytisins. Guðmundur sagði rannsóknir staðfesta virkni lyfsins gegn Covid-19 en hann vildi nota lyfið, bæði sem fyrirbyggjandi meðferð og til meðferðar þeirra sem glíma við væg einkenni sjúkdómsins. Þá taldi hann að Lyfjastofnun hafi með ólögmætum hætti komið í veg fyrir að hann gæti meðhöndlað sjúklinga sína. Ráðuneytið taldi ekki hafa verið vísað til áreiðanlegra gagna Lyfjastofnun vísaði meðal annars til umsagna sóttvarnalæknis og lækna á smitsjúkdómadeild en þeir veittu ekki jákvæða umsögn um notkun lyfsins til meðferðar gegn kórónuveirunni. Þó að vísbendingar væru um, að notkun Ivermectins hamli fjölgunar veirunnar í tilraunarglasi, séu gögnin sem styðji við notkun lyfsins við meðferð virkrar sýkingar eða til fyrirbyggingar ófullnægjandi. Það væri mat helstu fagfélaga og stofnana um allan heim. Heilbrigðisráðuneytið var sammála Lyfjastofnun í úrskurðinum og taldi að Guðmundi hafi ekki tekist að vísa til neinna áreiðanlegra gagna, sem gætu orðið grundvöllur fyrir því að fallast mætti á umsókn hans um að ávísa lyfinu. Lyfið verið umdeilt í tengslum við Covid-19 Lyfið Ivermectin hefur lengi verið notað gegn sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og aðrar stofnanir hafa mælt gegn notkun lyfsins en einstaka læknar segja lyfið hafa gefið góða raun. BBC greindu frá því nýlega að niðurstöður meira en þriðjungs rannsókna, sem farið hafa fram á notkun lyfsins gegn veirunni, hafi verið gallaðar eða sýnt merki um að brögð hafi verið í tafli. Nánar í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira